Símtöl til Bretlands geta kostað formúu ef menn passa sig ekki Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2022 10:49 Ef menn eru sér ekki meðvitaðir um breytinguna sem orðið hefur á fyrirkomulagi símtala til og frá Bretlandi og gæta sín gætu þeir hæglega kjaftað sig í gjaldþrot. Getty Brexit hefur þegar haft ýmis áhrif á Bretland og á þá sem eiga í samskiptum við breska heimsveldið. Ef menn passa sig ekki gæti kostað skildinginn að tala í síma á Bretlandseyjum. Margir sem ferðuðust til Evrópu á árum áður minnast þess með hrolli að hafa fengið ævintýralega háan símreikning ef þeir gáðu ekki að sér og töluðu frjálslega í síma við landa sína heima. Aðild Íslands að EES-samningnum breytti þessu hins vegar og 2017 féllu sérstök reikigjöld niður innan EES-svæðisins. Sem þýddi einfaldlega að Íslendingar gátu hringt innan þess svæðis eins og um innanlandssímtöl væri að ræða. Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, breytir hins vegar ýmsu og nú er staðan sú að símtöl Íslendinga þaðan og þangað geta kostað sitt. Arnór Fannar Theódórsson vörustjóri hjá Vodafone mætti í Bítið í morgun og útskýrði þetta fyrir þáttastjórnendum sem vöktu máls á að á Bretlandi er fólk nú að upplifa mestu verðhækkanir í manna minnum, eða í ein 42 ár. Harður vetur er framundan og þetta á við um símtölin eins og ýmislegt annað. Arnór Fannar sagði að sú breyting, sem kom til framkvæmda 1. október, hafi komið flatt upp á ýmsa viðskiptavini þó Vodafone hafi lagt mikið í að kynna hvað í vændum væri. Fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir en símaglaðir gá ekki að sér eins og með því að kaupa sérstakt daggjald sem nemur 990 krónum þá getur reikningurinn orðið hár. Mínútugjald er 33 krónur og ef menn eru staddir í Bretlandi og símreikningurinn getur því orðið fljótur að bólgna ef menn eru málglaðir. Þáttastjórnandi Bítisins vildi fá nánari útlistun á fyrirkomulaginu og setti upp dæmi; ef hann hringdi í vin sinn og hefði ekki hugmynd um að sá væri í Bretlandi, það kæmi ekki í ljós fyrr en eftir 20 mínútna símtal, hvort hann væri þá í vondum málum? Nei, það er ekki svo, að sögn Arnórs. Hins vegar gæti sá sem móttekur símtalið þurft að reiða fram fúlgur. „Hann er ábyrgur fyrir kostnaðinum og getur þá valið um að svara ekki símtalinu. Þú ert hins vegar að hringja eins og þú sért að hringja innan Íslands,“ sagði Arnór Fannar. Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt á Vodafone. Neytendur Fjarskipti Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Margir sem ferðuðust til Evrópu á árum áður minnast þess með hrolli að hafa fengið ævintýralega háan símreikning ef þeir gáðu ekki að sér og töluðu frjálslega í síma við landa sína heima. Aðild Íslands að EES-samningnum breytti þessu hins vegar og 2017 féllu sérstök reikigjöld niður innan EES-svæðisins. Sem þýddi einfaldlega að Íslendingar gátu hringt innan þess svæðis eins og um innanlandssímtöl væri að ræða. Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, breytir hins vegar ýmsu og nú er staðan sú að símtöl Íslendinga þaðan og þangað geta kostað sitt. Arnór Fannar Theódórsson vörustjóri hjá Vodafone mætti í Bítið í morgun og útskýrði þetta fyrir þáttastjórnendum sem vöktu máls á að á Bretlandi er fólk nú að upplifa mestu verðhækkanir í manna minnum, eða í ein 42 ár. Harður vetur er framundan og þetta á við um símtölin eins og ýmislegt annað. Arnór Fannar sagði að sú breyting, sem kom til framkvæmda 1. október, hafi komið flatt upp á ýmsa viðskiptavini þó Vodafone hafi lagt mikið í að kynna hvað í vændum væri. Fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir en símaglaðir gá ekki að sér eins og með því að kaupa sérstakt daggjald sem nemur 990 krónum þá getur reikningurinn orðið hár. Mínútugjald er 33 krónur og ef menn eru staddir í Bretlandi og símreikningurinn getur því orðið fljótur að bólgna ef menn eru málglaðir. Þáttastjórnandi Bítisins vildi fá nánari útlistun á fyrirkomulaginu og setti upp dæmi; ef hann hringdi í vin sinn og hefði ekki hugmynd um að sá væri í Bretlandi, það kæmi ekki í ljós fyrr en eftir 20 mínútna símtal, hvort hann væri þá í vondum málum? Nei, það er ekki svo, að sögn Arnórs. Hins vegar gæti sá sem móttekur símtalið þurft að reiða fram fúlgur. „Hann er ábyrgur fyrir kostnaðinum og getur þá valið um að svara ekki símtalinu. Þú ert hins vegar að hringja eins og þú sért að hringja innan Íslands,“ sagði Arnór Fannar. Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt á Vodafone.
Neytendur Fjarskipti Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent