Miðnætursöngvar Taylor Swift opinbera þráhugsanir og drauma Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. október 2022 16:29 Hér má sjá titla þrettán upprunalegu lagana. Taylor Swift/Instagram Ný plata Taylor Swift „Midnights“ birtist á helstu tónlistarveitum í nótt. Platan er stútfull af nýjum lögum, nánar til tekið tuttugu talsins. Platan einkennist af einskonar rafpoppi og er uppfull af einstakri textasmíð Swift sem aðdáendur og aðrir áhugasamir ættu að geta tengt við. Síðustu tvær plötur sem Swift hefur gefið út hafa verið nýjar upptökur af eldri plötum og er nýja platan því velkomin tilbreyting. Aðdáendur Swift, alla jafna kallaðir Swifties, hafa beðið eftir plötunni með mikilli eftirvæntingu. Swift tilkynnti útgáfu nýju plötunnar í lok ágústmánaðar. Þegar platan var kynnt lýsti Swift henni sem samansafni laga sem samin voru á miðnætti, sögum af ógnvænlegum stundum og draumórum. „Sögur af þrettán svefnlausum nóttum frá mismunandi stigum lífs míns,“ skrifaði Swift. Platan átti upprunalega að innihalda þrettán lög en eins og aðdáendur Swift vita þá er þrettán happatala hennar. Þremur klukkustundum eftir að platan kom á helstu tónlistarveitur sendi Swift frá sér tíst þar sem hún sagði að það hefðu verið „önnur lög sem skrifuð voru á leiðinni að þessum töfrandi þrettán.“ Í kjölfarið var lengri útgáfa plötunnar sett á Spotify og inniheldur sú útgáfa heil tuttugu lög. Platan greinir frá allskyns næturstundum og fer úr því að vera rómantísk og ljúf yfir í að vera þung og dularfull. Það var þó ekki nóg fyrir tónlistarkonuna heldur birtist fyrsta tónlistarmyndband plötunnar á YouTube í morgun. Myndbandið er gert við lagið „Anti-Hero“ og bauð Swift aðdáendum sínum að sjá senur úr matröðum sínum og þráhugsunum raungerast. Myndbandið má sjá hér að ofan. Í myndbandinu má til dæmis sjá framtíðar „börn“ Swift syrgja andlát hennar þegar hún er orðin öldruð kona. Þegar erfðaskrá hennar er lesin upp kemur í ljós að hún lét öll auðæfi sín, fyrir utan 13 sent, renna til katta sinna; Meredith Grey Swift, Oliviu Benson Swift og Benjamins Button Swift. Kettirnir eru allir nefndir eftir persónum úr sjónvarpsþáttum eða bíómyndum. Meredith Grey úr Grey's Anatomy, Oliviu Benson úr Law and Order og Benjamin Button úr The Curious Case of Benjamin Button. Hér að neðan má sjá Swift ásamt kettinum Oliviu. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) „Tónlist Taylor Swift er gjöf til heimsins“ Viðbrögð Swifties við nýju plötunni hafa ekki látið á sér standa. Af tístum sumra að dæma hefur platan hitt þau harkalega í hjartastað. me with midnights by taylor swift pic.twitter.com/7PF6Z9XhnO— t (@swifterous) October 20, 2022 I love that Taylor Swift s work is always a reminder that feelings don t expire. You can reminisce over a relationship that happened years ago. You can be haunted by no one wanting to play with you as a kid. You can want revenge for those that wronged you in high school.— Meet Sav at Midnight (@SavLovesSwift) October 21, 2022 Rithöfundurinn John Green segir tónlist Swift gjöf til heimsins. Leikkonan Reese Witherspoon lýsti yfir eftirvæntingu sinni stuttu áður en platan kom út. Taylor Swift's music is such a gift to the world, and the way she fosters community is so brilliant, and I love Midnights, and everyone should be able to love what and whom they love earnestly and without irony or cynicism or apology.— John Green (@johngreen) October 21, 2022 Might have watched this 20x times ! Let's go @taylorswift13 https://t.co/iguDt49qJH— Reese Witherspoon (@ReeseW) October 21, 2022 Spurningin er hvort platan veki jafn mikla lukku meðal þeirra sem eru ekki gallharðir aðdáendur tónlistarkonunnar. Nú dæmir hver fyrir sig en hægt er að hlusta á lengri útgáfu plötunnar hér fyrir neðan. Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Platan „Midnights“ væntanleg frá Taylor Swift í október Á VMA verðlaunahátíðinni í gær tilkynnti ástsæla söngkonan Taylor Swift að ný plata væri á leiðinni. Síðustu tvær plötur Swift hafa verið endurútgáfur af eldri plötum vegna deila um eignarhald á hennar eldri tónlist. 29. ágúst 2022 21:30 Taylor Swift fékk doktorsgráðu frá New York University Söngkonan Taylor Swift hélt ræðu í gær fyrir útskriftarnema New York University. Í leiðinni tók hún við sérstakri heiðursdoktorsgráðu í listum frá skólanum. 19. maí 2022 11:01 Hvað er svona merkilegt við All Too Well og nýju plötuna hennar Taylor? Níu árum eftir útgáfu Red, einnar vinsælustu plötu poppstjörnunnar Taylor Swift, hefur hún gefið plötuna út að nýju. Red (Taylor's Version) hefur verið mál málanna meðal netverja frá því að hún kom út á föstudag og ný stuttmynd við lagið All Too Well hefur skekið samfélag netverja. 15. nóvember 2021 09:45 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Síðustu tvær plötur sem Swift hefur gefið út hafa verið nýjar upptökur af eldri plötum og er nýja platan því velkomin tilbreyting. Aðdáendur Swift, alla jafna kallaðir Swifties, hafa beðið eftir plötunni með mikilli eftirvæntingu. Swift tilkynnti útgáfu nýju plötunnar í lok ágústmánaðar. Þegar platan var kynnt lýsti Swift henni sem samansafni laga sem samin voru á miðnætti, sögum af ógnvænlegum stundum og draumórum. „Sögur af þrettán svefnlausum nóttum frá mismunandi stigum lífs míns,“ skrifaði Swift. Platan átti upprunalega að innihalda þrettán lög en eins og aðdáendur Swift vita þá er þrettán happatala hennar. Þremur klukkustundum eftir að platan kom á helstu tónlistarveitur sendi Swift frá sér tíst þar sem hún sagði að það hefðu verið „önnur lög sem skrifuð voru á leiðinni að þessum töfrandi þrettán.“ Í kjölfarið var lengri útgáfa plötunnar sett á Spotify og inniheldur sú útgáfa heil tuttugu lög. Platan greinir frá allskyns næturstundum og fer úr því að vera rómantísk og ljúf yfir í að vera þung og dularfull. Það var þó ekki nóg fyrir tónlistarkonuna heldur birtist fyrsta tónlistarmyndband plötunnar á YouTube í morgun. Myndbandið er gert við lagið „Anti-Hero“ og bauð Swift aðdáendum sínum að sjá senur úr matröðum sínum og þráhugsunum raungerast. Myndbandið má sjá hér að ofan. Í myndbandinu má til dæmis sjá framtíðar „börn“ Swift syrgja andlát hennar þegar hún er orðin öldruð kona. Þegar erfðaskrá hennar er lesin upp kemur í ljós að hún lét öll auðæfi sín, fyrir utan 13 sent, renna til katta sinna; Meredith Grey Swift, Oliviu Benson Swift og Benjamins Button Swift. Kettirnir eru allir nefndir eftir persónum úr sjónvarpsþáttum eða bíómyndum. Meredith Grey úr Grey's Anatomy, Oliviu Benson úr Law and Order og Benjamin Button úr The Curious Case of Benjamin Button. Hér að neðan má sjá Swift ásamt kettinum Oliviu. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) „Tónlist Taylor Swift er gjöf til heimsins“ Viðbrögð Swifties við nýju plötunni hafa ekki látið á sér standa. Af tístum sumra að dæma hefur platan hitt þau harkalega í hjartastað. me with midnights by taylor swift pic.twitter.com/7PF6Z9XhnO— t (@swifterous) October 20, 2022 I love that Taylor Swift s work is always a reminder that feelings don t expire. You can reminisce over a relationship that happened years ago. You can be haunted by no one wanting to play with you as a kid. You can want revenge for those that wronged you in high school.— Meet Sav at Midnight (@SavLovesSwift) October 21, 2022 Rithöfundurinn John Green segir tónlist Swift gjöf til heimsins. Leikkonan Reese Witherspoon lýsti yfir eftirvæntingu sinni stuttu áður en platan kom út. Taylor Swift's music is such a gift to the world, and the way she fosters community is so brilliant, and I love Midnights, and everyone should be able to love what and whom they love earnestly and without irony or cynicism or apology.— John Green (@johngreen) October 21, 2022 Might have watched this 20x times ! Let's go @taylorswift13 https://t.co/iguDt49qJH— Reese Witherspoon (@ReeseW) October 21, 2022 Spurningin er hvort platan veki jafn mikla lukku meðal þeirra sem eru ekki gallharðir aðdáendur tónlistarkonunnar. Nú dæmir hver fyrir sig en hægt er að hlusta á lengri útgáfu plötunnar hér fyrir neðan.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Platan „Midnights“ væntanleg frá Taylor Swift í október Á VMA verðlaunahátíðinni í gær tilkynnti ástsæla söngkonan Taylor Swift að ný plata væri á leiðinni. Síðustu tvær plötur Swift hafa verið endurútgáfur af eldri plötum vegna deila um eignarhald á hennar eldri tónlist. 29. ágúst 2022 21:30 Taylor Swift fékk doktorsgráðu frá New York University Söngkonan Taylor Swift hélt ræðu í gær fyrir útskriftarnema New York University. Í leiðinni tók hún við sérstakri heiðursdoktorsgráðu í listum frá skólanum. 19. maí 2022 11:01 Hvað er svona merkilegt við All Too Well og nýju plötuna hennar Taylor? Níu árum eftir útgáfu Red, einnar vinsælustu plötu poppstjörnunnar Taylor Swift, hefur hún gefið plötuna út að nýju. Red (Taylor's Version) hefur verið mál málanna meðal netverja frá því að hún kom út á föstudag og ný stuttmynd við lagið All Too Well hefur skekið samfélag netverja. 15. nóvember 2021 09:45 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Platan „Midnights“ væntanleg frá Taylor Swift í október Á VMA verðlaunahátíðinni í gær tilkynnti ástsæla söngkonan Taylor Swift að ný plata væri á leiðinni. Síðustu tvær plötur Swift hafa verið endurútgáfur af eldri plötum vegna deila um eignarhald á hennar eldri tónlist. 29. ágúst 2022 21:30
Taylor Swift fékk doktorsgráðu frá New York University Söngkonan Taylor Swift hélt ræðu í gær fyrir útskriftarnema New York University. Í leiðinni tók hún við sérstakri heiðursdoktorsgráðu í listum frá skólanum. 19. maí 2022 11:01
Hvað er svona merkilegt við All Too Well og nýju plötuna hennar Taylor? Níu árum eftir útgáfu Red, einnar vinsælustu plötu poppstjörnunnar Taylor Swift, hefur hún gefið plötuna út að nýju. Red (Taylor's Version) hefur verið mál málanna meðal netverja frá því að hún kom út á föstudag og ný stuttmynd við lagið All Too Well hefur skekið samfélag netverja. 15. nóvember 2021 09:45