Guðleg leiðsögn Vottanna er í raun hugarfóstur afturhaldskurfa í NY Örn Svavarsson skrifar 21. október 2022 10:22 Þessa dagana má sjá stiklu á netinu sem Vottar Jehóva vilja kalla kennsluefni, en er ekkert annað en áróður fyrir ansi fornri og satt að segja brenglaðri trúarhugmynd. Hugmyndafræðin byggist á biblíunni, bók um hinn einstaklega óblíða og oft og tíðum miskunnarlausa guð sem tilbeðinn er í trúarbrögðum gyðinga og kristinna. Þessi algóði guð er krefjandi faðir sem krefst skilyrðislausrar hlíðni, afdráttarlaus er hann og refsiglaður, á það samt til að vera kærleiksríkur, en umfram allt réttlátur. Hann er reyndar höfundur þess réttlætis. Vottarnir aðgreina sig frá öðrum bibliutrúarbrögðum m.a. með því að leggja ofuráherslu á gyðinglegt heiti guðsins, Jahwe eða Jehóva. Trúarbrögðin Vottar Jehóva verða ekki til fyrr en upp úr miðri þarsíðustu öld. Mörg trúaratriðin verða til í tímans rás, eins og t.d höfnum á jólahaldi og afælisdögum sem tekin er upp á þriðja áratug síðustu aldar. Höfuðáherslan var alla tíð lögð á endurkomu Krists sem konungs á himni árið 1914 og innan einnar mannsævi frá þeim atburði áttu ragnarök undir biblíuheitinu Harmageddon að útrýma öllum á jörðinni nema Vottunum. Þó að kjarninn í kenningunni hafi brugðist, þar sem Harmageddon reið bara alls ekki yfir, þá hanga trúarbrögðin á stagbættum og endurgerðum kenningum úr smiðju fáeinna þraungsýnna öldungu í miðstöð trúarbragðanna við eystri enda Brooklin brúar í Brooklin í NY. Skoðanir og hugmyndafræði þessara óforbetranlegu kerfiskarla eru stórisannleikur Votta Jehóva og móttekur söfnuðurinn hugaróra þessara örfáu sjálhverfu einstrenginga sem „guðlegan“ sannleik, enda innblásnir af almættinu. Eða hvernig má það vera að þessi hópur fólks boði kenningu sem: Heldur því fram að við fæðumst öll syndug. Lítið ómálga barn er skv kenningu Vottanna syndug manneskja. Bannar fólki að þiggja blóðgjöf í læknisaðgerð, þó líf liggi við Bannar fólki að taka þátt í kosningum á þeirri forsendu að fyrir 2.000 árum sagði Kristur sitt ríki ekki vera af þessum heimi. Bannar fólki að fagna jólum og afmælum. Vottarnir héldu þó jól til ársins 1926, m.a. voru höfuðstöðvarnar skreyttar og hátíðamatur á borðum. Því hefur verið haldið fram að Joseph Rutherford, forseta félagsins hafi leiðst allt þetta tilstand og því bara ákveðið að banna jólahald og afmælisdaga með. Sem heimilar „öldungum“, sem sé völdum karlpeningi úr söfnuðinum, að hnýsast í ástarmál unga fólksins, taka þá á teppið sem þeir telja að hafi gerst sekir um jafn siðlaust athæfi og kynlíf fyrir hjónaband. Veita fólkinu opinbera áminningu á samkomu safnaðarins fyrir gjörninginn eða jafnvel reka viðkomandi úr söfnuðinum, „sjái hann ekki að sér“ og rjúfa þannig tengsl unglingsins við fjölskyldu sína og vini innan safnaðarins. Heldur á lofti þeirri kenningu að Harmageddon muni eyða öllum jarðarbúum nema Vottunum. Síðan munu þeir lifa í eilífri hamingju á jörðinni og meira að segja rándýrin verða grasætur. Þetta er ekkert grín, þessu trúir blessað fólkið sem aðhyllist kenningu Vottanna. Reyndar átti þetta að vera löngu afstaðið, en söfnuðurinn hefur ekki verið sérstaklega sleipur í spádómum, frekar en flestir aðrir svosem, þannig að allar Harmageddon dagsetningar hafa brugðist og þeir víst hættir að festa ártöl í spádómum sínum. Kennir að konan skuli vera manni sínum undirgefin. Staða konunnar er þrepum lægra en karla, þær mega ekki tala á samkomum, leiða samkomur, fara með bænir né sinna öðrum slíkum opinberum embættum, nema að þær séu með höfuðklút til að staðfesta undirgefni sína. Hefur það í stefnunni að mennta ekki börnin sín. Þegar ég ólst upp innan safnaðarins var svo stutt í Harmageddon að það tók því ekki að mennta sig. Það skyldi bíða betri tíma. Fordæmir samkynhneigð. Hvernig getur nokkur maður varið kenningu sem útskúfar einstaklingi af þeirri ástæðu að hann fæðist með aðra kynhneigð en maður sjálfur? Víst hafa samkynhneigðir orðið fyrir aðkasti í aldanna rás, en að hópur fólks á 21. öldinni innræti börnum sínum afdráttarlaust umburðarleysi gagnvart samkynhneigð og samkynhneigðum tekur út yfir allan þjófabálk. Ekki verður framhjá því litið að þegar heilt samfélag tekur sig saman um að leggja fæð á einn einstakling, þegar heill söfnuður fær fyrirmæli frá sínum andlegu leiðtogum um að hunsa einn úr sínum hópi með öllu, virða hann ekki viðlits frekar en að hann hefði aldrei verið til, þá eru slíkar öfgafullar aðgerðir á pari við einelti á hæsta stigi og hrópleg brot á mannréttindalögum. Öllum er ljóst að samkynhneigt fólk fæðist samkynhneigt, rétt eins og örvhentir fæðast örvhentir og rauðhærðir rauðhærðir. Þegar ég fyllti raðir Vottanna voru safnaðarmeðlimir að undanskilinni trúnni í engu frábrugðnir öðrum og geri ég ráð fyrir að svo sé enn. Því er það í raun rannsóknarefni, hvernig fólk með venjulega dómgreind getur haldið því fram og trúað því í hjarta sínu að það fólk sem fæðist samkynhneigt sé forsmáð af almættinu, undanskilið náð guðs og velþóknun. Þarna eiga Vottarnir verk að vinna og Varðturnsfélagið þarf að ná betri tengingu við skaparann. Höfundur ólst upp í Vottunum og yfirgaf söfnuðinn á þrítugsaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Hinsegin Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana má sjá stiklu á netinu sem Vottar Jehóva vilja kalla kennsluefni, en er ekkert annað en áróður fyrir ansi fornri og satt að segja brenglaðri trúarhugmynd. Hugmyndafræðin byggist á biblíunni, bók um hinn einstaklega óblíða og oft og tíðum miskunnarlausa guð sem tilbeðinn er í trúarbrögðum gyðinga og kristinna. Þessi algóði guð er krefjandi faðir sem krefst skilyrðislausrar hlíðni, afdráttarlaus er hann og refsiglaður, á það samt til að vera kærleiksríkur, en umfram allt réttlátur. Hann er reyndar höfundur þess réttlætis. Vottarnir aðgreina sig frá öðrum bibliutrúarbrögðum m.a. með því að leggja ofuráherslu á gyðinglegt heiti guðsins, Jahwe eða Jehóva. Trúarbrögðin Vottar Jehóva verða ekki til fyrr en upp úr miðri þarsíðustu öld. Mörg trúaratriðin verða til í tímans rás, eins og t.d höfnum á jólahaldi og afælisdögum sem tekin er upp á þriðja áratug síðustu aldar. Höfuðáherslan var alla tíð lögð á endurkomu Krists sem konungs á himni árið 1914 og innan einnar mannsævi frá þeim atburði áttu ragnarök undir biblíuheitinu Harmageddon að útrýma öllum á jörðinni nema Vottunum. Þó að kjarninn í kenningunni hafi brugðist, þar sem Harmageddon reið bara alls ekki yfir, þá hanga trúarbrögðin á stagbættum og endurgerðum kenningum úr smiðju fáeinna þraungsýnna öldungu í miðstöð trúarbragðanna við eystri enda Brooklin brúar í Brooklin í NY. Skoðanir og hugmyndafræði þessara óforbetranlegu kerfiskarla eru stórisannleikur Votta Jehóva og móttekur söfnuðurinn hugaróra þessara örfáu sjálhverfu einstrenginga sem „guðlegan“ sannleik, enda innblásnir af almættinu. Eða hvernig má það vera að þessi hópur fólks boði kenningu sem: Heldur því fram að við fæðumst öll syndug. Lítið ómálga barn er skv kenningu Vottanna syndug manneskja. Bannar fólki að þiggja blóðgjöf í læknisaðgerð, þó líf liggi við Bannar fólki að taka þátt í kosningum á þeirri forsendu að fyrir 2.000 árum sagði Kristur sitt ríki ekki vera af þessum heimi. Bannar fólki að fagna jólum og afmælum. Vottarnir héldu þó jól til ársins 1926, m.a. voru höfuðstöðvarnar skreyttar og hátíðamatur á borðum. Því hefur verið haldið fram að Joseph Rutherford, forseta félagsins hafi leiðst allt þetta tilstand og því bara ákveðið að banna jólahald og afmælisdaga með. Sem heimilar „öldungum“, sem sé völdum karlpeningi úr söfnuðinum, að hnýsast í ástarmál unga fólksins, taka þá á teppið sem þeir telja að hafi gerst sekir um jafn siðlaust athæfi og kynlíf fyrir hjónaband. Veita fólkinu opinbera áminningu á samkomu safnaðarins fyrir gjörninginn eða jafnvel reka viðkomandi úr söfnuðinum, „sjái hann ekki að sér“ og rjúfa þannig tengsl unglingsins við fjölskyldu sína og vini innan safnaðarins. Heldur á lofti þeirri kenningu að Harmageddon muni eyða öllum jarðarbúum nema Vottunum. Síðan munu þeir lifa í eilífri hamingju á jörðinni og meira að segja rándýrin verða grasætur. Þetta er ekkert grín, þessu trúir blessað fólkið sem aðhyllist kenningu Vottanna. Reyndar átti þetta að vera löngu afstaðið, en söfnuðurinn hefur ekki verið sérstaklega sleipur í spádómum, frekar en flestir aðrir svosem, þannig að allar Harmageddon dagsetningar hafa brugðist og þeir víst hættir að festa ártöl í spádómum sínum. Kennir að konan skuli vera manni sínum undirgefin. Staða konunnar er þrepum lægra en karla, þær mega ekki tala á samkomum, leiða samkomur, fara með bænir né sinna öðrum slíkum opinberum embættum, nema að þær séu með höfuðklút til að staðfesta undirgefni sína. Hefur það í stefnunni að mennta ekki börnin sín. Þegar ég ólst upp innan safnaðarins var svo stutt í Harmageddon að það tók því ekki að mennta sig. Það skyldi bíða betri tíma. Fordæmir samkynhneigð. Hvernig getur nokkur maður varið kenningu sem útskúfar einstaklingi af þeirri ástæðu að hann fæðist með aðra kynhneigð en maður sjálfur? Víst hafa samkynhneigðir orðið fyrir aðkasti í aldanna rás, en að hópur fólks á 21. öldinni innræti börnum sínum afdráttarlaust umburðarleysi gagnvart samkynhneigð og samkynhneigðum tekur út yfir allan þjófabálk. Ekki verður framhjá því litið að þegar heilt samfélag tekur sig saman um að leggja fæð á einn einstakling, þegar heill söfnuður fær fyrirmæli frá sínum andlegu leiðtogum um að hunsa einn úr sínum hópi með öllu, virða hann ekki viðlits frekar en að hann hefði aldrei verið til, þá eru slíkar öfgafullar aðgerðir á pari við einelti á hæsta stigi og hrópleg brot á mannréttindalögum. Öllum er ljóst að samkynhneigt fólk fæðist samkynhneigt, rétt eins og örvhentir fæðast örvhentir og rauðhærðir rauðhærðir. Þegar ég fyllti raðir Vottanna voru safnaðarmeðlimir að undanskilinni trúnni í engu frábrugðnir öðrum og geri ég ráð fyrir að svo sé enn. Því er það í raun rannsóknarefni, hvernig fólk með venjulega dómgreind getur haldið því fram og trúað því í hjarta sínu að það fólk sem fæðist samkynhneigt sé forsmáð af almættinu, undanskilið náð guðs og velþóknun. Þarna eiga Vottarnir verk að vinna og Varðturnsfélagið þarf að ná betri tengingu við skaparann. Höfundur ólst upp í Vottunum og yfirgaf söfnuðinn á þrítugsaldri.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun