Hjólreiðamaður ekinn niður við Kringlumýrarbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2022 11:20 Grænklæddur hjólreiðamaður í götunni og gráum fólksbílnum ekið í burtu. Hjólreiðamaður var ekinn niður á fjölförnum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í morgunumferðinni. Ökumaður náði atvikinu á myndavél og vonast til að geta náð til hjólreiðamannsins sem hann vonar að hafi ekki orðið meint af. Myndband af atvikinu náðist á mælaborðsmyndavél Konráðs Jónssonar lögmanns sem var á ferðinni með börnin sín á leið til skóla. Þau voru á rauðu ljósi á leið suður Kringlumýrarbraut þegar ekið er á hjólreiðamanninn. „Mér dauðbregður,“ segir Konráð. Hjólreiðamaðurinn var í neongrænum vindjakka á ferð í norðurátt, vestanmegin Kringlumýrarbrautar og klukkan að nálgast hálf níu. „Blessunarlega stendur hjólreiðamaðurinn strax upp eftir þetta og nær að leiða hjólið áfram. Taldi kannski ekki tilefni til að stoppa og huga að honum - með þrjú börn í aftursætinu. Manni var svolítið brugðið,“ segir Konráð. Vill ná til hjólreiðamannsins Hann segist á sama tíma feginn að hafa náð atvikinu á myndband til að geta mögulega komið því til hjólreiðamannsins. „Ef hann skyldi þurfa að sækja rétt sinn vegna þessa atviks,“ segir Konráð sem kann bókstaf laganna betur en flestir. „Mér finnst forkastalegt að þessi bílstjóri hafi haldið áfram sína leið,“ bætir Konráð við. Blaðamaður fékk Konráð til að rýna í myndbandið. „Það virðist sem hjólreiðamaðurinn sé að vinna út frá því að eftir örskotssund komi grænt ljós. Hann leggur af stað aðeins of snemma. En aftur á móti virðist vera komið rautt ljós á beygjuljós á ökumanninn,“ segir Konráð. Tilkynnti málið til lögreglu „Ef við erum að horfa á þetta frá sjónarhorni ökumannsins þá fer hann yfir á rauðu beygjuljósi. Hann keyrir á þennan hjólreiðamann og heldur svo áfram,“ segir Konráð. Það sé að öllum líkindum þannig að það sé komið rautt á ökumanninn en ekki alveg grænt á hjólreiðamanninn. Konráð hefur tilkynnt ákeyrsluna til lögreglu ef hjólreiðamaðurinn skyldi hafa samband þangað. Samgöngur Hjólreiðar Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Myndband af atvikinu náðist á mælaborðsmyndavél Konráðs Jónssonar lögmanns sem var á ferðinni með börnin sín á leið til skóla. Þau voru á rauðu ljósi á leið suður Kringlumýrarbraut þegar ekið er á hjólreiðamanninn. „Mér dauðbregður,“ segir Konráð. Hjólreiðamaðurinn var í neongrænum vindjakka á ferð í norðurátt, vestanmegin Kringlumýrarbrautar og klukkan að nálgast hálf níu. „Blessunarlega stendur hjólreiðamaðurinn strax upp eftir þetta og nær að leiða hjólið áfram. Taldi kannski ekki tilefni til að stoppa og huga að honum - með þrjú börn í aftursætinu. Manni var svolítið brugðið,“ segir Konráð. Vill ná til hjólreiðamannsins Hann segist á sama tíma feginn að hafa náð atvikinu á myndband til að geta mögulega komið því til hjólreiðamannsins. „Ef hann skyldi þurfa að sækja rétt sinn vegna þessa atviks,“ segir Konráð sem kann bókstaf laganna betur en flestir. „Mér finnst forkastalegt að þessi bílstjóri hafi haldið áfram sína leið,“ bætir Konráð við. Blaðamaður fékk Konráð til að rýna í myndbandið. „Það virðist sem hjólreiðamaðurinn sé að vinna út frá því að eftir örskotssund komi grænt ljós. Hann leggur af stað aðeins of snemma. En aftur á móti virðist vera komið rautt ljós á beygjuljós á ökumanninn,“ segir Konráð. Tilkynnti málið til lögreglu „Ef við erum að horfa á þetta frá sjónarhorni ökumannsins þá fer hann yfir á rauðu beygjuljósi. Hann keyrir á þennan hjólreiðamann og heldur svo áfram,“ segir Konráð. Það sé að öllum líkindum þannig að það sé komið rautt á ökumanninn en ekki alveg grænt á hjólreiðamanninn. Konráð hefur tilkynnt ákeyrsluna til lögreglu ef hjólreiðamaðurinn skyldi hafa samband þangað.
Samgöngur Hjólreiðar Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira