Brjótum glæpahringina upp Atli Bollason skrifar 18. október 2022 07:01 Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Það eru miklu einfaldari leiðir til ef ætlunin er raunverulega að brjóta á bak aftur skipulagða glæpastarfsemi. Skipulagðir brotahópar byggja afkomu sína að langmestu leyti á sölu vímuefna. Dyggustu stuðningsmenn bannstefnunnar í vímuefnamálum eru því glæpahringir. Slíkir hringir starfa raunverulega í skjóli Alþingis því ef efnin sem þeir selja væru gerð lögleg væri tekjugrundvöllur starfseminnar brostinn og hóparnir þar með úr sögunni hérlendis. Um þetta hef ég nýlega ritað í lengra og ítarlegra máli. Það myndi líka grynnka verulega í fangelsum landsins og kúguð burðardýr í vonlausri aðstöðu gætu loks um frjálst höfuð strokið. Með lögleiðingu efnanna yrði til nýr skattstofn, einhvers staðar í kringum 70 milljarðar á ári ef mið er tekið af götuverðmæti þeirra efna sem Íslendingar notuðu á árunum 2017-2020, sem ríkið gæti ráðstafað að vild til heilbrigðismála, menningarmála, félagsmála eða til að greiða niður skuldir ríkisins. Dómsmálaráðherra gæti bætt um betur, tekið höndum saman við vinnumarkaðsráðherra, efnahagsráðherra og nýsköpunarráðherra og hafið framleiðslu á efnunum hérlendis. Þar yrðu til fjöldamörg störf við rannsóknir, framleiðslu, drefingu og sölu þeirra. Með því sama yrðu óhrein vímuefni úr sögunni og öryggi notenda–bæði fíkla og hinna sem eru miklu fleiri og nota efnin vandræðalaust–því stórbætt. Allt yrði þetta að sjálfsögu undir handleiðslu heilbrigðisráðherra, enda eru sum efnanna á bannlista stjórnvalda næstum því jafnhættuleg og áfengi og því mikilvægt að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða og tryggja aðgang að niðurgreiddum meðferðarúrræðum fyrir þau sem þess þurfa. Að síðustu hefur þessi leið þann kost umfram svokallaðar afbrotavarnir dómsmálaráðherra að hún eykur á frelsi fólks fremur en að draga úr því. Meira frelsi, meiri tekjur og endalok skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi - allt með einu pennastriki. Já takk! Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Fíkniefnabrot Dómsmál Atli Bollason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Það eru miklu einfaldari leiðir til ef ætlunin er raunverulega að brjóta á bak aftur skipulagða glæpastarfsemi. Skipulagðir brotahópar byggja afkomu sína að langmestu leyti á sölu vímuefna. Dyggustu stuðningsmenn bannstefnunnar í vímuefnamálum eru því glæpahringir. Slíkir hringir starfa raunverulega í skjóli Alþingis því ef efnin sem þeir selja væru gerð lögleg væri tekjugrundvöllur starfseminnar brostinn og hóparnir þar með úr sögunni hérlendis. Um þetta hef ég nýlega ritað í lengra og ítarlegra máli. Það myndi líka grynnka verulega í fangelsum landsins og kúguð burðardýr í vonlausri aðstöðu gætu loks um frjálst höfuð strokið. Með lögleiðingu efnanna yrði til nýr skattstofn, einhvers staðar í kringum 70 milljarðar á ári ef mið er tekið af götuverðmæti þeirra efna sem Íslendingar notuðu á árunum 2017-2020, sem ríkið gæti ráðstafað að vild til heilbrigðismála, menningarmála, félagsmála eða til að greiða niður skuldir ríkisins. Dómsmálaráðherra gæti bætt um betur, tekið höndum saman við vinnumarkaðsráðherra, efnahagsráðherra og nýsköpunarráðherra og hafið framleiðslu á efnunum hérlendis. Þar yrðu til fjöldamörg störf við rannsóknir, framleiðslu, drefingu og sölu þeirra. Með því sama yrðu óhrein vímuefni úr sögunni og öryggi notenda–bæði fíkla og hinna sem eru miklu fleiri og nota efnin vandræðalaust–því stórbætt. Allt yrði þetta að sjálfsögu undir handleiðslu heilbrigðisráðherra, enda eru sum efnanna á bannlista stjórnvalda næstum því jafnhættuleg og áfengi og því mikilvægt að taka tillit til lýðheilsusjónarmiða og tryggja aðgang að niðurgreiddum meðferðarúrræðum fyrir þau sem þess þurfa. Að síðustu hefur þessi leið þann kost umfram svokallaðar afbrotavarnir dómsmálaráðherra að hún eykur á frelsi fólks fremur en að draga úr því. Meira frelsi, meiri tekjur og endalok skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi - allt með einu pennastriki. Já takk! Höfundur er áhugamaður um nýja vímuefnastefnu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun