Umræða sem snertir okkur öll Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 18. október 2022 11:45 Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna. Mikill meirihluti stjórnenda á almennum vinnumarkaði er karlkyns og hlutfallið var lengi vel mun hærra. Því er óhætt að ætla að þessi málefni hafi fengið minni athygli stjórnenda en ella. Okkur hefur líklega fæstum þótt við eiga erindi í umræðu um þessi mál. Nú er kominn tími fyrir okkur að verða upplýstari og stíga inn í þessa mikilvægu umræðu, en útlit er fyrir ótímabært brottfall stórs hóps af vinnumarkaði ef ekkert verður að gert. Hér þurfa allir að standa saman. Brottfall af vinnumarkaði Það sem hingað til hefur farið dult er að bein tengsl eru á milli breytingaskeiðs og kulnunar og þar af leiðandi brottfalls af vinnumarkaði. Mikilvægi þessarar uppgötvunar er meira í ljósi þess að konur eru tæplega helmingur starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Breytingaskeiðið hefur líka áhrif á þá sem ekki falla af vinnumarkaði þar sem rannsóknir sýna að það hafi áhrif á starfsþróun þeirra. Nýlegar tölur frá Bretlandi sýna að um 900.000 einstaklingar hætta fyrr þátttöku á vinnumarkaði vegna áhrifa breytingaskeiðsins. Alls er framleiðslutap vegna breytingaskeiðsins á heimsvísu metið á yfir 150 milljarða Bandaríkjadala á ári – eða sem nemur um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands árið 2021. Það er mikilvægt að halda því til haga að breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur. Eigi að koma í veg fyrir mikið tjón vegna brotthvarfs stórs hluta þess hóps af vinnumarkaði þarf að bregðast við mun fyrr. Um það eru læknar og aðrir sérfræðingar sammála. Vitundarvakning Nauðsyn vitundarvakningar um breytingaskeiðið er mörgum ljós sem kynnt sér hafa þessar tölur. Svíar hafa sett þetta formlega á dagskrá á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þá hefur breska vinnueftirlitið sett þessi mál á oddinn og hvatt fyrirtæki til að taka tillit til þessa við skipulag vinnu og vinnuaðstæðna. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á heilbrigt og öflugt atvinnulíf. Við viljum bæði draga úr veikindafjarvistum og ótímabæru brottfalli af vinnumarkaði. Stjórnendur þurfa að vera upplýstir um breytingaskeiðið og einkenni þess, hvort sem þeir þekkja það af eigin raun eða ekki. Þetta mál snertir allt samfélagið með einum eða öðrum hætti. Það er orðið tímabært að ræða breytingaskeiðið á vinnustaðnum og þannig tryggjastarfsumhverfi þar sem öllum líður vel. Það er algjör óþarfi að vera lítill í sér gagnvart umræðu um málefni sem snertir svo stóran hóp starfsfólks fyrirtækja. Við hvetjum stjórnendur af öllum kynjum til að setja málið á dagskrá. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag er alþjóðadagur breytingaskeiðsins, 18. október. Af því tilefni stendur GynaMEDICA fyrir fræðsluviðburði á Grand Hotel sem er öllum opinn í streymi. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum viðburðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Vinnumarkaður Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna. Mikill meirihluti stjórnenda á almennum vinnumarkaði er karlkyns og hlutfallið var lengi vel mun hærra. Því er óhætt að ætla að þessi málefni hafi fengið minni athygli stjórnenda en ella. Okkur hefur líklega fæstum þótt við eiga erindi í umræðu um þessi mál. Nú er kominn tími fyrir okkur að verða upplýstari og stíga inn í þessa mikilvægu umræðu, en útlit er fyrir ótímabært brottfall stórs hóps af vinnumarkaði ef ekkert verður að gert. Hér þurfa allir að standa saman. Brottfall af vinnumarkaði Það sem hingað til hefur farið dult er að bein tengsl eru á milli breytingaskeiðs og kulnunar og þar af leiðandi brottfalls af vinnumarkaði. Mikilvægi þessarar uppgötvunar er meira í ljósi þess að konur eru tæplega helmingur starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Breytingaskeiðið hefur líka áhrif á þá sem ekki falla af vinnumarkaði þar sem rannsóknir sýna að það hafi áhrif á starfsþróun þeirra. Nýlegar tölur frá Bretlandi sýna að um 900.000 einstaklingar hætta fyrr þátttöku á vinnumarkaði vegna áhrifa breytingaskeiðsins. Alls er framleiðslutap vegna breytingaskeiðsins á heimsvísu metið á yfir 150 milljarða Bandaríkjadala á ári – eða sem nemur um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands árið 2021. Það er mikilvægt að halda því til haga að breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur. Eigi að koma í veg fyrir mikið tjón vegna brotthvarfs stórs hluta þess hóps af vinnumarkaði þarf að bregðast við mun fyrr. Um það eru læknar og aðrir sérfræðingar sammála. Vitundarvakning Nauðsyn vitundarvakningar um breytingaskeiðið er mörgum ljós sem kynnt sér hafa þessar tölur. Svíar hafa sett þetta formlega á dagskrá á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þá hefur breska vinnueftirlitið sett þessi mál á oddinn og hvatt fyrirtæki til að taka tillit til þessa við skipulag vinnu og vinnuaðstæðna. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á heilbrigt og öflugt atvinnulíf. Við viljum bæði draga úr veikindafjarvistum og ótímabæru brottfalli af vinnumarkaði. Stjórnendur þurfa að vera upplýstir um breytingaskeiðið og einkenni þess, hvort sem þeir þekkja það af eigin raun eða ekki. Þetta mál snertir allt samfélagið með einum eða öðrum hætti. Það er orðið tímabært að ræða breytingaskeiðið á vinnustaðnum og þannig tryggjastarfsumhverfi þar sem öllum líður vel. Það er algjör óþarfi að vera lítill í sér gagnvart umræðu um málefni sem snertir svo stóran hóp starfsfólks fyrirtækja. Við hvetjum stjórnendur af öllum kynjum til að setja málið á dagskrá. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag er alþjóðadagur breytingaskeiðsins, 18. október. Af því tilefni stendur GynaMEDICA fyrir fræðsluviðburði á Grand Hotel sem er öllum opinn í streymi. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum viðburðarins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun