Handkastið: Getum við ekki lengur treyst á að Aron verði með? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 10:00 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/hulda margrét Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, segir að þeir dagar að íslenska landsliðið geti treyst á að Aron Pálmarsson verði með því séu líklega liðnir. Aron var ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í síðustu viku vegna meiðsla. Hann hefur misst af fjölmörgum leikjum með landsliðinu á undanförnum árum sökum meiðsla og jafnvel heilu mótunum. Í Handkastinu spurði Arnar Daði Arnarsson Einar Örn hvort við værum komin á þann stað að geta ekki lengur treyst á að Aron sé með. Verið notaður alltof mikið „Ég held við þurfum að búa okkur undir að Aron muni ekki spila alla leiki sem við spilum. Þetta er stór og mikill skrokkur og gjarn á að meiðast. Við þurfum allavega að búa okkur undir að hann sé ekki með og finna lausnir á því þegar það gerist,“ sagði Einar Örn. „Hluti af þessum meiðslum á stórmótum hefur verið því hann hefur verið notaður alltof mikið. Það er ekki hægt að láta leikmann eins og Aron, með þennan skrokk, hæfileika og leikstíl, spila vörn og sókn allan tímann í öllum leikjum. Það þarf að finna leiðir til að gefa Aroni pásu innan leikja og jafnvel hvíla hann heilu leikina. Til að eiga hann undir lokin svo við séum ekki búin að hefla hann í gólfið í fyrstu þremur leikjunum.“ Ásgeir Jónsson benti að Ísland væri líka komið í þá stöðu að þurfa ekki að treysta á Aron öllum stundum. „Við getum farið svolítið vel með Porsche-inn okkar með landsliðinu. Treysta eða treysta ekki á Aron; við getum alltaf treyst á hann þegar hann er leikfær. En það er með hann eins og aðra að við vitum að hann getur ekki spilað heilt stórmót og borið liðið algjörlega á herðum sér,“ sagði Ásgeir. „Núna, ef einhvern tímann, getur íslenska landsliðið nýtt sinn besta leikmann þannig. Það eru forréttindi sem íslenskt landslið hefur mjög sjaldan haft, að geta nýtt leikmann eins og Aron á þennan hátt. Við erum komnir með þannig breidd.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Aron var ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í síðustu viku vegna meiðsla. Hann hefur misst af fjölmörgum leikjum með landsliðinu á undanförnum árum sökum meiðsla og jafnvel heilu mótunum. Í Handkastinu spurði Arnar Daði Arnarsson Einar Örn hvort við værum komin á þann stað að geta ekki lengur treyst á að Aron sé með. Verið notaður alltof mikið „Ég held við þurfum að búa okkur undir að Aron muni ekki spila alla leiki sem við spilum. Þetta er stór og mikill skrokkur og gjarn á að meiðast. Við þurfum allavega að búa okkur undir að hann sé ekki með og finna lausnir á því þegar það gerist,“ sagði Einar Örn. „Hluti af þessum meiðslum á stórmótum hefur verið því hann hefur verið notaður alltof mikið. Það er ekki hægt að láta leikmann eins og Aron, með þennan skrokk, hæfileika og leikstíl, spila vörn og sókn allan tímann í öllum leikjum. Það þarf að finna leiðir til að gefa Aroni pásu innan leikja og jafnvel hvíla hann heilu leikina. Til að eiga hann undir lokin svo við séum ekki búin að hefla hann í gólfið í fyrstu þremur leikjunum.“ Ásgeir Jónsson benti að Ísland væri líka komið í þá stöðu að þurfa ekki að treysta á Aron öllum stundum. „Við getum farið svolítið vel með Porsche-inn okkar með landsliðinu. Treysta eða treysta ekki á Aron; við getum alltaf treyst á hann þegar hann er leikfær. En það er með hann eins og aðra að við vitum að hann getur ekki spilað heilt stórmót og borið liðið algjörlega á herðum sér,“ sagði Ásgeir. „Núna, ef einhvern tímann, getur íslenska landsliðið nýtt sinn besta leikmann þannig. Það eru forréttindi sem íslenskt landslið hefur mjög sjaldan haft, að geta nýtt leikmann eins og Aron á þennan hátt. Við erum komnir með þannig breidd.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01