Telur eineltismál ekki vanrækt af kerfinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 22:46 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að fullorðið fólk þurfi að líta í eigin barm þegar kemur að samskiptum á netinu. Vísir/Egill Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. Hin tólf ára gamla Ísabella Von og móðir hennar Sædís Hrönn Samúelsdóttir sögðu frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig Ísabella hefur undanfarið verið beitt hrottalegu einelti af samnemendum sínum með þeim afleiðingum að Ísabella reyndi að svipta sig lífi. Ísabella er í 8. bekk í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og telur á fjórða tug jafnaldra sinna hafa tekið þátt í eineltinu. Birtingarmynd eineltisins hefur ekki bara verið líkamlegt ofbeldi heldur skelfileg skilaboð á samfélagsmiðlum. „Okkur var náttúrulega verulega brugðið að heyra af þessu máli í gær, þessu ofbeldi sem hefur átt sér stað í kjölfar eineltis,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bærinn tjái sig ekki um einstaka mál en þau fari í viðeigandi ferli og skólarnir séu allir með viðbragðsáætlanir í málum sem þessum. Í máli Ísabellu hefur eineltið staðið yfir frá því að hún byrjaði í Hraunvallaskóla í fyrra. Er þetta jafnvel merki um að eineltismál sitji á hakanum í kerfinu? „Ég get nú ekki sagt það, ég held eins og ég segi að allir séu að gera sitt besta í því en sérfræðingar sgeja að einelti og ofbeldi meðal ungs fólks sé að aukas,“ segir Rósa. Fullorðnir þurfi að fara að líta í eigin barm. „Hvernig erum við að koma fram opinberlega, í ræðu og riti og tala við hvert annað? Þetta sjá börnin, við erum fyrirmyndirnar og þau sjá hvernig margir skrifa á samfélagsmiðlum. Orðræðan sem við erum oft að tala um er oft orðin ansi hörð og óvægin í samfélaginu.“ Blásið var til söfnunar fyrir Ísabellu Von í gærkvöldi, svo þær mæðgur kæmust til Flórída að heimsækja ættingja. Á aðeins nokkrum klukkustundum hafði safnast nóg fyrir þær mæðgur til að fljúga út, með hjálp almennings og hafnfirskra fyrirtækja. Frænka Ísabellu, sem blés til söfnunarinnar, skrifaði á Facebook að þakklæti væri efst í huga og von um að umræðan vekti fólk til vitundar. Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hin tólf ára gamla Ísabella Von og móðir hennar Sædís Hrönn Samúelsdóttir sögðu frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig Ísabella hefur undanfarið verið beitt hrottalegu einelti af samnemendum sínum með þeim afleiðingum að Ísabella reyndi að svipta sig lífi. Ísabella er í 8. bekk í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og telur á fjórða tug jafnaldra sinna hafa tekið þátt í eineltinu. Birtingarmynd eineltisins hefur ekki bara verið líkamlegt ofbeldi heldur skelfileg skilaboð á samfélagsmiðlum. „Okkur var náttúrulega verulega brugðið að heyra af þessu máli í gær, þessu ofbeldi sem hefur átt sér stað í kjölfar eineltis,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bærinn tjái sig ekki um einstaka mál en þau fari í viðeigandi ferli og skólarnir séu allir með viðbragðsáætlanir í málum sem þessum. Í máli Ísabellu hefur eineltið staðið yfir frá því að hún byrjaði í Hraunvallaskóla í fyrra. Er þetta jafnvel merki um að eineltismál sitji á hakanum í kerfinu? „Ég get nú ekki sagt það, ég held eins og ég segi að allir séu að gera sitt besta í því en sérfræðingar sgeja að einelti og ofbeldi meðal ungs fólks sé að aukas,“ segir Rósa. Fullorðnir þurfi að fara að líta í eigin barm. „Hvernig erum við að koma fram opinberlega, í ræðu og riti og tala við hvert annað? Þetta sjá börnin, við erum fyrirmyndirnar og þau sjá hvernig margir skrifa á samfélagsmiðlum. Orðræðan sem við erum oft að tala um er oft orðin ansi hörð og óvægin í samfélaginu.“ Blásið var til söfnunar fyrir Ísabellu Von í gærkvöldi, svo þær mæðgur kæmust til Flórída að heimsækja ættingja. Á aðeins nokkrum klukkustundum hafði safnast nóg fyrir þær mæðgur til að fljúga út, með hjálp almennings og hafnfirskra fyrirtækja. Frænka Ísabellu, sem blés til söfnunarinnar, skrifaði á Facebook að þakklæti væri efst í huga og von um að umræðan vekti fólk til vitundar.
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18
Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31