Rafmagnslaust eftir áframhaldandi loftárásir Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 08:44 Götutónlistarmenn iðka list sína á torgi í Kænugarði þar sem slökkt hefur verið á raflýsingu. Rafmagnsleysi hrjáir stóran hluta Úkraínu vegna loftárása Rússa á orkuinnviði. AP/Emilio Morenatti Fjöldi bæja og þorpa og hluti tveggja borga eru án rafmagns eftir áframhaldandi flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði síðasta sólarhringinn. Volodýmýr Selenskíj forseti hvatti landsmenn til þess að spara orku eins og þeir gætu í gærkvöldi. Rússar hafa haldið uppi stöðugum loftárásum á grunninnviði í Úkraínu eftir að Kertsj-brúin sem tengir Krímskaga við Rússland var sprengd í loft upp um þar síðustu helgi. Á meðal skotmarkanna eru spennistöðvar og raflínur. Rafmagns- og vatnslaust er í hluta borgarinnar Enerhodar nærri Saporisjía-kjarnorkuverinu eftir sprengjuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá hæfðu flugskeyti orkuinnviði nærri borginni Kryvíj Rih í Miðsuður-Úkraínu. Tjónið olli rafmagnsleysi í þorpum, bæjum og einu hverfi borgarinnar, að sögn héraðsstjórans þar. Selenskíj forseti fullyrti í tísti í gær að nærri því þriðjungur orkuvera landsins væru eyðilagðar eftir spengjuárásir Rússa frá 10. október. Það hafi valdið meiriháttar rafmagnsleysi. Í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi hvatti Selenskíj landa sína til þess að slökkva á raftækjum og að fara almennt sparlega með rafmagn á háannatíma til að hjálpa öllu landinu. Vestræn ríki hafa lofað Úkraínumönnum loftvarnarkerfum til þess að verjast árásum Rússa. Selenskíj sagði í ávarpinu að þýskt kerfi sem væri nýkomið í notkun gæfi nú þegar góða raun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Rússar hafa haldið uppi stöðugum loftárásum á grunninnviði í Úkraínu eftir að Kertsj-brúin sem tengir Krímskaga við Rússland var sprengd í loft upp um þar síðustu helgi. Á meðal skotmarkanna eru spennistöðvar og raflínur. Rafmagns- og vatnslaust er í hluta borgarinnar Enerhodar nærri Saporisjía-kjarnorkuverinu eftir sprengjuárásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá hæfðu flugskeyti orkuinnviði nærri borginni Kryvíj Rih í Miðsuður-Úkraínu. Tjónið olli rafmagnsleysi í þorpum, bæjum og einu hverfi borgarinnar, að sögn héraðsstjórans þar. Selenskíj forseti fullyrti í tísti í gær að nærri því þriðjungur orkuvera landsins væru eyðilagðar eftir spengjuárásir Rússa frá 10. október. Það hafi valdið meiriháttar rafmagnsleysi. Í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöldi hvatti Selenskíj landa sína til þess að slökkva á raftækjum og að fara almennt sparlega með rafmagn á háannatíma til að hjálpa öllu landinu. Vestræn ríki hafa lofað Úkraínumönnum loftvarnarkerfum til þess að verjast árásum Rússa. Selenskíj sagði í ávarpinu að þýskt kerfi sem væri nýkomið í notkun gæfi nú þegar góða raun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Segir stöðu Rússa erfiða og ýjar að undanhaldi Nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu sagði í dag að taka þyrfti „erfiðar ákvarðanir“ á næstunni í Kherson-héraði í Úkraínu. Leppstjórar Rússlands þar hafa sagt að til standi að flytja fólk frá Kherson-borg en ummælin þykja til marks um að Rússar muni mögulega hörfa yfir Dnipro-á. 18. október 2022 22:19
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17