Telur eineltismál ekki vanrækt af kerfinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 22:46 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að fullorðið fólk þurfi að líta í eigin barm þegar kemur að samskiptum á netinu. Vísir/Egill Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. Hin tólf ára gamla Ísabella Von og móðir hennar Sædís Hrönn Samúelsdóttir sögðu frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig Ísabella hefur undanfarið verið beitt hrottalegu einelti af samnemendum sínum með þeim afleiðingum að Ísabella reyndi að svipta sig lífi. Ísabella er í 8. bekk í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og telur á fjórða tug jafnaldra sinna hafa tekið þátt í eineltinu. Birtingarmynd eineltisins hefur ekki bara verið líkamlegt ofbeldi heldur skelfileg skilaboð á samfélagsmiðlum. „Okkur var náttúrulega verulega brugðið að heyra af þessu máli í gær, þessu ofbeldi sem hefur átt sér stað í kjölfar eineltis,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bærinn tjái sig ekki um einstaka mál en þau fari í viðeigandi ferli og skólarnir séu allir með viðbragðsáætlanir í málum sem þessum. Í máli Ísabellu hefur eineltið staðið yfir frá því að hún byrjaði í Hraunvallaskóla í fyrra. Er þetta jafnvel merki um að eineltismál sitji á hakanum í kerfinu? „Ég get nú ekki sagt það, ég held eins og ég segi að allir séu að gera sitt besta í því en sérfræðingar sgeja að einelti og ofbeldi meðal ungs fólks sé að aukas,“ segir Rósa. Fullorðnir þurfi að fara að líta í eigin barm. „Hvernig erum við að koma fram opinberlega, í ræðu og riti og tala við hvert annað? Þetta sjá börnin, við erum fyrirmyndirnar og þau sjá hvernig margir skrifa á samfélagsmiðlum. Orðræðan sem við erum oft að tala um er oft orðin ansi hörð og óvægin í samfélaginu.“ Blásið var til söfnunar fyrir Ísabellu Von í gærkvöldi, svo þær mæðgur kæmust til Flórída að heimsækja ættingja. Á aðeins nokkrum klukkustundum hafði safnast nóg fyrir þær mæðgur til að fljúga út, með hjálp almennings og hafnfirskra fyrirtækja. Frænka Ísabellu, sem blés til söfnunarinnar, skrifaði á Facebook að þakklæti væri efst í huga og von um að umræðan vekti fólk til vitundar. Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hin tólf ára gamla Ísabella Von og móðir hennar Sædís Hrönn Samúelsdóttir sögðu frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig Ísabella hefur undanfarið verið beitt hrottalegu einelti af samnemendum sínum með þeim afleiðingum að Ísabella reyndi að svipta sig lífi. Ísabella er í 8. bekk í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og telur á fjórða tug jafnaldra sinna hafa tekið þátt í eineltinu. Birtingarmynd eineltisins hefur ekki bara verið líkamlegt ofbeldi heldur skelfileg skilaboð á samfélagsmiðlum. „Okkur var náttúrulega verulega brugðið að heyra af þessu máli í gær, þessu ofbeldi sem hefur átt sér stað í kjölfar eineltis,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bærinn tjái sig ekki um einstaka mál en þau fari í viðeigandi ferli og skólarnir séu allir með viðbragðsáætlanir í málum sem þessum. Í máli Ísabellu hefur eineltið staðið yfir frá því að hún byrjaði í Hraunvallaskóla í fyrra. Er þetta jafnvel merki um að eineltismál sitji á hakanum í kerfinu? „Ég get nú ekki sagt það, ég held eins og ég segi að allir séu að gera sitt besta í því en sérfræðingar sgeja að einelti og ofbeldi meðal ungs fólks sé að aukas,“ segir Rósa. Fullorðnir þurfi að fara að líta í eigin barm. „Hvernig erum við að koma fram opinberlega, í ræðu og riti og tala við hvert annað? Þetta sjá börnin, við erum fyrirmyndirnar og þau sjá hvernig margir skrifa á samfélagsmiðlum. Orðræðan sem við erum oft að tala um er oft orðin ansi hörð og óvægin í samfélaginu.“ Blásið var til söfnunar fyrir Ísabellu Von í gærkvöldi, svo þær mæðgur kæmust til Flórída að heimsækja ættingja. Á aðeins nokkrum klukkustundum hafði safnast nóg fyrir þær mæðgur til að fljúga út, með hjálp almennings og hafnfirskra fyrirtækja. Frænka Ísabellu, sem blés til söfnunarinnar, skrifaði á Facebook að þakklæti væri efst í huga og von um að umræðan vekti fólk til vitundar.
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18
Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31