Kvíði, þunglyndi og mamma þín Gunnar Dan Wiium skrifar 21. október 2022 08:31 Kvíða og þunglyndissjúklingur í bata, er ég þá hættur að ganga í gegn um kvíða og þunglyndi? Nei, alls ekki, en missa þessi öfl mátt sinn og vald yfir mér? Klárlega. Hvað er kvíðinn að segja mér? Hann er vegvísir fyrir mér, ég er ekki kvíðinn, ég upplifi kvíða. Kvíðinn er þessi ónotatilfinning sem kemur fram í öllum skrokknum en á upptök sín í maganum. Hann sýnir mér brotin og markarleysið, ég hef brotið á öðrum eða aðrir hafa brotið á mér. Þar er uppspretta kvíðans, áfallatengdur segir hann mér hvar kuskið liggur í hornum vitundar. Kvíðinn er nátengdur þunglyndi því streituhormónar nærast á boðefnum, drena mig af boðefnum. Þunglyndi er í botn og grunn boðefnaskortur svo allt hangir saman. Hvers er ætlast til af mér, ég er spurður, hvernig ertu?, ég svara “upp á tíu”. Fólk segir hvernig má það vera, ertu aldrei kvíðin og þunglyndur?, ég svara, nei, ég er aldrei en upplifi oft, mjög oft og meira að segja þar er ég upp á tíu. Lífið er það sem það er. Stundum er ég hátt uppi og segi sögur, dansa einn, rappa og tek orminn en svo hryn ég í þyngsl og þá gef ég því rými, þyngsl þurfa úrvinnslu, þyngsl segja mér að róa sig, vertu mjúkur við þig, farðu í sorg ef hún er, ekki segja neitt, vertu bara, allt er hverfullt, meira að segja mamma þín, og ég brosi því mömmubrandarar laga allt, meira að segja mömmu þína. Boðefnaskortinn nota ég til sköpunar og streituhormón nota ég til sjálfsskoðunar. Úlfurinn sem ég eitt sinn hræddist er farin að færa mér inniskóna undirgefin og þjónandi. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kvíða og þunglyndissjúklingur í bata, er ég þá hættur að ganga í gegn um kvíða og þunglyndi? Nei, alls ekki, en missa þessi öfl mátt sinn og vald yfir mér? Klárlega. Hvað er kvíðinn að segja mér? Hann er vegvísir fyrir mér, ég er ekki kvíðinn, ég upplifi kvíða. Kvíðinn er þessi ónotatilfinning sem kemur fram í öllum skrokknum en á upptök sín í maganum. Hann sýnir mér brotin og markarleysið, ég hef brotið á öðrum eða aðrir hafa brotið á mér. Þar er uppspretta kvíðans, áfallatengdur segir hann mér hvar kuskið liggur í hornum vitundar. Kvíðinn er nátengdur þunglyndi því streituhormónar nærast á boðefnum, drena mig af boðefnum. Þunglyndi er í botn og grunn boðefnaskortur svo allt hangir saman. Hvers er ætlast til af mér, ég er spurður, hvernig ertu?, ég svara “upp á tíu”. Fólk segir hvernig má það vera, ertu aldrei kvíðin og þunglyndur?, ég svara, nei, ég er aldrei en upplifi oft, mjög oft og meira að segja þar er ég upp á tíu. Lífið er það sem það er. Stundum er ég hátt uppi og segi sögur, dansa einn, rappa og tek orminn en svo hryn ég í þyngsl og þá gef ég því rými, þyngsl þurfa úrvinnslu, þyngsl segja mér að róa sig, vertu mjúkur við þig, farðu í sorg ef hún er, ekki segja neitt, vertu bara, allt er hverfullt, meira að segja mamma þín, og ég brosi því mömmubrandarar laga allt, meira að segja mömmu þína. Boðefnaskortinn nota ég til sköpunar og streituhormón nota ég til sjálfsskoðunar. Úlfurinn sem ég eitt sinn hræddist er farin að færa mér inniskóna undirgefin og þjónandi. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar