Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Eyjólfur Ármannsson skrifar 24. október 2022 13:30 Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. Þannig tryggja stjórnvöld að almannatryggingarþegar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í viðræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rökstudda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin tryggi ofangreint. Hér er þörf á réttarbót enda býr alltof margt fólk úr þessum hópum við kjör sem duga ekki fyrir nauðþurftum eða brýnustu framfærslu. Nú eru fulltrúar vinnuveitenda og launþega í þann mund að hefja viðræður um gerð kjarasamninga. Stærsti einstaki kjarasamningurinn, lífskjarasamningurinn, rennur út 1. nóvember næstkomandi. Fjölmörg fordæmi eru fyrir því að ríkisstjórnin hafi aðkomu að kjaraviðræðum þegar um er að ræða víðfeðma samninga milli fjölda samtaka, bæði launþega og vinnuveitenda. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að gerð lífskjarasamninganna árið 2019 er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þá gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að ráðist yrði í ýmsar aðgerðir, að upphæð 80 milljarðar kr., á gildistíma lífskjarasamninganna, til að styðja við markmið þeirra um stöðugleika og bætt kjör launafólks. Kjaragliðnun um tugi prósenta! Í 69. gr. laga um almannatryggingar segir að bætur almannatrygginga skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir þau skýru lagafyrirmæli hafa fjárhæðir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár og nú mælist samansöfnuð kjaragliðnun í tugum prósenta! ASÍ hefur ítrekað bent á það í umsögnum við fjárlög að það sé með öllu óásættanlegt að kjör elli- og örorkulífeyrisþega dragist aftur úr öðrum lágtekjuhópum og mælist til þess að bætur almannatrygginga taki hækkunum til samræmis við lægstu laun á vinnumarkaði. Án verkfallsréttar – án kjarabóta Öryrkjar og ellilífeyrisþegar geta ekki nýtt sér verkfallsrétt til að krefjast kjarabóta. Það hefur tvímælalaust áhrif á þróun kjara þeirra, enda hefur ríkisstjórn eftir ríkisstjórn virt mannréttindi þeirra svo gott sem að vettugi. Það er í senn nauðsynlegt og eðlilegt að fulltrúar öryrkja og ellilífeyrisþega eigi sæti við borðið í samningaviðræðum milli ríkis, launþega og vinnuveitenda um kaup og kjör í landinu. Sagan sýnir að í slíkum viðræðum eru iðulega teknar veigamiklar ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna, sem varða hagsmuni allra landsmanna, og því ber ríkinu að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Aukin verðbólga muni bitna mest á þessum hópum öryrkja og aldaðra. Þátttaka og virkni í samfélaginu án skerðinga Mikilvægt er að almannatryggingakerfið tryggi lágmarksframfærslu og að skerðingarreglur læsi ekki fólk í fátæktargildru. Heimila á öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Hækka á frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna og leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Hvetja á einstaklinginn til sjálfsbjargar og aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Afar mikilvægt er að sátt náist í samfélaginu í komandi kjarasamningsviðræðum, ekki aðeins milli fulltrúa vinnumarkaðarins og ríkisins, heldur einnig lífeyrisþega. Slík sátt myndi skapa grundvöll fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu, þar sem allir eru fullir þátttakendur. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Kjaramál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. Þannig tryggja stjórnvöld að almannatryggingarþegar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í viðræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rökstudda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin tryggi ofangreint. Hér er þörf á réttarbót enda býr alltof margt fólk úr þessum hópum við kjör sem duga ekki fyrir nauðþurftum eða brýnustu framfærslu. Nú eru fulltrúar vinnuveitenda og launþega í þann mund að hefja viðræður um gerð kjarasamninga. Stærsti einstaki kjarasamningurinn, lífskjarasamningurinn, rennur út 1. nóvember næstkomandi. Fjölmörg fordæmi eru fyrir því að ríkisstjórnin hafi aðkomu að kjaraviðræðum þegar um er að ræða víðfeðma samninga milli fjölda samtaka, bæði launþega og vinnuveitenda. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að gerð lífskjarasamninganna árið 2019 er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þá gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að ráðist yrði í ýmsar aðgerðir, að upphæð 80 milljarðar kr., á gildistíma lífskjarasamninganna, til að styðja við markmið þeirra um stöðugleika og bætt kjör launafólks. Kjaragliðnun um tugi prósenta! Í 69. gr. laga um almannatryggingar segir að bætur almannatrygginga skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir þau skýru lagafyrirmæli hafa fjárhæðir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár og nú mælist samansöfnuð kjaragliðnun í tugum prósenta! ASÍ hefur ítrekað bent á það í umsögnum við fjárlög að það sé með öllu óásættanlegt að kjör elli- og örorkulífeyrisþega dragist aftur úr öðrum lágtekjuhópum og mælist til þess að bætur almannatrygginga taki hækkunum til samræmis við lægstu laun á vinnumarkaði. Án verkfallsréttar – án kjarabóta Öryrkjar og ellilífeyrisþegar geta ekki nýtt sér verkfallsrétt til að krefjast kjarabóta. Það hefur tvímælalaust áhrif á þróun kjara þeirra, enda hefur ríkisstjórn eftir ríkisstjórn virt mannréttindi þeirra svo gott sem að vettugi. Það er í senn nauðsynlegt og eðlilegt að fulltrúar öryrkja og ellilífeyrisþega eigi sæti við borðið í samningaviðræðum milli ríkis, launþega og vinnuveitenda um kaup og kjör í landinu. Sagan sýnir að í slíkum viðræðum eru iðulega teknar veigamiklar ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna, sem varða hagsmuni allra landsmanna, og því ber ríkinu að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Aukin verðbólga muni bitna mest á þessum hópum öryrkja og aldaðra. Þátttaka og virkni í samfélaginu án skerðinga Mikilvægt er að almannatryggingakerfið tryggi lágmarksframfærslu og að skerðingarreglur læsi ekki fólk í fátæktargildru. Heimila á öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Hækka á frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna og leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Hvetja á einstaklinginn til sjálfsbjargar og aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Afar mikilvægt er að sátt náist í samfélaginu í komandi kjarasamningsviðræðum, ekki aðeins milli fulltrúa vinnumarkaðarins og ríkisins, heldur einnig lífeyrisþega. Slík sátt myndi skapa grundvöll fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu, þar sem allir eru fullir þátttakendur. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar