Þyngri dómar í mútumáli vegna bílastæðamiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 15:55 Bílastæði á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði. Brotin voru framin árið 2015 og 2016 en fjallað var fyrst um málið fyrir um þremur árum síðan þegar ákæra var gefin út. Þar var þjónustutjóranum gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Þjónustustjórinn hafði meðal annars umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. Var hann ákærður fyrir að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Málið fara alla leið í dómskerfinu Mennirnir voru sýknaður af ákæru fyrir mútubrot í héraðsdómi en sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Þjónustustjórinn hlaut tólf mánaða dóm, þar af tíu mánaða skilorðsbundna en framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilorðsbundna refsingu. Hæstiréttur ÍslandsVísir/Vilhelm Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms. Þar var þjónustustjórinn fyrrverandi sakfelldur fyrir mútur og dómur yfir honum þyngur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem það taldi að niðurstaða Landsréttar um að sýkna framkvæmdastjórann af ákæru um mútubroti væri röng. Þyngri dómar í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu síðdegis í dag. Þar voru mennirnir aftur sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum. Hæstiréttur sneri hins vegar við sýknu framkvæmdastjórans hvað varðar mútubrot. Landsréttur sýknaði hann af þeim ákærulið á þeim grundvelli að ekki væri sýnt fram á að hann hafi haft frumkvæði að samráði mannanna. Hæstiréttur telur hins vegar að þessi niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í lögum eða lögskýringargögnum, að það skipti máli hvor þeirra hafi átt frumkvæði að samráðinu. Var framkvæmdastjórinn því sakfelldur fyrir mútubrot. KeflavíkurflugvöllurVísir/Vilhelm Ákæru um peningaþvætti á hendur framkvæmdastjóranum var hins vegar vísað frá Hæstarétti þar sem dómurinn taldi að miklir ágallar væru á þeim hluta ákærunnar að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim hluta frá. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Landsréttar hvað varðar peningaþvætti þjónustustjórans. Hæstiréttir þyngdi dóma Landsréttar í málinu um þrjá mánuði í báðum tilvikum. Þjónustustjórinn fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Framkvæmdastjórinn fékk hins vegar fimmtán mánaða dóm, þar af tólf skilorðsbundna. Alls þurfa mennirnir að greiða Isavia rúmar átta milljónir króna vegna málsins, auk þess sem þeir þurfa að sæta upptöku eigna að því marki sem nægir til að greiða eftirstöðvar skaðabótakröfu Isavia. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Brotin voru framin árið 2015 og 2016 en fjallað var fyrst um málið fyrir um þremur árum síðan þegar ákæra var gefin út. Þar var þjónustutjóranum gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Þjónustustjórinn hafði meðal annars umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. Var hann ákærður fyrir að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Málið fara alla leið í dómskerfinu Mennirnir voru sýknaður af ákæru fyrir mútubrot í héraðsdómi en sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Þjónustustjórinn hlaut tólf mánaða dóm, þar af tíu mánaða skilorðsbundna en framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilorðsbundna refsingu. Hæstiréttur ÍslandsVísir/Vilhelm Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms. Þar var þjónustustjórinn fyrrverandi sakfelldur fyrir mútur og dómur yfir honum þyngur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem það taldi að niðurstaða Landsréttar um að sýkna framkvæmdastjórann af ákæru um mútubroti væri röng. Þyngri dómar í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu síðdegis í dag. Þar voru mennirnir aftur sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum. Hæstiréttur sneri hins vegar við sýknu framkvæmdastjórans hvað varðar mútubrot. Landsréttur sýknaði hann af þeim ákærulið á þeim grundvelli að ekki væri sýnt fram á að hann hafi haft frumkvæði að samráði mannanna. Hæstiréttur telur hins vegar að þessi niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í lögum eða lögskýringargögnum, að það skipti máli hvor þeirra hafi átt frumkvæði að samráðinu. Var framkvæmdastjórinn því sakfelldur fyrir mútubrot. KeflavíkurflugvöllurVísir/Vilhelm Ákæru um peningaþvætti á hendur framkvæmdastjóranum var hins vegar vísað frá Hæstarétti þar sem dómurinn taldi að miklir ágallar væru á þeim hluta ákærunnar að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim hluta frá. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Landsréttar hvað varðar peningaþvætti þjónustustjórans. Hæstiréttir þyngdi dóma Landsréttar í málinu um þrjá mánuði í báðum tilvikum. Þjónustustjórinn fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Framkvæmdastjórinn fékk hins vegar fimmtán mánaða dóm, þar af tólf skilorðsbundna. Alls þurfa mennirnir að greiða Isavia rúmar átta milljónir króna vegna málsins, auk þess sem þeir þurfa að sæta upptöku eigna að því marki sem nægir til að greiða eftirstöðvar skaðabótakröfu Isavia.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira