Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 14:28 Alexandra Briem, varaformaður stjórnar Strætó, segir það vera öryggismál að tryggja rekstur næturstrætó og að leysa fráflæðisvanda í miðborginni um helgar. Vísir/Vilhelm Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. Greint var frá því í morgun að Strætó hefði ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Var það gefið upp sem ástæða að farþegafjöldinn á leiðunum hafi ekki verið jafn mikill og búist var við. „Næturstrætó var tilraunaverkefni í sumar og út september, og reyndar aðeins inn í október, en það var ekki fjármagnað. Í ljósi þess að það fékkst ekki auka fjármagn fyrir þessu Strætómegin þá var ekki hægt að halda því áfram. Hvað Strætó varðar þá skil ég að þessi ákvörðun var nauðsynleg, en hvað Reykjavíkurborg varðar þá viljum við skoða það mjög vel hvort að ekki sé hægt að halda þessu áfram á þeim leiðum sem eru á okkar vegum ef svo má segja,“ segir Alexandra. Um sé að ræða bæði öryggismál og leið til að bæta fráflæðisvanda í miðborginni. Rekstur Strætó hefur verið þungur síðustu misserin.Vísir/Vilhelm Ætla að „koma á næturstrætó“ „Við ætlum að koma á næturstrætó,“ stendur skýrum stöfum í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík sem kynntur var í júní. „Ég geri ráð fyrir að við viljum finna peninga fyrir þessu, en áður en við fáum eitthvað formlega samþykkt þá get ég ekki lofað neinu. Ég væri þó ekki að segja þetta út á við nema að mér þætti þetta sennilegt,“ segir Alexandra. Í tilkynningunni sem Strætó sendi á fjölmiða í morgun sagði að í septembermánuði hafi að meðaltali fjórtán til sextán farþegar verið í hverri ferð. Um hverja helgi væru rétt rúmlega þrjú hundruð farþegar sem nýttu sér þjónustuna. Höfðu vonir staðið til að farþegar yrðu fleiri en það. Strætó Reykjavík Borgarstjórn Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Strætó hefði ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Var það gefið upp sem ástæða að farþegafjöldinn á leiðunum hafi ekki verið jafn mikill og búist var við. „Næturstrætó var tilraunaverkefni í sumar og út september, og reyndar aðeins inn í október, en það var ekki fjármagnað. Í ljósi þess að það fékkst ekki auka fjármagn fyrir þessu Strætómegin þá var ekki hægt að halda því áfram. Hvað Strætó varðar þá skil ég að þessi ákvörðun var nauðsynleg, en hvað Reykjavíkurborg varðar þá viljum við skoða það mjög vel hvort að ekki sé hægt að halda þessu áfram á þeim leiðum sem eru á okkar vegum ef svo má segja,“ segir Alexandra. Um sé að ræða bæði öryggismál og leið til að bæta fráflæðisvanda í miðborginni. Rekstur Strætó hefur verið þungur síðustu misserin.Vísir/Vilhelm Ætla að „koma á næturstrætó“ „Við ætlum að koma á næturstrætó,“ stendur skýrum stöfum í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík sem kynntur var í júní. „Ég geri ráð fyrir að við viljum finna peninga fyrir þessu, en áður en við fáum eitthvað formlega samþykkt þá get ég ekki lofað neinu. Ég væri þó ekki að segja þetta út á við nema að mér þætti þetta sennilegt,“ segir Alexandra. Í tilkynningunni sem Strætó sendi á fjölmiða í morgun sagði að í septembermánuði hafi að meðaltali fjórtán til sextán farþegar verið í hverri ferð. Um hverja helgi væru rétt rúmlega þrjú hundruð farþegar sem nýttu sér þjónustuna. Höfðu vonir staðið til að farþegar yrðu fleiri en það.
Strætó Reykjavík Borgarstjórn Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33