Telur sig mega sæta ofsóknum af hálfu MAST Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2022 10:52 Árni Stefán segir rannsókn MAST á meintum óviðunandi aðstæðum gæludýra hans einhver mesta niðurlæging sem hann hefur nokkru sinni mátt þola. vísir Árni Stefán Árnason lögfræðingur, sem hefur sérhæft sig í dýraverndunarlöggjöf og barist ákaft fyrir velferð dýra, telur borðleggjandi að Matvælastofnun ofsæki sig vegna skoðana sinna og gagnrýni sem hann hefur sett fram á hendur stofnuninni. „Þetta er einhver mesta niðurlæging sem mér hefur mætt og nánast verra tilfinningalega en þegar ég missti besta vin minn, móður mína síðastliðið vor,“ segir Árni Stefán í samtali við Vísi. Aðdragandi máls er að MAST boðaði komu sína á heimili Árna Stefáns með skömmum fyrirvara til að gera úttekt á aðstæðum á heimili hans. Í bréfi dagsettu 13. október sem Einar Örn Thorlacius lögfræðingur skrifar undir er þetta vegna ábendinga um að Árni Stefán haldi gæludýr á heimili sínu í Hafnarfirði og það við óviðunandi ástæður. Tilfellið er hins vegar, að sögn Árna Stefáns, það að utan sjúkraflutningamanna vegna fráfalls móður Árna og dýralæknis hans, hafi ekki nokkur maður maður komið inn á heimili hans í að minnsta kosti ár. Högg sem undan svíður Árni Stefán hefur vakið athygli fyrir einarðan málflutning á undanförnum árum þar sem hann hefur talað ákaft fyrir velferð dýra. Þetta er því högg sem Árni Stefán telur langt undir beltisstað. Hann segir að bréf þetta hafi borist klukkustund eftir að grein eftir hann birtist á Vísi þar sem hann gagnrýnir MAST harðlega og því sé ómögulegt annað en setja þetta tvennt í samhengi. Í grein sinni reiðir Árni Stefán hátt til höggs: Árni Stefán segir samhengið blasa við og hefur nú ritað stjórnsýslukæru sem hann hefur sent til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þar sem hann mótmælir erindi MAST sem órökstuddum dylgjum og tilhæfulausri aðgerð byggð á afar vafasömum forsendum; að hann sjálfur sé dýraníðingur?! „Ég vil að Svandís sjái í gegnum þetta taki rök mín til greina og afturkalli eftirlit vegna óviðunandi aðbúnaðar í gæludýrahaldi mínu,“ segir Árni Stefán sem telur að með þessu sé illa vegið að æru sinni. Hann heldur talsvert mikið af dýrum, hann er með tvo Irish Setter hunda, nokkra ketti, litla páfagauka í heilu herbergi auk þess sem hann heldur dúfur. Sem yfirlýstur dýravinur til margra ára er rannsókn MAST á Árna Stefáni nokkuð sem undan svíður. Alvarlegar ásakanir á báða bóga Auk stjórnsýslukærunnar sem Árni Stefán hefur sent Svandísi hefur hann kvartað yfir þessu sem hann telur aðför að sér af hálfu opinberrar stofnunar við Ríkisendurskoðanda. „MAST er hins vegar velkomið á grundvelli almenns dýraeftirlits að koma í heimsókn samkvæmt nánara samkomulagi eins og getur í kærunni þar sem fulltrúar mínir og ég munu leiða MAST í sannleikann um með,“ segir Árni Stefán sem ætlar sér ekki að sitja undir þessu sem hann telur grímulausa aðför stofnunarinnar á hendur sér og misbeitingu opinbers valds. Nokkur af fjölmörgum dýrum Árna Stefáns. Hann svíður illa að vera af hálfu MAST grunaður um að halda dýr við óviðunandi aðstæður. Árni Stefán segir það rétt, um sé að ræða alvarlegar ásakanir af sinni hálfu en þannig líti málið einfaldlega út, að bréf MAST sé til þess fallið að koma höggi á sig vegna gagnrýninnar. Hann segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá MAST vegna málsins. „Það liggur fyrir að stjórnsýslukæran hefur réttaráhrif með þeim hætti að stjórnsýsluákvörðunin er í biðstöðu á meðan matvælaráðherra tekur afstöðu til hennar. Það er samt lágmarks kurteisi að bregðast við erindum aðila af stjórnsýslustofnun sem hefur því hlutverki að gegna að sinna réttindum og skyldum borgaranna.“ Stjórnsýsla Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12. desember 2021 14:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
„Þetta er einhver mesta niðurlæging sem mér hefur mætt og nánast verra tilfinningalega en þegar ég missti besta vin minn, móður mína síðastliðið vor,“ segir Árni Stefán í samtali við Vísi. Aðdragandi máls er að MAST boðaði komu sína á heimili Árna Stefáns með skömmum fyrirvara til að gera úttekt á aðstæðum á heimili hans. Í bréfi dagsettu 13. október sem Einar Örn Thorlacius lögfræðingur skrifar undir er þetta vegna ábendinga um að Árni Stefán haldi gæludýr á heimili sínu í Hafnarfirði og það við óviðunandi ástæður. Tilfellið er hins vegar, að sögn Árna Stefáns, það að utan sjúkraflutningamanna vegna fráfalls móður Árna og dýralæknis hans, hafi ekki nokkur maður maður komið inn á heimili hans í að minnsta kosti ár. Högg sem undan svíður Árni Stefán hefur vakið athygli fyrir einarðan málflutning á undanförnum árum þar sem hann hefur talað ákaft fyrir velferð dýra. Þetta er því högg sem Árni Stefán telur langt undir beltisstað. Hann segir að bréf þetta hafi borist klukkustund eftir að grein eftir hann birtist á Vísi þar sem hann gagnrýnir MAST harðlega og því sé ómögulegt annað en setja þetta tvennt í samhengi. Í grein sinni reiðir Árni Stefán hátt til höggs: Árni Stefán segir samhengið blasa við og hefur nú ritað stjórnsýslukæru sem hann hefur sent til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þar sem hann mótmælir erindi MAST sem órökstuddum dylgjum og tilhæfulausri aðgerð byggð á afar vafasömum forsendum; að hann sjálfur sé dýraníðingur?! „Ég vil að Svandís sjái í gegnum þetta taki rök mín til greina og afturkalli eftirlit vegna óviðunandi aðbúnaðar í gæludýrahaldi mínu,“ segir Árni Stefán sem telur að með þessu sé illa vegið að æru sinni. Hann heldur talsvert mikið af dýrum, hann er með tvo Irish Setter hunda, nokkra ketti, litla páfagauka í heilu herbergi auk þess sem hann heldur dúfur. Sem yfirlýstur dýravinur til margra ára er rannsókn MAST á Árna Stefáni nokkuð sem undan svíður. Alvarlegar ásakanir á báða bóga Auk stjórnsýslukærunnar sem Árni Stefán hefur sent Svandísi hefur hann kvartað yfir þessu sem hann telur aðför að sér af hálfu opinberrar stofnunar við Ríkisendurskoðanda. „MAST er hins vegar velkomið á grundvelli almenns dýraeftirlits að koma í heimsókn samkvæmt nánara samkomulagi eins og getur í kærunni þar sem fulltrúar mínir og ég munu leiða MAST í sannleikann um með,“ segir Árni Stefán sem ætlar sér ekki að sitja undir þessu sem hann telur grímulausa aðför stofnunarinnar á hendur sér og misbeitingu opinbers valds. Nokkur af fjölmörgum dýrum Árna Stefáns. Hann svíður illa að vera af hálfu MAST grunaður um að halda dýr við óviðunandi aðstæður. Árni Stefán segir það rétt, um sé að ræða alvarlegar ásakanir af sinni hálfu en þannig líti málið einfaldlega út, að bréf MAST sé til þess fallið að koma höggi á sig vegna gagnrýninnar. Hann segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá MAST vegna málsins. „Það liggur fyrir að stjórnsýslukæran hefur réttaráhrif með þeim hætti að stjórnsýsluákvörðunin er í biðstöðu á meðan matvælaráðherra tekur afstöðu til hennar. Það er samt lágmarks kurteisi að bregðast við erindum aðila af stjórnsýslustofnun sem hefur því hlutverki að gegna að sinna réttindum og skyldum borgaranna.“
Stjórnsýsla Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12. desember 2021 14:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12. desember 2021 14:00