„Ómögulegt fyrir markverði að vinna Gullboltann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 09:31 Þrátt fyrir að vinna Yashin verðlaunin fór Thibaut Courtois svekktur heim af Gullboltahátíðinni í gær. getty/Aurelien Meunier Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að það sé ómögulegt fyrir menn í hans stöðu að vinna Gullboltann. Samherji Courtois hjá Real Madrid, Karim Benzema, vann Gullboltann í fyrsta sinn á ferlinum í gær. Courtois endaði hins vegar í 7. sæti í kjörinu, eitthvað sem hann á erfitt með að sætta sig við. Courtois átti frábært tímabil með Real Madrid í fyrra. Hann varð Spánar- og Evrópumeistari með liðinu og var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid sigraði Liverpool, 1-0. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Karims Benzema. Ég er ekki að segja að ég hefði átt að vinna þetta en ég komst ekki einu sinni á verðlaunapall þrátt fyrir að vera markvörðurinn í liðinu sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina,“ sagði Courtois eftir verðlaunaathöfnina í París í gær. „Það virðist vera betra að skora mark en að koma í veg fyrir það. Þetta er barátta sem við getum ekki unnið. Þegar ég horfði á þetta og vitandi hvernig þeir kjósa vissi ég að ég ætti ekki möguleika á að vinna þetta. Það er ómögulegt að vinna þessi verðlaun. Ég veit ekki hvort markvörður getur gert meira en ég gerði á síðasta tímabili.“ Courtois hefur ýmislegt til síns máls því aðeins einn markvörður hefur unnið Gullboltann síðan hann var veittur í fyrsta sinn 1956. Lev Yashin vann Gullboltann 1963. Verðlaunin fyrir markvörð ársins eru nefnd í höfuðið á honum og Courtois fór heim með þau að þessu sinni. Sadio Mané endaði í 2. sæti í kjörinu í ár og Kevin De Bruyne í því þriðja. Tveir aðrir leikmenn Real Madrid fyrir utan Benzema og Courtois voru á meðal tíu efstu í kjörinu. Vinícius Júnior, sem skoraði sigurmark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool, var í 8. sæti og Luka Modric í því níunda. Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Samherji Courtois hjá Real Madrid, Karim Benzema, vann Gullboltann í fyrsta sinn á ferlinum í gær. Courtois endaði hins vegar í 7. sæti í kjörinu, eitthvað sem hann á erfitt með að sætta sig við. Courtois átti frábært tímabil með Real Madrid í fyrra. Hann varð Spánar- og Evrópumeistari með liðinu og var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid sigraði Liverpool, 1-0. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Karims Benzema. Ég er ekki að segja að ég hefði átt að vinna þetta en ég komst ekki einu sinni á verðlaunapall þrátt fyrir að vera markvörðurinn í liðinu sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina,“ sagði Courtois eftir verðlaunaathöfnina í París í gær. „Það virðist vera betra að skora mark en að koma í veg fyrir það. Þetta er barátta sem við getum ekki unnið. Þegar ég horfði á þetta og vitandi hvernig þeir kjósa vissi ég að ég ætti ekki möguleika á að vinna þetta. Það er ómögulegt að vinna þessi verðlaun. Ég veit ekki hvort markvörður getur gert meira en ég gerði á síðasta tímabili.“ Courtois hefur ýmislegt til síns máls því aðeins einn markvörður hefur unnið Gullboltann síðan hann var veittur í fyrsta sinn 1956. Lev Yashin vann Gullboltann 1963. Verðlaunin fyrir markvörð ársins eru nefnd í höfuðið á honum og Courtois fór heim með þau að þessu sinni. Sadio Mané endaði í 2. sæti í kjörinu í ár og Kevin De Bruyne í því þriðja. Tveir aðrir leikmenn Real Madrid fyrir utan Benzema og Courtois voru á meðal tíu efstu í kjörinu. Vinícius Júnior, sem skoraði sigurmark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool, var í 8. sæti og Luka Modric í því níunda.
Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira