Hannes valdi hornið kvöldið áður en hann varði vítið frá Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 10:00 Það var löngu ákveðið að Hannes Þór Halldórsson myndi skutla sér til hægri í víti á móti Lionel Messi. Getty/Mike Hewitt Alþjóða knattspyrnusambandið hitar upp fyrir komandi heimsmeistaramót í Katar með því að rifja upp Íslandsævintýrið frá HM í Rússlandi 2018. Íslenska karlalandsliðið tók þá þátt í HM í fyrsta sinn og varð fámennasta þjóðin til að keppa á heimsmeistaramótinu. Ný heimildarmynd um Íslandsævintýrið er nú aðgengileg inn á heimasíðu FIFA en þar er rætt við sex Íslendinga um uppkomu karlalandsliðsins. Relive the Thunderclap of 2018 in Iceland | The Debut , exclusively (and free!) on FIFA+ pic.twitter.com/GQClAWO5Ss— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) May 14, 2022 Þetta eru þau Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands á þessum tíma, Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins á þessum tíma, Margrét Lára Viðarsdóttir, lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins sem komst á undan karlalandsliðinu í úrslitakeppni stórmóts. Þarna er líka rætt við Magnús Örn Helgason, þjálfara sautján ára landsliðs kvenna og Tólfu-meðlimina Benjamín Hallbjörnsson og Svein Ásgeirsson. Í myndinni er farið yfir ævintýrið með hjálp þessara aðila allt frá því að það byrjaði með frábærum árangri á EM í Frakklandi allt þar til að íslenska liðið komst í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er auðvitað í aðalhlutverki og ekki síst fyrsti leikurinn á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. Það eftirminnilegasta við þann leik er kannski ekki markið sem Alfreð Finnbogason skoraði heldur miklu frekar vítaspyrnan sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði um leið íslenska liðinu jafntefli. Hannes sagði frá því í myndinni hvenær hann ákvað hvað hann myndi gera ef Messi fengi víti á móti honum. „Þegar dómarinn blés í flautuna og dæmdi vítið þá hugsaði ég: Ó guð þeir eru að fara að skora,“ sagði Hannes. Vítaspyrnan fær mikið pláss í heimildarmyndinni. „Svo áttaði ég mig á því að þetta væri tækifæri og ef þú ætlaðir að búa til eitthvað ævintýri þá væri góð hugmynd að láta markvörðinn verja víti frá Messi,“ sagði Hannes. „Það er pressa á markverðinum allan leikinn með einni undantekningu og það er í vítaspyrnu. Þar hefur markvörðurinn engu að tapa og ef hann ver vítið þá er hann hetja dagsins. Ef leikmaðurinn skorar þá er búist við því,“ sagði Hannes. „Ég var ekkert stressaður, þetta var bara tækifæri,“ sagði Hannes. Iceland - The Debut er komin út á streymisveitu FIFA, FIFA+. There is a first time for everything and a nation's first World Cup experience is hardly a forgettable one.#fyririslandhttps://t.co/oHgcLBpV7n pic.twitter.com/GBxq0TzvXO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 18, 2022 Vítadómurinn og þá sérstaklega vítaspyrnan sjálf eru sýnd með mjög dramatískum hætti og frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Ákvörðunin mín um að skutla mér til hægri var tekin kvöldið fyrir leikinn. Hann tók síðasta vítið sitt á undan þessu einmitt svona og þá skoraði hann,“ sagði Hannes. „Rétt áður en hann tók vítið þá sló ég saman höndunum og bjó til hljóð. Ég veit ekki hvort það gerði eitthvað,“ sagði Hannes. Farið er yfir restin af mótinu og ástæðurnar fyrir uppkomu íslenska landsliðsins sem menn skrifa bæði á betri aðstöðu en ekki síst á betri þjálfun. Það má horfa á alla myndina hér. HM 2018 í Rússlandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tók þá þátt í HM í fyrsta sinn og varð fámennasta þjóðin til að keppa á heimsmeistaramótinu. Ný heimildarmynd um Íslandsævintýrið er nú aðgengileg inn á heimasíðu FIFA en þar er rætt við sex Íslendinga um uppkomu karlalandsliðsins. Relive the Thunderclap of 2018 in Iceland | The Debut , exclusively (and free!) on FIFA+ pic.twitter.com/GQClAWO5Ss— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) May 14, 2022 Þetta eru þau Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands á þessum tíma, Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins á þessum tíma, Margrét Lára Viðarsdóttir, lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins sem komst á undan karlalandsliðinu í úrslitakeppni stórmóts. Þarna er líka rætt við Magnús Örn Helgason, þjálfara sautján ára landsliðs kvenna og Tólfu-meðlimina Benjamín Hallbjörnsson og Svein Ásgeirsson. Í myndinni er farið yfir ævintýrið með hjálp þessara aðila allt frá því að það byrjaði með frábærum árangri á EM í Frakklandi allt þar til að íslenska liðið komst í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er auðvitað í aðalhlutverki og ekki síst fyrsti leikurinn á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. Það eftirminnilegasta við þann leik er kannski ekki markið sem Alfreð Finnbogason skoraði heldur miklu frekar vítaspyrnan sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði um leið íslenska liðinu jafntefli. Hannes sagði frá því í myndinni hvenær hann ákvað hvað hann myndi gera ef Messi fengi víti á móti honum. „Þegar dómarinn blés í flautuna og dæmdi vítið þá hugsaði ég: Ó guð þeir eru að fara að skora,“ sagði Hannes. Vítaspyrnan fær mikið pláss í heimildarmyndinni. „Svo áttaði ég mig á því að þetta væri tækifæri og ef þú ætlaðir að búa til eitthvað ævintýri þá væri góð hugmynd að láta markvörðinn verja víti frá Messi,“ sagði Hannes. „Það er pressa á markverðinum allan leikinn með einni undantekningu og það er í vítaspyrnu. Þar hefur markvörðurinn engu að tapa og ef hann ver vítið þá er hann hetja dagsins. Ef leikmaðurinn skorar þá er búist við því,“ sagði Hannes. „Ég var ekkert stressaður, þetta var bara tækifæri,“ sagði Hannes. Iceland - The Debut er komin út á streymisveitu FIFA, FIFA+. There is a first time for everything and a nation's first World Cup experience is hardly a forgettable one.#fyririslandhttps://t.co/oHgcLBpV7n pic.twitter.com/GBxq0TzvXO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 18, 2022 Vítadómurinn og þá sérstaklega vítaspyrnan sjálf eru sýnd með mjög dramatískum hætti og frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Ákvörðunin mín um að skutla mér til hægri var tekin kvöldið fyrir leikinn. Hann tók síðasta vítið sitt á undan þessu einmitt svona og þá skoraði hann,“ sagði Hannes. „Rétt áður en hann tók vítið þá sló ég saman höndunum og bjó til hljóð. Ég veit ekki hvort það gerði eitthvað,“ sagði Hannes. Farið er yfir restin af mótinu og ástæðurnar fyrir uppkomu íslenska landsliðsins sem menn skrifa bæði á betri aðstöðu en ekki síst á betri þjálfun. Það má horfa á alla myndina hér.
HM 2018 í Rússlandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti