Þrátt fyrir góða byrjun heimakvenna voru það gestirnir frá Eyjum sem höfðu frumkvæðið stærstan hluta fyrri hálfleiks. Eyjakonur náðu forystunni í fyrsta skiptið í stöðunni 4-5 og juku forskot sitt jafnt og þétt fram að hálfleikshléi, en ÍBV leiddi með fimm mörkum þegar gengið var til búningsklefa, 11-16.
Heimakonur vöknuðu þó til lífsins á ný í síðari hálfleik og minnkuðu muninn hægt og bítandi. Eyjakonur héldu forskoti sínu þó út leikinn og unnu að lokum með minnsta mun, 23-24.
ÍBV situr nú í þriðja sæti deildarinnar með sex stig, en Haukar sitja í 6.-7. sæti með tvö stig.