Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 10:18 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi en í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að réttindi þeirra sem fá synjun um alþjóðlega vernd falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa örlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Kristrún telur frumvarpið ekki til bóta. „Ég held að stóra myndin sé sú að þetta frumvarp tekur einfaldlega ekki á þeim áskorunum sem við erum að eiga við í dag. Við tókum þá eðlilegu ákvörðun að taka á móti hópi fólks á flótta hér í dag, meðal annars út af stríði í Evrópu, og forgangsatriðið á auðvitað að vera að sinna þeirri skuldbindingu vel; til að mynda að styrkja innviðina til þess að taka nógu vel á móti þessum hópi,“ segir Kristrún Hún segir frumvarpið ekki styrkja þá innviði og klári til að mynda ekki rammasamning ríkis við sveitarfélög, sem fjölgi sveitarfélögum sem tekið geta á móti fólki á flótta. „Mér finnst mjög eðlilegt að þjóðin og almenningur vilji vitræna og raunsæja umræðu um þennan málaflokk til lengri tíma. En þessi akút-vandi sem er verið að lýsa í dag, hann verður ekki leystur með þessu frumvarpi. Mér finnst aðalmálið að áherslurnar séu á réttum stöðum þessa dagana – ekki á sérstökum tillögum sem kannski erfitt hefur verið að koma í gegnum þingið – heldur að við setjum áhersluna á þar sem vandinn hefur verið í dag og leysum það innviðamegin,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi en í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að réttindi þeirra sem fá synjun um alþjóðlega vernd falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa örlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Kristrún telur frumvarpið ekki til bóta. „Ég held að stóra myndin sé sú að þetta frumvarp tekur einfaldlega ekki á þeim áskorunum sem við erum að eiga við í dag. Við tókum þá eðlilegu ákvörðun að taka á móti hópi fólks á flótta hér í dag, meðal annars út af stríði í Evrópu, og forgangsatriðið á auðvitað að vera að sinna þeirri skuldbindingu vel; til að mynda að styrkja innviðina til þess að taka nógu vel á móti þessum hópi,“ segir Kristrún Hún segir frumvarpið ekki styrkja þá innviði og klári til að mynda ekki rammasamning ríkis við sveitarfélög, sem fjölgi sveitarfélögum sem tekið geta á móti fólki á flótta. „Mér finnst mjög eðlilegt að þjóðin og almenningur vilji vitræna og raunsæja umræðu um þennan málaflokk til lengri tíma. En þessi akút-vandi sem er verið að lýsa í dag, hann verður ekki leystur með þessu frumvarpi. Mér finnst aðalmálið að áherslurnar séu á réttum stöðum þessa dagana – ekki á sérstökum tillögum sem kannski erfitt hefur verið að koma í gegnum þingið – heldur að við setjum áhersluna á þar sem vandinn hefur verið í dag og leysum það innviðamegin,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34
Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41
Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00