Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 16:40 Myndin er tekin við verðlaunaafhendingu í New York árið 2020. Getty/Zanni/McMullan Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. Rushdie er 75 ára gamall og var meðal annars lýstur réttdræpur í Íran á níunda áratugnum eftir að hafa gefið út skáldsöguna Söngvar Satans. Bókin hefur alla tíð vakið mikla reiði heittrúaðra múslima. Í Íran er bókin stranglega bönnuð vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Umboðsmaður rithöfundarins, Andrew Wylie, segir þá reglulega hafa rætt um hættuna sem Rushdie hefur verið talinn í. Hann hefur mátt sæta stöðugum lífslátshótunum síðustu áratugi. Rithöfundurinn sagði í viðtali tæpum tveimur vikum fyrir árásina að hann bæri höfuðið hátt og tilfinningin væri sú að hættan væri hjá liðin. Umboðsmaðurinn segir í samtali við El País að árásin hafi verið svo skyndileg að engin leið hafi verið að koma í veg fyrir hana. Lítið hefur verið gefið upp um ástand rithöfundarins, þar til nú, en Wylie vildi ekki gefa upp hvort Rushdie lægi enn á sjúkrahúsi. Mestu máli skipti að hann væri á lífi. „[Sárin] voru djúp og hann hefur einnig misst sjón á öðru auga. Hann hlaut þrjú alvarleg stungusár á hálsi og var stunginn 15 sinnum í brjóst og búk. Hann hlaut einnig taugaskemmdir á hönd eftir stungusár og hefur misst allan mátt í hendinni,“ segir hann við spænska dagblaðið. Meintur árásarmaður, Hadi Matar, var leiddur fyrir dóm í ágúst en hann hefur neitað sök. Um 2.500 manns fylgdust með þegar árásarmaðurinn ruddist upp á svið og stakk rithöfundinn. Matar var handtekinn af lögregluþjóni á vettvangi. Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Rushdie er 75 ára gamall og var meðal annars lýstur réttdræpur í Íran á níunda áratugnum eftir að hafa gefið út skáldsöguna Söngvar Satans. Bókin hefur alla tíð vakið mikla reiði heittrúaðra múslima. Í Íran er bókin stranglega bönnuð vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Umboðsmaður rithöfundarins, Andrew Wylie, segir þá reglulega hafa rætt um hættuna sem Rushdie hefur verið talinn í. Hann hefur mátt sæta stöðugum lífslátshótunum síðustu áratugi. Rithöfundurinn sagði í viðtali tæpum tveimur vikum fyrir árásina að hann bæri höfuðið hátt og tilfinningin væri sú að hættan væri hjá liðin. Umboðsmaðurinn segir í samtali við El País að árásin hafi verið svo skyndileg að engin leið hafi verið að koma í veg fyrir hana. Lítið hefur verið gefið upp um ástand rithöfundarins, þar til nú, en Wylie vildi ekki gefa upp hvort Rushdie lægi enn á sjúkrahúsi. Mestu máli skipti að hann væri á lífi. „[Sárin] voru djúp og hann hefur einnig misst sjón á öðru auga. Hann hlaut þrjú alvarleg stungusár á hálsi og var stunginn 15 sinnum í brjóst og búk. Hann hlaut einnig taugaskemmdir á hönd eftir stungusár og hefur misst allan mátt í hendinni,“ segir hann við spænska dagblaðið. Meintur árásarmaður, Hadi Matar, var leiddur fyrir dóm í ágúst en hann hefur neitað sök. Um 2.500 manns fylgdust með þegar árásarmaðurinn ruddist upp á svið og stakk rithöfundinn. Matar var handtekinn af lögregluþjóni á vettvangi.
Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37
Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48
Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25