Dregur til tíðinda í málsókn Gráa hersins gegn ríkinu Wilhelm W. G. Wessman skrifar 19. október 2022 13:32 Nýverið fékk ég eftirfarandi stöðumat á málaferlunum frá lögmönnum okkar þeim Daniel Isebarn Ágústsyni og Flóka Ásgeirssyni. Eins og þið kannski þekkið hafa málin þrjú verið tekin til dóms í Hæstarétti sem mun kveða upp dóma á næstu 3-4 vikum. Flutningur málanna fyrir Hæstarétti gekk vel og ekkert kom á óvart í málatilbúnaði ríkisins. Sem fyrr stendur ágreiningurinn um það hvort lífeyrir almannatrygginga njóti verndar sem eign, hvort breytingar á skerðingaráhrifum lífeyrissjóðsgreiðslna á lífeyri almannatrygginga feli jafnframt í sér inngrip í fyrrnefndu réttindin (sem ágreiningslaust er að teljast eign) og hvort hinar umdeildu breytingar standist þær kröfur sem stjórnarskráin og mannréttindasáttmáli Evrópu gera til löggjafans þegar hann setur reglur er raska eignum borgaranna. Gjafsóknarleyfi fengust útgefin skömmu fyrir aðalmeðferðina og því njóta allir áfrýjendur gjafsóknar. Eins og í héraði er það í höndum dómaranna að ákveða gjafsóknarkostnað með dómi. Þess má vænta að hann verði svipaður því sem ákveðið var í héraði. En hvert var upphafið að málsókninni? Þegar ég fór að nálgast eftirlaunaaldur fór ég að skoða hvað ég fengi í eftirlaun frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna sem ég hafði greitt til í 45 ár og eftirlaun frá Tryggingastofnun, ég neita að kalla þetta ellilífeyri, þetta er ekki fátækrastyrkur. Ég öðlast réttindi til greiðslu frá TR með því að greiða skatt alla mína starfsævi, í mínu tilviki frá 16 ára aldri og er enn að. Ég tók þátt í stofnun eins af lífeyrissjóðunum árið 1968 og þekki því vel hver tilgangur þeirra er, en eftirlaunakerfi okkar er byggt á þremur stoðum: Greiðslum frá TR. Greiðslum úr lífeyrissjóði. Frjálsum sparnaði. Lífeyrissjóðirnir voru ekki stofnaðir til að niðurgreiða greiðslur frá TR, heldur sem viðbót við greiðslur frá TR. Eftir skatt og skerðingar fékk ég greiðslu frá TR fyrir september 2022 kr. 122.620 og greiðslur fyrir sama mánuð frá LIVE kr. 261.603, eða samanlagt kr. 384.223 eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 45 ár og skatta og útsvar í 64 ár. Ég hef ekki aðrar tekjur. En lítum nú á hvað ríkið ver miklum fjármunum til að standa undir skuldbindingum við eldri borgara. Sú upphæð nemur aðeins 2,6% af vergri landsframleiðslu! Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið 5,4% - 11%, og meðaltal OECD landa er 8,2%! Svona er nú munurinn á hugarfari ráðamanna þar og hér gagnvart eldri borgurum. Með því að vinna þetta sanngirnismál myndi krónunum í buddum eldri borgara fjölga og landsmenn búa við aukið réttlæti. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið fékk ég eftirfarandi stöðumat á málaferlunum frá lögmönnum okkar þeim Daniel Isebarn Ágústsyni og Flóka Ásgeirssyni. Eins og þið kannski þekkið hafa málin þrjú verið tekin til dóms í Hæstarétti sem mun kveða upp dóma á næstu 3-4 vikum. Flutningur málanna fyrir Hæstarétti gekk vel og ekkert kom á óvart í málatilbúnaði ríkisins. Sem fyrr stendur ágreiningurinn um það hvort lífeyrir almannatrygginga njóti verndar sem eign, hvort breytingar á skerðingaráhrifum lífeyrissjóðsgreiðslna á lífeyri almannatrygginga feli jafnframt í sér inngrip í fyrrnefndu réttindin (sem ágreiningslaust er að teljast eign) og hvort hinar umdeildu breytingar standist þær kröfur sem stjórnarskráin og mannréttindasáttmáli Evrópu gera til löggjafans þegar hann setur reglur er raska eignum borgaranna. Gjafsóknarleyfi fengust útgefin skömmu fyrir aðalmeðferðina og því njóta allir áfrýjendur gjafsóknar. Eins og í héraði er það í höndum dómaranna að ákveða gjafsóknarkostnað með dómi. Þess má vænta að hann verði svipaður því sem ákveðið var í héraði. En hvert var upphafið að málsókninni? Þegar ég fór að nálgast eftirlaunaaldur fór ég að skoða hvað ég fengi í eftirlaun frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna sem ég hafði greitt til í 45 ár og eftirlaun frá Tryggingastofnun, ég neita að kalla þetta ellilífeyri, þetta er ekki fátækrastyrkur. Ég öðlast réttindi til greiðslu frá TR með því að greiða skatt alla mína starfsævi, í mínu tilviki frá 16 ára aldri og er enn að. Ég tók þátt í stofnun eins af lífeyrissjóðunum árið 1968 og þekki því vel hver tilgangur þeirra er, en eftirlaunakerfi okkar er byggt á þremur stoðum: Greiðslum frá TR. Greiðslum úr lífeyrissjóði. Frjálsum sparnaði. Lífeyrissjóðirnir voru ekki stofnaðir til að niðurgreiða greiðslur frá TR, heldur sem viðbót við greiðslur frá TR. Eftir skatt og skerðingar fékk ég greiðslu frá TR fyrir september 2022 kr. 122.620 og greiðslur fyrir sama mánuð frá LIVE kr. 261.603, eða samanlagt kr. 384.223 eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 45 ár og skatta og útsvar í 64 ár. Ég hef ekki aðrar tekjur. En lítum nú á hvað ríkið ver miklum fjármunum til að standa undir skuldbindingum við eldri borgara. Sú upphæð nemur aðeins 2,6% af vergri landsframleiðslu! Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið 5,4% - 11%, og meðaltal OECD landa er 8,2%! Svona er nú munurinn á hugarfari ráðamanna þar og hér gagnvart eldri borgurum. Með því að vinna þetta sanngirnismál myndi krónunum í buddum eldri borgara fjölga og landsmenn búa við aukið réttlæti. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar