Herlög taka gildi á „innlimuðum“ svæðum í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2022 12:29 Vladimír Pútin hyggst grípa til herlaga en vafalítið er um að ræða viðbrögð við gagnsókn Úkraínumanna. AP/Grigory Sysoyev Herlög taka gildi í dag í héruðunum fjórum í Úkraínu sem Rússar vilja meina að þeir hafi innlimað á dögunum. Frá þessu greindi Vladimir Pútín Rússlandsforseti þegar hann ávarpaði fund þjóðaröryggis Rússlands nú fyrir stundu. Forsetinn sagði leppstjóra sína á svæðunum fá aukið vald til að framfylgja öryggismálunum á svæðunum en herlögin eru almennt talin munu fela í sér útgöngubann, bann við mótmælum og verkföllum, upplýsingatakmarkanir og fleira. Héruðin fjögur eru Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Herlögin virðast vera viðbrögð við gagnsókn Úkraínumanna á hinum „innlimuðu“ svæðum en greint var frá því í morgun að fjölmiðlabanni hefði verið lýst yfir í suðurhluta landsins. Hafa menn leitt líkur að því að eitthvað stórt standi til, mögulega sókn að Kherson-borg, á næstu dögum. Putin says he's introducing martial law in the four partially occupied Ukrainian regions he annexed last month. This is portrayed as a technicality he said it de facto already exists but is a clear response to recent military setbacks as Ukraine's counteroffensive advances. pic.twitter.com/zTOanR1N1C— max seddon (@maxseddon) October 19, 2022 Pútín greindi einnig frá því á fundinum að ferðatakmörkunum yrði komið á á átta svæðum í Rússlandi sem liggja að Úkraínu; Krasnodar, Belgorod, Bryansk, Voronezh, Kursk og Rostov, auk Krímskaga og Sevastopol. Þá verður komið á fót sérstöku samræmingarráðuneyti til að samhæfa aðgerðir stofnana sem koma að átökunum í Úkraínu með einum eða öðrum hætti. Fréttin verður uppfærð. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Forsetinn sagði leppstjóra sína á svæðunum fá aukið vald til að framfylgja öryggismálunum á svæðunum en herlögin eru almennt talin munu fela í sér útgöngubann, bann við mótmælum og verkföllum, upplýsingatakmarkanir og fleira. Héruðin fjögur eru Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Herlögin virðast vera viðbrögð við gagnsókn Úkraínumanna á hinum „innlimuðu“ svæðum en greint var frá því í morgun að fjölmiðlabanni hefði verið lýst yfir í suðurhluta landsins. Hafa menn leitt líkur að því að eitthvað stórt standi til, mögulega sókn að Kherson-borg, á næstu dögum. Putin says he's introducing martial law in the four partially occupied Ukrainian regions he annexed last month. This is portrayed as a technicality he said it de facto already exists but is a clear response to recent military setbacks as Ukraine's counteroffensive advances. pic.twitter.com/zTOanR1N1C— max seddon (@maxseddon) October 19, 2022 Pútín greindi einnig frá því á fundinum að ferðatakmörkunum yrði komið á á átta svæðum í Rússlandi sem liggja að Úkraínu; Krasnodar, Belgorod, Bryansk, Voronezh, Kursk og Rostov, auk Krímskaga og Sevastopol. Þá verður komið á fót sérstöku samræmingarráðuneyti til að samhæfa aðgerðir stofnana sem koma að átökunum í Úkraínu með einum eða öðrum hætti. Fréttin verður uppfærð.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira