„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2022 10:28 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Yevgeny Prigozhin, aujöfur og eigandi málaliðahópsins Wagner Group. EPA Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. Þetta segja blaðamenn Washington Post að hafi komið fram í nýlegum upplýsingapakka sem leyniþjónustur Bandaríkjanna afhentu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Ummæli Prigozhin og það að hann hafi í raun getað látið þau falla við Pútín eru talin til marks um aukin umsvif hans og áhrif í Rússlandi. Þau eru einnig til margs um erfiða stöðu stjórnenda hersins eftir slæmt gengi í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar. Auðjöfurinn viðurkenndi nýverið að hann ætti málaliðahópinn umdeilda, Wagner Group, sem hefur verið umsvifamikill í stríðsrekstrinum í Úkraínu frá upprunalegri innrás Rússa árið 2014. Sjá einnig: Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Prigozhin er talinn hafa séð tækifæri á því að auka völd sín í Rússlandi og þá meðal annars á kostnað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Auðjöfurinn hefur reynt að koma þeim skilaboðum á framfæri að hann geti skilað meiri árangri en núverandi stjórnendur hersins og er það sagt hafa skilað árangri en staða Prigozhins í innri hring Pútíns hafði versnað á undanförnum árum. Sjá einnig: Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Ramzan Kadyrov, sem fer með völd í Téténíu, hefur tekið undir opinbera gagnrýni Prigozhins á herinn á undanförnum mánuðum. Ummæli þeirra tveggja eru sögðu eiga þátt í breyttri stefnu Rússa í Úkraínu og fjölgun árása á almenna borgara og innviði Úkraínu á undanförnum vikum. Þeir tveir og aðrir harðlínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að Rússar eigi að svara slæmu gengi á vígvöllum Úkraínu með umfangsmiklum árásum gegn borgurum landsins. Kadyrov sendi í morgun frá sér löng raddskilaboð þar sem hann sagði meðal annars að Rússar ættu að jafna úkraínskar borgir við jörðu. Prigozhin sjálfur neitar því í samskiptum við blaðamenn Washington Post að hafa rætt stríðið við Pútín. Þá vildi hann ekki tjá sig um myndband þar sem málaliðar Wagner eru sagðir þykjast vera venjulegir hermenn og kvarta yfir ömurlegum aðbúnaði í hernum. Wagner gengur ekki vel nærri Bakhmut Málaliðar Wagner Group hafa í margar vikur reynt að ná bænum Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar náð hægum og mjög kostnaðarsömum árangri og hafa sótt að útjaðri borgarinnar. Á undanförnum dögum hefur úkraínskum hermönnum þó tekist að gera vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum og rekið rússneska hermenn og málaliða aftur frá Bakhmut. Hugveitan Institute for the study of war segir að Prigozhin hafi nýverið viððurkennt slæmt gengi við Bakhmut og sagt að hersveitir sínar sæki einungis um hundrað til tvö hundruð metra fram á degi hverjum. Eastern #Ukraine Update:Wagner Group financer Yevgeny Prigozhin acknowledged the slow pace of Wagner Group ground operations around #Bakhmut as #Russian forces continued to lose ground near the city. /2https://t.co/Nk9AjK0Mmj pic.twitter.com/qp7KfAQNwj— ISW (@TheStudyofWar) October 25, 2022 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28 Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. 24. október 2022 22:13 Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. 24. október 2022 09:02 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Þetta segja blaðamenn Washington Post að hafi komið fram í nýlegum upplýsingapakka sem leyniþjónustur Bandaríkjanna afhentu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Ummæli Prigozhin og það að hann hafi í raun getað látið þau falla við Pútín eru talin til marks um aukin umsvif hans og áhrif í Rússlandi. Þau eru einnig til margs um erfiða stöðu stjórnenda hersins eftir slæmt gengi í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar. Auðjöfurinn viðurkenndi nýverið að hann ætti málaliðahópinn umdeilda, Wagner Group, sem hefur verið umsvifamikill í stríðsrekstrinum í Úkraínu frá upprunalegri innrás Rússa árið 2014. Sjá einnig: Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Prigozhin er talinn hafa séð tækifæri á því að auka völd sín í Rússlandi og þá meðal annars á kostnað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Auðjöfurinn hefur reynt að koma þeim skilaboðum á framfæri að hann geti skilað meiri árangri en núverandi stjórnendur hersins og er það sagt hafa skilað árangri en staða Prigozhins í innri hring Pútíns hafði versnað á undanförnum árum. Sjá einnig: Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Ramzan Kadyrov, sem fer með völd í Téténíu, hefur tekið undir opinbera gagnrýni Prigozhins á herinn á undanförnum mánuðum. Ummæli þeirra tveggja eru sögðu eiga þátt í breyttri stefnu Rússa í Úkraínu og fjölgun árása á almenna borgara og innviði Úkraínu á undanförnum vikum. Þeir tveir og aðrir harðlínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að Rússar eigi að svara slæmu gengi á vígvöllum Úkraínu með umfangsmiklum árásum gegn borgurum landsins. Kadyrov sendi í morgun frá sér löng raddskilaboð þar sem hann sagði meðal annars að Rússar ættu að jafna úkraínskar borgir við jörðu. Prigozhin sjálfur neitar því í samskiptum við blaðamenn Washington Post að hafa rætt stríðið við Pútín. Þá vildi hann ekki tjá sig um myndband þar sem málaliðar Wagner eru sagðir þykjast vera venjulegir hermenn og kvarta yfir ömurlegum aðbúnaði í hernum. Wagner gengur ekki vel nærri Bakhmut Málaliðar Wagner Group hafa í margar vikur reynt að ná bænum Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar náð hægum og mjög kostnaðarsömum árangri og hafa sótt að útjaðri borgarinnar. Á undanförnum dögum hefur úkraínskum hermönnum þó tekist að gera vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum og rekið rússneska hermenn og málaliða aftur frá Bakhmut. Hugveitan Institute for the study of war segir að Prigozhin hafi nýverið viððurkennt slæmt gengi við Bakhmut og sagt að hersveitir sínar sæki einungis um hundrað til tvö hundruð metra fram á degi hverjum. Eastern #Ukraine Update:Wagner Group financer Yevgeny Prigozhin acknowledged the slow pace of Wagner Group ground operations around #Bakhmut as #Russian forces continued to lose ground near the city. /2https://t.co/Nk9AjK0Mmj pic.twitter.com/qp7KfAQNwj— ISW (@TheStudyofWar) October 25, 2022
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28 Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. 24. október 2022 22:13 Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. 24. október 2022 09:02 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28
Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. 24. október 2022 22:13
Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. 24. október 2022 09:02
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent