Gamli þjálfarinn segir útilokað að Halep hafi viljandi notað lyfin Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 16:31 Darren Cahill ræðir við Simonu Halep á móti árið 2020. Hún hafði þá unnið risamót tvö síðustu ár á undan. Getty/Paul Kane Fyrrverandi þjálfari rúmensku tennisstjörnunnar Simonu Halep segir útilokað að hún hafi viljandi neytt ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Halep féll á lyfjaprófi sem tekið var á US Open fyrr á þessu ári. Hún reyndist hafa innbyrt lyfið Roxadustat og er komin í keppnisbann þar til að dæmt verður í máli hennar. Halep, sem er 31 árs, hefur unnið tvö risamót á sínum ferli en hún fagnað sigri á Opna franska árið 2018 og á Wimbledon-mótinu árið 2019. Þjálfari hennar til sex ára, Darren Cahill, skrifaði langa færslu á Instagram í gær þar sem hann sagði engar líkur á því að Halep hefði viljandi neytt ólöglegra lyfja. „Hún er íþróttakona sem var áhyggjufull gagnvart öllum lyfjum sem að læknar skrifuðu upp á fyrir hana (sem gerðist sjaldan), og gagnvart öllum fæðubótarefnum sem hún innbyrti,“ skrifaði Cahill með mynd af þeim Halep. „Simona ofnotaði orðin „vinsamlegast tékkið aftur á þessu og í þriðja sinn til að ganga úr skugga um að þetta sé löglegt, öruggt og leyft. Ef að þið eruð ekki viss, þá tek ég þetta ekki“,“ skrifaði Cahill. „Mjög árangursrík dópunaraðferð“ Halep var tilkynnt um lyfjaprófið 7. október og nýtti rétt sinn til þess að B-sýni væri skoðað en niðurstaðan úr því var sú sama. Í tilkynningu frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna segir um Rocadustat: „Íþróttamenn geta notað þessar vörur til að fjölga rauðum blóðkornum, sem er mjög árangursrík dópunaraðferð sem eykur súrefnisinntöku til vöðvanna til að auka árangur.“ Halep var nálægt því að hætta árið 2021 en sneri aftur til keppni á þessu ári Hún féll úr keppni í fyrstu umferð á US Open í ágúst, eftir að hafa tapað í þremur settum gegn Daria Snigur sem þá var í 124. sæti heimslistans. Eftir að hafa staðfest niðurstöður lyfjaprófsins skrifaði hún á samfélagsmiðlum: „Í dag hefst erfiðasti leikur ævi minnar: barátta fyrir sannleikanum.“ Núverandi þjálfari Halep, Patrick Mouratoglou, tók undir skrifin og sagðist styðja hana alla leið. Tennis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Halep féll á lyfjaprófi sem tekið var á US Open fyrr á þessu ári. Hún reyndist hafa innbyrt lyfið Roxadustat og er komin í keppnisbann þar til að dæmt verður í máli hennar. Halep, sem er 31 árs, hefur unnið tvö risamót á sínum ferli en hún fagnað sigri á Opna franska árið 2018 og á Wimbledon-mótinu árið 2019. Þjálfari hennar til sex ára, Darren Cahill, skrifaði langa færslu á Instagram í gær þar sem hann sagði engar líkur á því að Halep hefði viljandi neytt ólöglegra lyfja. „Hún er íþróttakona sem var áhyggjufull gagnvart öllum lyfjum sem að læknar skrifuðu upp á fyrir hana (sem gerðist sjaldan), og gagnvart öllum fæðubótarefnum sem hún innbyrti,“ skrifaði Cahill með mynd af þeim Halep. „Simona ofnotaði orðin „vinsamlegast tékkið aftur á þessu og í þriðja sinn til að ganga úr skugga um að þetta sé löglegt, öruggt og leyft. Ef að þið eruð ekki viss, þá tek ég þetta ekki“,“ skrifaði Cahill. „Mjög árangursrík dópunaraðferð“ Halep var tilkynnt um lyfjaprófið 7. október og nýtti rétt sinn til þess að B-sýni væri skoðað en niðurstaðan úr því var sú sama. Í tilkynningu frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna segir um Rocadustat: „Íþróttamenn geta notað þessar vörur til að fjölga rauðum blóðkornum, sem er mjög árangursrík dópunaraðferð sem eykur súrefnisinntöku til vöðvanna til að auka árangur.“ Halep var nálægt því að hætta árið 2021 en sneri aftur til keppni á þessu ári Hún féll úr keppni í fyrstu umferð á US Open í ágúst, eftir að hafa tapað í þremur settum gegn Daria Snigur sem þá var í 124. sæti heimslistans. Eftir að hafa staðfest niðurstöður lyfjaprófsins skrifaði hún á samfélagsmiðlum: „Í dag hefst erfiðasti leikur ævi minnar: barátta fyrir sannleikanum.“ Núverandi þjálfari Halep, Patrick Mouratoglou, tók undir skrifin og sagðist styðja hana alla leið.
Tennis Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum