Köstuðu kartöflumús á málverk Monet Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 06:43 Mótmælendurnir límdu hendur sínar við vegginn eftir að þeir köstuðu stöppunni á verkið. AP/Letzte Generation Franski listmálarinn Claude Monet er orðinn nýjasta viðfangsefni loftslagsaðgerðasinna en þýskir aktívistar köstuðu kartöflumús á verk eftir málarann á Potsdam safninu í Berlín í gær. Þetta er annað klassíska málverkið sem verður fyrir barðinu á matvælamótmælum á stuttum tíma. Tveir meðlimir breska loftslagsaðgerðahópsins Just Stop Oil helltu fyrir tíu dögum síðan tómatsúpu eftir málverkið Sólblóm eftir Vincent Van Gogh í National Gallery safninu í Lundúnum. Í gær gengu tveir meðlimir þýska aðgerðahópsins Síðasta kynslóðin (þ. Letzte Generation) inn í Barberini safnið og köstuðu kartöflumús yfir Heysáturnar, Les Meules, eftir Monet. Strax á eftir límdu aðgerðasinnarnir hendur sínar fastar við vegginn við hlið verksins. Að sögn aðgerðasinnanna áttu mótmælin að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsvána að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Wir machen diesen #Monet zur Bühne und die Öffentlichkeit zum Publikum.Wenn es ein Gemälde braucht – mit #Kartoffelbrei beworfen – , damit die Gesellschaft sich wieder erinnert, dass der fossile Kurs uns alle umbringt:Dann geben wir euch #Kartoffelbrei auf einem Gemälde! https://t.co/TN1dFKsi94— Letzte Generation (@AufstandLastGen) October 23, 2022 „Við lifum á tímum loftslagshörmunga og þið eruð öll hrædd við smá tómatsúpu eða kartöflustöppu á málverki. Vitið þið hvað ég er hrædd við? Ég er hrædd vegna þess að vísindin segja okkur að árið 2050 munum við ekki hafa nægan mat til að gefa fjölskyldum okkar að borða,“ sagði annar mótmælendanna í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu Letzte Generation. „Þarf virkilega kartöflustöppu á málverki til að þið farið að hlusta? Þetta málverk verður einskis virði ef við þurfum að slást yfir mat. Hvenær ætlið þið virkilega að hlusta? Hvenær munuð þið hlusta og hætta að lifa lífinu eins og ekkert sé að?“ Fram kemur í tilkynningu frá Potsdam safninu að málverkið var verndað af glerhjúp og því hafi málverkið ekki liðið neinar raunverulegar skemmdir. Þá hafi lögregla verið fljót að mæta á staðinn og það hafi reynst nokkuð auðvelt að losa hendur mótmælendanna frá veggnum. Þýskaland Loftslagsmál Myndlist Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Tveir meðlimir breska loftslagsaðgerðahópsins Just Stop Oil helltu fyrir tíu dögum síðan tómatsúpu eftir málverkið Sólblóm eftir Vincent Van Gogh í National Gallery safninu í Lundúnum. Í gær gengu tveir meðlimir þýska aðgerðahópsins Síðasta kynslóðin (þ. Letzte Generation) inn í Barberini safnið og köstuðu kartöflumús yfir Heysáturnar, Les Meules, eftir Monet. Strax á eftir límdu aðgerðasinnarnir hendur sínar fastar við vegginn við hlið verksins. Að sögn aðgerðasinnanna áttu mótmælin að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsvána að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Wir machen diesen #Monet zur Bühne und die Öffentlichkeit zum Publikum.Wenn es ein Gemälde braucht – mit #Kartoffelbrei beworfen – , damit die Gesellschaft sich wieder erinnert, dass der fossile Kurs uns alle umbringt:Dann geben wir euch #Kartoffelbrei auf einem Gemälde! https://t.co/TN1dFKsi94— Letzte Generation (@AufstandLastGen) October 23, 2022 „Við lifum á tímum loftslagshörmunga og þið eruð öll hrædd við smá tómatsúpu eða kartöflustöppu á málverki. Vitið þið hvað ég er hrædd við? Ég er hrædd vegna þess að vísindin segja okkur að árið 2050 munum við ekki hafa nægan mat til að gefa fjölskyldum okkar að borða,“ sagði annar mótmælendanna í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu Letzte Generation. „Þarf virkilega kartöflustöppu á málverki til að þið farið að hlusta? Þetta málverk verður einskis virði ef við þurfum að slást yfir mat. Hvenær ætlið þið virkilega að hlusta? Hvenær munuð þið hlusta og hætta að lifa lífinu eins og ekkert sé að?“ Fram kemur í tilkynningu frá Potsdam safninu að málverkið var verndað af glerhjúp og því hafi málverkið ekki liðið neinar raunverulegar skemmdir. Þá hafi lögregla verið fljót að mæta á staðinn og það hafi reynst nokkuð auðvelt að losa hendur mótmælendanna frá veggnum.
Þýskaland Loftslagsmál Myndlist Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira