„Skil Kjartan mjög vel að finnast að nærveru hans sé ekki óskað“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2022 09:30 Kjartan Henry Finnbogason var aðeins í byrjunarliði KR í sjö leikjum í Bestu deildinni í ár. Hann hefur ekki mætt til æfinga undanfarið hjá liðinu, eftir að KR nýtti riftunarákvæði í samningi við hann sem tekur gildi eftir tímabilið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kjartan Henry Finnbogason sendi skilaboð til Guðmundar Benediktssonar sem lesin voru upp í beinni útsendingu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem deila hans og knattspyrnudeildar KR var til umræðu. KR nýtti sér glugga til að segja upp samningi við Kjartan fyrr í þessum mánuði og tekur sú uppsögn gildi eftir tímabilið. KR-ingar höfðu þó hug á að halda Kjartani í sínum röðum, með breyttum forsendum, eins og Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði í fróðlegu viðtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld. Kjartan var hins vegar ósáttur eins og sjá mátti af Twitter-færslu sem hann skrifaði degi fyrir leik við Breiðablik, um þarsíðustu helgi, og undanfarið hefur hann ekki æft með KR heldur viljað tíma til að skoða sín mál, að sögn Rúnars. Í viðtali við Rúnar eftir 2-2 jafnteflið við Víking í Bestu deildinni í gær sagðist þjálfarinn ekki kunna við að vera vændur um lygar og vísaði til viðtals við Kjartan Henry, sem gaf í skyn að Rúnar veldi hann ekki í lið KR til að virkja riftunarákvæði í samningi. Sagði Rúnar það jafnframt ekki hafa verið ætlun sína að ljúga í viðtali eftir leikinn við Breiðablik, þar sem hann sagði að Kjartan ætti enn eitt ár eftir af samningi við KR. Hann hefði einfaldlega ekki vitað betur. „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga“ Kjartan horfði á leik KR og Víkings í gær úr stúkunni, ásamt umboðsmanninum Ólafi Garðarssyni. Í skilaboðum sem Kjartan sendi Stúkunni í beinni útsendingu eftir leikinn og viðtalið við Rúnar sagði hann: „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga heldur sagðist ég vera hissa og standa á gati. Af hverju ætti leikmaður að mæta á æfingar þegar það er búið að segja upp leikmannasamningnum?“ Umræðuna um stöðu Kjartans má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um mál Kjartans „Tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi“ Samkvæmt upplýsingum Vísis er samningur Kjartans enn í gildi fram yfir lok leiktíðarinnar, þrátt fyrir að ákvæði til að segja samningum upp hafi verið nýtt. Hefði ákvæðið ekki verið nýtt hefði samningur Kjartans gilt út næsta tímabil. Atli Viðar Björnsson sagði í Stúkunni í gær að mögulega væri eina lausnin sú að Kjartan og KR færu nú í sitt hvora áttina. Það sé skiljanlegt að hann vilji ekki mæta á æfingar: „Ég skil Kjartan mjög vel, ef það er búið að segja upp samningnum hans, að finnast að nærveru hans sé ekki óskað í Vesturbænum og í leikmannahópi KR. Ég tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi,“ sagði Atli. „Maður vorkennir einhvern veginn öllum“ „Mér finnst þetta mjög flókin staða og maður vorkennir einhvern veginn öllum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Bæði þeim í kringum KR og auðvitað Kjartani að vera í þessari stöðu. Þetta er uppeldisfélagið hans og hann vill örugglega ekkert meira, og þeir ekki heldur, en að þetta fari farsælan veg Menn eru auðvitað leiðir og daprir yfir stöðunni en ég skora á Kjartan og KR að finna farsæla lausn. Setjast niður þegar öldurnar hefur aðeins lægt, og finna einhverja lausn sem leikmaðurinn og félagið eru sátt við,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Ég er sammála Rúnari með að svona málum eigi að halda innan félagsins eins og mögulegt er. Auðvitað eru fjölmiðlar að spyrja endalausra spurninga og maður getur verið sár og reiður og misst eitthvað út úr sér. En ég held að það sé alltaf langbest að leysa svona mál innanbúðar og fara sem minnst með þau í þætti eins og þennan.“ Rúnar sagði í viðtalinu í gær að bæði Kjartan og forráðamenn KR væru nú að hugsa málið varðandi næstu skref: „Það er það sem er að gerast. Kjartan er alla vega hættur að æfa. En mögulega er eina lausnin sú að menn takist í hendur og þakki fyrir samstarfið, og Kjartan leiti eitthvert annað,“ sagði Atli Viðar en alla umræðuna má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
KR nýtti sér glugga til að segja upp samningi við Kjartan fyrr í þessum mánuði og tekur sú uppsögn gildi eftir tímabilið. KR-ingar höfðu þó hug á að halda Kjartani í sínum röðum, með breyttum forsendum, eins og Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði í fróðlegu viðtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld. Kjartan var hins vegar ósáttur eins og sjá mátti af Twitter-færslu sem hann skrifaði degi fyrir leik við Breiðablik, um þarsíðustu helgi, og undanfarið hefur hann ekki æft með KR heldur viljað tíma til að skoða sín mál, að sögn Rúnars. Í viðtali við Rúnar eftir 2-2 jafnteflið við Víking í Bestu deildinni í gær sagðist þjálfarinn ekki kunna við að vera vændur um lygar og vísaði til viðtals við Kjartan Henry, sem gaf í skyn að Rúnar veldi hann ekki í lið KR til að virkja riftunarákvæði í samningi. Sagði Rúnar það jafnframt ekki hafa verið ætlun sína að ljúga í viðtali eftir leikinn við Breiðablik, þar sem hann sagði að Kjartan ætti enn eitt ár eftir af samningi við KR. Hann hefði einfaldlega ekki vitað betur. „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga“ Kjartan horfði á leik KR og Víkings í gær úr stúkunni, ásamt umboðsmanninum Ólafi Garðarssyni. Í skilaboðum sem Kjartan sendi Stúkunni í beinni útsendingu eftir leikinn og viðtalið við Rúnar sagði hann: „Ég hef hvergi sagt það að Rúnar Kristinsson hafi verið að ljúga heldur sagðist ég vera hissa og standa á gati. Af hverju ætti leikmaður að mæta á æfingar þegar það er búið að segja upp leikmannasamningnum?“ Umræðuna um stöðu Kjartans má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um mál Kjartans „Tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi“ Samkvæmt upplýsingum Vísis er samningur Kjartans enn í gildi fram yfir lok leiktíðarinnar, þrátt fyrir að ákvæði til að segja samningum upp hafi verið nýtt. Hefði ákvæðið ekki verið nýtt hefði samningur Kjartans gilt út næsta tímabil. Atli Viðar Björnsson sagði í Stúkunni í gær að mögulega væri eina lausnin sú að Kjartan og KR færu nú í sitt hvora áttina. Það sé skiljanlegt að hann vilji ekki mæta á æfingar: „Ég skil Kjartan mjög vel, ef það er búið að segja upp samningnum hans, að finnast að nærveru hans sé ekki óskað í Vesturbænum og í leikmannahópi KR. Ég tel að hann geti ekki tekið því neitt öðruvísi,“ sagði Atli. „Maður vorkennir einhvern veginn öllum“ „Mér finnst þetta mjög flókin staða og maður vorkennir einhvern veginn öllum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Bæði þeim í kringum KR og auðvitað Kjartani að vera í þessari stöðu. Þetta er uppeldisfélagið hans og hann vill örugglega ekkert meira, og þeir ekki heldur, en að þetta fari farsælan veg Menn eru auðvitað leiðir og daprir yfir stöðunni en ég skora á Kjartan og KR að finna farsæla lausn. Setjast niður þegar öldurnar hefur aðeins lægt, og finna einhverja lausn sem leikmaðurinn og félagið eru sátt við,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Ég er sammála Rúnari með að svona málum eigi að halda innan félagsins eins og mögulegt er. Auðvitað eru fjölmiðlar að spyrja endalausra spurninga og maður getur verið sár og reiður og misst eitthvað út úr sér. En ég held að það sé alltaf langbest að leysa svona mál innanbúðar og fara sem minnst með þau í þætti eins og þennan.“ Rúnar sagði í viðtalinu í gær að bæði Kjartan og forráðamenn KR væru nú að hugsa málið varðandi næstu skref: „Það er það sem er að gerast. Kjartan er alla vega hættur að æfa. En mögulega er eina lausnin sú að menn takist í hendur og þakki fyrir samstarfið, og Kjartan leiti eitthvert annað,“ sagði Atli Viðar en alla umræðuna má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira