Rúnar: „Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega" Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2022 22:01 Rúnar Kristinsson er ósáttur við hegðun Kjartans Henrys og sættir sig ekki við þá gagnrýni sem hann hefur látið uppi um félagið, liðsfélaga sína og starfsfólk KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, tjáði sig um málefni Kjartans Henrys Finnbogasonar eftir jafntefli KR gegn Víkingi í kvöld. „Málefni Kjartans Henrys hafa farið á flug og það er ekki eitthvað sem ég eða félagið vildi og hann ekki heldur held ég. KR hafði hug á því að framlengja samning sinn við Kjartan Henry á breyttum forsendum," sagði Rúnar. „Kjartan Henry skrifaði undir samning þess efnis að fyrri samningi hans við KR yrði sagt upp fyrir leikinn við Breiðablik. Ég stóð í þeirri trú að það hefði verið gert til þess að virkja ákvæði um að breyta samningnum en fékk svo upplýsingar um það eftir leikinn við Breiðablik að leikmannasamningnum hefði verið sagt upp. Í ljósi twitter-færslu Kjartans Henrys daginn fyrir leikinn við Breiðablik þar sem hann ýjaði að ákveðnum hlutum ákvað ég að hafa hann ekki í hópnum í þeim leik og hann hefur ekki æft með liðinu síðan," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun mála. Ekki ætlunin að ljúga eftir leikinn við Blika „Það var ekki ætlun mín að ljúga í viðtalinu sem var tekið við mig eftir leikinn við Breiðablik, ég einfaldlega vissi ekki betur. Í kjölfarið fer Kjartan Henry í viðtöl þar sem hann sakar mig um að hafa ekki valið sig í lið vegna einhvers ákvæði í samning hans við félagið. Ég kann ekki við það að vera sakaður um slíkt og það er fjarri sannleikanum," sagði hann. „Eina sem ég er að hugsa um er að vinna fótboltaleiki sem þjálfari KR og ég vel besta liðið til þess að gera slík. Ég vel þá leikmenn sem standa sig best á æfingum og í leikjum og haga sér almennilega. Því miður hefur það verið svo í sumar að Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi. Slíkt kann ég ekki að meta," sagði Rúnar. „Eins og sakir standa er Kjartan Henry ekki að æfa með KR og félagið og hann eru að hugsa málið varðandi næstu skref. Kjartan Henry óskaði eftir tíma til þess að fara yfir stöðuna og svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér þessu erfiða máli," sagði hann um framhaldið. Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Sjá meira
„Málefni Kjartans Henrys hafa farið á flug og það er ekki eitthvað sem ég eða félagið vildi og hann ekki heldur held ég. KR hafði hug á því að framlengja samning sinn við Kjartan Henry á breyttum forsendum," sagði Rúnar. „Kjartan Henry skrifaði undir samning þess efnis að fyrri samningi hans við KR yrði sagt upp fyrir leikinn við Breiðablik. Ég stóð í þeirri trú að það hefði verið gert til þess að virkja ákvæði um að breyta samningnum en fékk svo upplýsingar um það eftir leikinn við Breiðablik að leikmannasamningnum hefði verið sagt upp. Í ljósi twitter-færslu Kjartans Henrys daginn fyrir leikinn við Breiðablik þar sem hann ýjaði að ákveðnum hlutum ákvað ég að hafa hann ekki í hópnum í þeim leik og hann hefur ekki æft með liðinu síðan," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun mála. Ekki ætlunin að ljúga eftir leikinn við Blika „Það var ekki ætlun mín að ljúga í viðtalinu sem var tekið við mig eftir leikinn við Breiðablik, ég einfaldlega vissi ekki betur. Í kjölfarið fer Kjartan Henry í viðtöl þar sem hann sakar mig um að hafa ekki valið sig í lið vegna einhvers ákvæði í samning hans við félagið. Ég kann ekki við það að vera sakaður um slíkt og það er fjarri sannleikanum," sagði hann. „Eina sem ég er að hugsa um er að vinna fótboltaleiki sem þjálfari KR og ég vel besta liðið til þess að gera slík. Ég vel þá leikmenn sem standa sig best á æfingum og í leikjum og haga sér almennilega. Því miður hefur það verið svo í sumar að Kjartan Henry hefur ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi. Slíkt kann ég ekki að meta," sagði Rúnar. „Eins og sakir standa er Kjartan Henry ekki að æfa með KR og félagið og hann eru að hugsa málið varðandi næstu skref. Kjartan Henry óskaði eftir tíma til þess að fara yfir stöðuna og svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér þessu erfiða máli," sagði hann um framhaldið.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Sjá meira