Reykjavíkurborg hunsi úthverfin þegar kemur að fegrun Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2022 13:31 Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar voru afhentar af borgarstjórn miðvikudaginn 19. október. Tæplega sjötíu prósent af Fegrunarviðurkenningum Reykjavíkurborgar síðustu tíu ár hefur farið til lóða í Miðborginni eða Vesturbænum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir að úthverfin séu oftar en ekki skilin eftir. Þau hafa fengið einungis tæp tíu prósent viðurkenninga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, vakti athygli á málinu á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í bókun hennar við afgreiðslu viðurkenninganna segir hún að það þurfi að leggja áherslu á að dreifa valinu betur. „Það hefur verið lenska meirihlutans að einblína á ákveðinn miðsvæðis hring og hér er það enn og aftur gert. Reykjavík er stærri en einn miðsvæðisblettur. Aftur er spurt af hverju ekki megi horfa til annarra hverfa, t.d. Breiðholts, Árbæjar og Grafarvogs, ekki síst þegar kemur að vali fyrir falleg hús og lóðir,“ segir í bókun Kolbrúnar. 43 á móti sex Þessi gagnrýni Kolbrúnar á við rök að styðjast en frá árinu 2013 hafa 63 lóðir hlotið Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Lóðir í Miðborginni eða Vesturbænum hafa fengið 43 þeirra, 68 prósent allra viðurkenninga. Úthverfi borgarinnar, Árbær, Breiðholt, Grafarholt, Grafarvogur og Úlfarsárdalur, hafa einungis fengið sex þessara viðurkenninga. Tvær fóru til Árbæjar, báðar vegna lóða við Hádegismóa, þrjár til Breiðholtsins, tvær fyrir Maríubakka og ein fyrir Engjasel, og ein til Grafarvogs fyrir Starengi. Miðborgin og Vesturbærin skara af þegar kemur að viðurkenningum fyrir fegrun.Vísir/Kristján „Að fá viðurkenningu af þessu tagi er hvatning fyrir fólk til að fegra umhverfi sitt. Hugmynd Flokks fólksins um að velja mætti eitt hús í hverju hverfi til að veita viðurkenningu hefur í tvígang verið lögð fram en hefur ekki náð eyrum skipulagsyfirvalda. Virkja mætti íbúðaráðin í þessu sambandi eða kalla eftir með skýrari hætti tilnefningum úr öllum hverfum,“ segir Kolbrún enn fremur. Elstu húsin í Miðborg og Vesturbæ Borgarráðsfulltrúar meirihlutans í borgarstjórn segja að fegrunarviðurkenningarnar gangi út á að lyfta þeim verkefnum í endurgerð húsa og lóða þar sem vandað hefur verið til verka. „Eins og gefur að skilja eru flest húsaverkefnin í miðborginni þar sem elstu húsin eru. Þá eru einnig veittar viðurkenningar fyrir endurgerð lóða og lóðafrágang sem miðast ekki endilega við miðborgina,“ segir í bókun meirihlutans frá fundi borgarráðs. Verðlaunin í ár fóru til Freyjugötu 41, Nauthólsvegar 83, Stýrimannastígs 9, Mjóstræti 6 og Vesturgötu 51A. Einungis Nauthólsvegur er ekki í hverfi 101 og er í hverfi 102. Reykjavík Borgarstjórn Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, vakti athygli á málinu á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í bókun hennar við afgreiðslu viðurkenninganna segir hún að það þurfi að leggja áherslu á að dreifa valinu betur. „Það hefur verið lenska meirihlutans að einblína á ákveðinn miðsvæðis hring og hér er það enn og aftur gert. Reykjavík er stærri en einn miðsvæðisblettur. Aftur er spurt af hverju ekki megi horfa til annarra hverfa, t.d. Breiðholts, Árbæjar og Grafarvogs, ekki síst þegar kemur að vali fyrir falleg hús og lóðir,“ segir í bókun Kolbrúnar. 43 á móti sex Þessi gagnrýni Kolbrúnar á við rök að styðjast en frá árinu 2013 hafa 63 lóðir hlotið Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Lóðir í Miðborginni eða Vesturbænum hafa fengið 43 þeirra, 68 prósent allra viðurkenninga. Úthverfi borgarinnar, Árbær, Breiðholt, Grafarholt, Grafarvogur og Úlfarsárdalur, hafa einungis fengið sex þessara viðurkenninga. Tvær fóru til Árbæjar, báðar vegna lóða við Hádegismóa, þrjár til Breiðholtsins, tvær fyrir Maríubakka og ein fyrir Engjasel, og ein til Grafarvogs fyrir Starengi. Miðborgin og Vesturbærin skara af þegar kemur að viðurkenningum fyrir fegrun.Vísir/Kristján „Að fá viðurkenningu af þessu tagi er hvatning fyrir fólk til að fegra umhverfi sitt. Hugmynd Flokks fólksins um að velja mætti eitt hús í hverju hverfi til að veita viðurkenningu hefur í tvígang verið lögð fram en hefur ekki náð eyrum skipulagsyfirvalda. Virkja mætti íbúðaráðin í þessu sambandi eða kalla eftir með skýrari hætti tilnefningum úr öllum hverfum,“ segir Kolbrún enn fremur. Elstu húsin í Miðborg og Vesturbæ Borgarráðsfulltrúar meirihlutans í borgarstjórn segja að fegrunarviðurkenningarnar gangi út á að lyfta þeim verkefnum í endurgerð húsa og lóða þar sem vandað hefur verið til verka. „Eins og gefur að skilja eru flest húsaverkefnin í miðborginni þar sem elstu húsin eru. Þá eru einnig veittar viðurkenningar fyrir endurgerð lóða og lóðafrágang sem miðast ekki endilega við miðborgina,“ segir í bókun meirihlutans frá fundi borgarráðs. Verðlaunin í ár fóru til Freyjugötu 41, Nauthólsvegar 83, Stýrimannastígs 9, Mjóstræti 6 og Vesturgötu 51A. Einungis Nauthólsvegur er ekki í hverfi 101 og er í hverfi 102.
Reykjavík Borgarstjórn Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira