Við berum öll ábyrgð á góðri vinnustaðamenningu Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 20. október 2022 12:00 Einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á ekki að þrífast á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa haldið á lofti mikilvægi þess að atvinnulífið sé vakandi fyrir þessu og að atvinnurekendur stuðli að góðri vinnustaðamenningu á sínum vinnustað. Ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu hvílir þó ekki eingöngu á herðum atvinnurekenda. Til að ná árangri í að skapa góða vinnustaðamenningu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, stuðla þarf að góðum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita ef samstarfsfólk eða aðrir sýna óviðeigandi framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun. Lagaleg ábyrgð atvinnurekenda felst einkum í forvörnum, áhættumati og viðbragðsáætlunum komi upp mál sem tengjast áreitni, ofbeldi eða einelti á vinnustað. Mikilvægt er að atvinnurekendur meti áhættuþætti tengda því sem nefnt hefur verið „félagslegt vinnuumhverfi“ á sama hátt og þeir meta áhættu vegna véla og tækja, efna og umhverfisþátta á starfsfólk. Undir félagslegt vinnuumhverfi fellur m.a. sú menning sem myndast vegna samstarfs og samskipta á vinnustað. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað svo dæmi séu tekin. Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu með stefnu og viðbragðáætlun í þessum málum og vinni markvisst að því skapa vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þrífst ekki. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að ef að slík mál komi upp þurfi viðbragðsáætlun fyrirtækja að kveða á um úrræði og stuðning, bæði fyrir þolendur og gerendur. Reyndin er allt of oft sú að starfsfólk, bæði gerendur sem og þolendur hverfa úr starfi. Taka þarf höndum saman um að finna leiðir til þess að sætta mál og styðja þolendur og gerendur með viðunandi hætti. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við starfsfólk í forvarnarstarfi þessa málaflokks sem og í stefnu fyrirtækja í þessum málum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið, sem auðvelda eiga fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað og hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sáttmálann má finna hér. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi á ekki að þrífast á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa haldið á lofti mikilvægi þess að atvinnulífið sé vakandi fyrir þessu og að atvinnurekendur stuðli að góðri vinnustaðamenningu á sínum vinnustað. Ábyrgðin á góðri vinnustaðamenningu hvílir þó ekki eingöngu á herðum atvinnurekenda. Til að ná árangri í að skapa góða vinnustaðamenningu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, stuðla þarf að góðum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita ef samstarfsfólk eða aðrir sýna óviðeigandi framkomu. Hver og einn ber ábyrgð á eigin hegðun. Lagaleg ábyrgð atvinnurekenda felst einkum í forvörnum, áhættumati og viðbragðsáætlunum komi upp mál sem tengjast áreitni, ofbeldi eða einelti á vinnustað. Mikilvægt er að atvinnurekendur meti áhættuþætti tengda því sem nefnt hefur verið „félagslegt vinnuumhverfi“ á sama hátt og þeir meta áhættu vegna véla og tækja, efna og umhverfisþátta á starfsfólk. Undir félagslegt vinnuumhverfi fellur m.a. sú menning sem myndast vegna samstarfs og samskipta á vinnustað. Slæmt félagslegt vinnuumhverfi eykur hættu á samskiptavanda, streitu, andlegri og líkamlegri vanheilsu, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað svo dæmi séu tekin. Nauðsynlegt er að fyrirtæki séu með stefnu og viðbragðáætlun í þessum málum og vinni markvisst að því skapa vinnustaðamenningu þar sem einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað þrífst ekki. Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að ef að slík mál komi upp þurfi viðbragðsáætlun fyrirtækja að kveða á um úrræði og stuðning, bæði fyrir þolendur og gerendur. Reyndin er allt of oft sú að starfsfólk, bæði gerendur sem og þolendur hverfa úr starfi. Taka þarf höndum saman um að finna leiðir til þess að sætta mál og styðja þolendur og gerendur með viðunandi hætti. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við starfsfólk í forvarnarstarfi þessa málaflokks sem og í stefnu fyrirtækja í þessum málum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi, einkum hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið, sem auðvelda eiga fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað og hvetja starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Í sáttmálanum eru dregin fram gildi sem geta minnkað hættu á að einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum eigi sér stað. Með því að hafa þau í heiðri stuðla starfsmenn að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Sáttmálann má finna hér. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun