Íslenska í ensku hagkerfi Einar Freyr Elínarson og Tomasz Chochołowicz skrifa 21. október 2022 13:00 Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Ef ekki væri fyrir allan þann fjölda erlendra íbúa sem hingað hafa flutt víðs vegar að úr heiminum þá hefðum við aldrei komist á þann stað sem við erum á í dag. Þrátt fyrir eldgos, jarðhræringar og heimsfaraldur þá hefur ferðaþjónustan haldið áfram að vaxa og dafna. Líklega er þetta líka í fyrsta skipti frá því að sjávarþorp spruttu upp meðfram sjávarströndinni sem markviss atvinnuuppbygging á sér stað í dreifðum byggðum. Þessari þróun fylgja ýmsar áskoranir. Við þurfum að stórauka framboð af íbúðarhúsnæði og það þarf að auka þjónustuframboð samhliða íbúafjölgun víðs vegar um landið. Eins þurfum við að takast á við umfangsmiklar samfélagsbreytingar. Mýrdalshreppur setti þess vegna nýlega á fót enskumælandi ráð til þess að gefa öllum íbúum raunverulegan kost til þess að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Framtakið er kannski umdeilanlegt í hugum sumra en í okkar huga þurftum við að nálgast málin af raunsæi og sanngirni gagnvart íbúunum okkar. Allt tal um að það sé bara sjálfsagður hlutur að leggja það á sig að læra íslensku þegar maður flytur hingað til lands til að starfa í ferðaþjónustu lýsir miklu skilningsleysi á aðstæðum fólks. Menningar- og viðskiptaráðherra hefur talsvert rætt þær breytingar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á síðustu árum. Ísland býr orðið við ferðaþjónustuhagkerfi og ferðaþjónustan er að langmestu leyti enskumælandi atvinnugrein. Nýleg grein eftir formann Íslenskrar málnefndar vakti verðskuldaða athygli. Þar var lýst þeirri ógn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir vegna þeirra samfélagsbreytinga sem áður var lýst. Greinin er raunsæ nálgun á viðfangsefnið og við fögnum þessari umræðu. Verði engu breytt þá er líklega hárrétt að fáir hvatar verða fyrir flesta innflytjendur sem starfa við ferðaþjónustu til þess að læra íslensku. Eigi íslenskunámi alltaf að fylgja vinnutap eða minni tími frá fjölskyldu og vinum þá verður þróunin líklega mjög hæg eða í öfuga átt. Við skorum á ríkisstjórnina og Alþingi að bregðast við með því að stórauka framlög til fjölmenningarmála sem miða að því að bæta aðgengi að íslenskunámi og innleiða hvata fyrir starfsfólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu þannig að raunveruleg breyting muni eiga sér stað. Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er líklega sú: þykir okkur nægilega vænt um tungumálið okkar til þess að við séum tilbúin að fjárfesta í því? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps Tomasz Chochołowicz formaður Enskumælandi ráðs í Mýrdalshreppi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim. Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Ef ekki væri fyrir allan þann fjölda erlendra íbúa sem hingað hafa flutt víðs vegar að úr heiminum þá hefðum við aldrei komist á þann stað sem við erum á í dag. Þrátt fyrir eldgos, jarðhræringar og heimsfaraldur þá hefur ferðaþjónustan haldið áfram að vaxa og dafna. Líklega er þetta líka í fyrsta skipti frá því að sjávarþorp spruttu upp meðfram sjávarströndinni sem markviss atvinnuuppbygging á sér stað í dreifðum byggðum. Þessari þróun fylgja ýmsar áskoranir. Við þurfum að stórauka framboð af íbúðarhúsnæði og það þarf að auka þjónustuframboð samhliða íbúafjölgun víðs vegar um landið. Eins þurfum við að takast á við umfangsmiklar samfélagsbreytingar. Mýrdalshreppur setti þess vegna nýlega á fót enskumælandi ráð til þess að gefa öllum íbúum raunverulegan kost til þess að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Framtakið er kannski umdeilanlegt í hugum sumra en í okkar huga þurftum við að nálgast málin af raunsæi og sanngirni gagnvart íbúunum okkar. Allt tal um að það sé bara sjálfsagður hlutur að leggja það á sig að læra íslensku þegar maður flytur hingað til lands til að starfa í ferðaþjónustu lýsir miklu skilningsleysi á aðstæðum fólks. Menningar- og viðskiptaráðherra hefur talsvert rætt þær breytingar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á síðustu árum. Ísland býr orðið við ferðaþjónustuhagkerfi og ferðaþjónustan er að langmestu leyti enskumælandi atvinnugrein. Nýleg grein eftir formann Íslenskrar málnefndar vakti verðskuldaða athygli. Þar var lýst þeirri ógn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir vegna þeirra samfélagsbreytinga sem áður var lýst. Greinin er raunsæ nálgun á viðfangsefnið og við fögnum þessari umræðu. Verði engu breytt þá er líklega hárrétt að fáir hvatar verða fyrir flesta innflytjendur sem starfa við ferðaþjónustu til þess að læra íslensku. Eigi íslenskunámi alltaf að fylgja vinnutap eða minni tími frá fjölskyldu og vinum þá verður þróunin líklega mjög hæg eða í öfuga átt. Við skorum á ríkisstjórnina og Alþingi að bregðast við með því að stórauka framlög til fjölmenningarmála sem miða að því að bæta aðgengi að íslenskunámi og innleiða hvata fyrir starfsfólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu þannig að raunveruleg breyting muni eiga sér stað. Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er líklega sú: þykir okkur nægilega vænt um tungumálið okkar til þess að við séum tilbúin að fjárfesta í því? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps Tomasz Chochołowicz formaður Enskumælandi ráðs í Mýrdalshreppi
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun