Iniesta: Oft var besti tími dagsins þegar ég gleypti pillu og lagðist í rúmið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 10:30 Andres Iniesta kvaddi spænska landsliðið á HM 2018 eftir að hafa spilað 131 landsleik. EPA-EFE/ARMANDO BABANI Spænska knattspyrnugoðsögnin Andrés Iniesta sagði frá glímu sinni við þunglyndi í hlaðvarpsþættinum „The Wild Project“ og það var frekar sláandi að hlusta á eina af stærstu stjörnum sinnar kynslóðar tala um andlega glímu sína utan vallar. Iniesta er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og með spænska landsliðinu en þessi 38 ára gamli miðjumaður er enn að spila fótbolta í Japan með liði Vissel Kobe. Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona og vann 35 titla með félaginu en fór til Japans árið 2018 og hefur nú spilað yfir hundrað leiki fyrir Vissel Kobe. Andrés Iniesta: "When I was struggling with depression, my most enjoyable part of the day was when I took my pill and went to sleep at night. You lose joy from life, from everything. I hugged my wife, but it felt like hugging a pillow. You feel nothing." pic.twitter.com/jT1kdQo4Nq— Football Tweet (@Football__Tweet) October 22, 2022 Í viðtalinu talaði Iniesta um þunglyndi sitt og það oft hafi besti tími dagsins verið þegar hann gleypti pillu og lagðist í rúmið. „Ég fer enn í sálfræðimeðferð til að friða hugann. Ég nýt þess að hlusta á fagfólk tala um andlega heilsu og þunglyndi. Þú segir við sjálfan þig: Þetta er ekki þú, þetta er líkaminn þinn en þú átt ekkert líf, upplifir enga gleði og hefur enga orku,“ sagði Andrés Iniesta. „Þegar ég var að glíma við þunglyndi þá var oft ánægjulegasti tími dagsins þegar ég gleypti pilluna mína og lagðist í rúmið. Þú tapar lífsgleðinni og allri ánægju í þínu lífi. Ég faðmaði konuna mína en mér fannst ég vera að faðma kodda. Þú finnur ekkert,“ sagði Iniesta. Iniesta viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Barcelona og aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Iniesta, sobre su depresión "No podía estar ni media hora sobre el césped y Guardiola me ayudó"https://t.co/kEcZP0vhH0— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) October 20, 2022 „Þetta er ekki spurning um efnislega hluti. Ég hefði getað átt alla bíla í heimi og allt sem mig langaði í en það væri samt erfitt að eiga við hlutina í daglega lífinu,“ sagði Iniesta. Samningur hans við Vissel Kobe rennur út sumarið 2024. Þá verður hann orðinn fertugur og sér fyrir sér heimkomu til Katalóníu. „Ég vil snúa aftur til Barcelona sem annaðhvort þjálfari eða íþróttastjóri,“ sagði Iniesta. Andrés Iniesta spilaði alls 674 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum frá 2002 til 2018. Hann varð níu sinnum spænskur meistari með félaginu, sex sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann vann líka þrjá stóra titla með spænska landsliðinu, tvo Evrópumeistaratitla og svo heimsmeistaratitilinn 2010 þar sem Iniesta skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Iniesta er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og með spænska landsliðinu en þessi 38 ára gamli miðjumaður er enn að spila fótbolta í Japan með liði Vissel Kobe. Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona og vann 35 titla með félaginu en fór til Japans árið 2018 og hefur nú spilað yfir hundrað leiki fyrir Vissel Kobe. Andrés Iniesta: "When I was struggling with depression, my most enjoyable part of the day was when I took my pill and went to sleep at night. You lose joy from life, from everything. I hugged my wife, but it felt like hugging a pillow. You feel nothing." pic.twitter.com/jT1kdQo4Nq— Football Tweet (@Football__Tweet) October 22, 2022 Í viðtalinu talaði Iniesta um þunglyndi sitt og það oft hafi besti tími dagsins verið þegar hann gleypti pillu og lagðist í rúmið. „Ég fer enn í sálfræðimeðferð til að friða hugann. Ég nýt þess að hlusta á fagfólk tala um andlega heilsu og þunglyndi. Þú segir við sjálfan þig: Þetta er ekki þú, þetta er líkaminn þinn en þú átt ekkert líf, upplifir enga gleði og hefur enga orku,“ sagði Andrés Iniesta. „Þegar ég var að glíma við þunglyndi þá var oft ánægjulegasti tími dagsins þegar ég gleypti pilluna mína og lagðist í rúmið. Þú tapar lífsgleðinni og allri ánægju í þínu lífi. Ég faðmaði konuna mína en mér fannst ég vera að faðma kodda. Þú finnur ekkert,“ sagði Iniesta. Iniesta viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Barcelona og aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Iniesta, sobre su depresión "No podía estar ni media hora sobre el césped y Guardiola me ayudó"https://t.co/kEcZP0vhH0— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) October 20, 2022 „Þetta er ekki spurning um efnislega hluti. Ég hefði getað átt alla bíla í heimi og allt sem mig langaði í en það væri samt erfitt að eiga við hlutina í daglega lífinu,“ sagði Iniesta. Samningur hans við Vissel Kobe rennur út sumarið 2024. Þá verður hann orðinn fertugur og sér fyrir sér heimkomu til Katalóníu. „Ég vil snúa aftur til Barcelona sem annaðhvort þjálfari eða íþróttastjóri,“ sagði Iniesta. Andrés Iniesta spilaði alls 674 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum frá 2002 til 2018. Hann varð níu sinnum spænskur meistari með félaginu, sex sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann vann líka þrjá stóra titla með spænska landsliðinu, tvo Evrópumeistaratitla og svo heimsmeistaratitilinn 2010 þar sem Iniesta skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum.
Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira