Telur eineltismál ekki vanrækt af kerfinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 22:46 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að fullorðið fólk þurfi að líta í eigin barm þegar kemur að samskiptum á netinu. Vísir/Egill Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. Hin tólf ára gamla Ísabella Von og móðir hennar Sædís Hrönn Samúelsdóttir sögðu frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig Ísabella hefur undanfarið verið beitt hrottalegu einelti af samnemendum sínum með þeim afleiðingum að Ísabella reyndi að svipta sig lífi. Ísabella er í 8. bekk í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og telur á fjórða tug jafnaldra sinna hafa tekið þátt í eineltinu. Birtingarmynd eineltisins hefur ekki bara verið líkamlegt ofbeldi heldur skelfileg skilaboð á samfélagsmiðlum. „Okkur var náttúrulega verulega brugðið að heyra af þessu máli í gær, þessu ofbeldi sem hefur átt sér stað í kjölfar eineltis,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bærinn tjái sig ekki um einstaka mál en þau fari í viðeigandi ferli og skólarnir séu allir með viðbragðsáætlanir í málum sem þessum. Í máli Ísabellu hefur eineltið staðið yfir frá því að hún byrjaði í Hraunvallaskóla í fyrra. Er þetta jafnvel merki um að eineltismál sitji á hakanum í kerfinu? „Ég get nú ekki sagt það, ég held eins og ég segi að allir séu að gera sitt besta í því en sérfræðingar sgeja að einelti og ofbeldi meðal ungs fólks sé að aukas,“ segir Rósa. Fullorðnir þurfi að fara að líta í eigin barm. „Hvernig erum við að koma fram opinberlega, í ræðu og riti og tala við hvert annað? Þetta sjá börnin, við erum fyrirmyndirnar og þau sjá hvernig margir skrifa á samfélagsmiðlum. Orðræðan sem við erum oft að tala um er oft orðin ansi hörð og óvægin í samfélaginu.“ Blásið var til söfnunar fyrir Ísabellu Von í gærkvöldi, svo þær mæðgur kæmust til Flórída að heimsækja ættingja. Á aðeins nokkrum klukkustundum hafði safnast nóg fyrir þær mæðgur til að fljúga út, með hjálp almennings og hafnfirskra fyrirtækja. Frænka Ísabellu, sem blés til söfnunarinnar, skrifaði á Facebook að þakklæti væri efst í huga og von um að umræðan vekti fólk til vitundar. Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Hin tólf ára gamla Ísabella Von og móðir hennar Sædís Hrönn Samúelsdóttir sögðu frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig Ísabella hefur undanfarið verið beitt hrottalegu einelti af samnemendum sínum með þeim afleiðingum að Ísabella reyndi að svipta sig lífi. Ísabella er í 8. bekk í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og telur á fjórða tug jafnaldra sinna hafa tekið þátt í eineltinu. Birtingarmynd eineltisins hefur ekki bara verið líkamlegt ofbeldi heldur skelfileg skilaboð á samfélagsmiðlum. „Okkur var náttúrulega verulega brugðið að heyra af þessu máli í gær, þessu ofbeldi sem hefur átt sér stað í kjölfar eineltis,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bærinn tjái sig ekki um einstaka mál en þau fari í viðeigandi ferli og skólarnir séu allir með viðbragðsáætlanir í málum sem þessum. Í máli Ísabellu hefur eineltið staðið yfir frá því að hún byrjaði í Hraunvallaskóla í fyrra. Er þetta jafnvel merki um að eineltismál sitji á hakanum í kerfinu? „Ég get nú ekki sagt það, ég held eins og ég segi að allir séu að gera sitt besta í því en sérfræðingar sgeja að einelti og ofbeldi meðal ungs fólks sé að aukas,“ segir Rósa. Fullorðnir þurfi að fara að líta í eigin barm. „Hvernig erum við að koma fram opinberlega, í ræðu og riti og tala við hvert annað? Þetta sjá börnin, við erum fyrirmyndirnar og þau sjá hvernig margir skrifa á samfélagsmiðlum. Orðræðan sem við erum oft að tala um er oft orðin ansi hörð og óvægin í samfélaginu.“ Blásið var til söfnunar fyrir Ísabellu Von í gærkvöldi, svo þær mæðgur kæmust til Flórída að heimsækja ættingja. Á aðeins nokkrum klukkustundum hafði safnast nóg fyrir þær mæðgur til að fljúga út, með hjálp almennings og hafnfirskra fyrirtækja. Frænka Ísabellu, sem blés til söfnunarinnar, skrifaði á Facebook að þakklæti væri efst í huga og von um að umræðan vekti fólk til vitundar.
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18
Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31