Auknar strandveiðar hafi neikvæð áhrif á stöðugleika og erlenda markaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2022 14:30 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir gríðarlega mikilvægt að stöðuleiki sé á framboði á fiski á erlendum mörkuðum. Óstöðugleiki í framboði á þorski hafi valdið því að hann er allt að þrisvar sinnum ódýrari en eldislax. Ástæðan fyrir þessu sé að veiðiheimildir hafi færst að nokkru leyti frá togurnum til minni útgerða. Vísir/Vilhelm Forstjóri útgerðafyrirtækisins Samherja segir að þrisvar sinnum hærra verð hafi verið greitt fyrir eldislax í Bretlandi og Þýskalandi en íslenskan þorsk. Ástæðan fyrir þessum verðmun sé einkum vegna skorts á stöðugleika í framboði á þorski. Stöðugleikinn hafi minnkað því veiðiheimildir hafi færst í auknum mæli frá stórútgerð til smærri útgerða. Þorsteinn Má Baldvinsson fór yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn var á Hótel Hilton í morgun. Þar kom fram að norskur eldislax er að yfirtaka hillupláss í Bretlandi. Vígi íslensks þorsks sé fallið þar í landi. Verð á norskum eldislaxi sé allt að þrisvar sinnum hærra en verð á íslenskum þorski. Helsta ástæðan fyrir þessu sé skortur á stöðugleika í framboði á þorski en stöðugleiki hafi mikil áhrif á eftirspurn neytenda. „Það sem verslunarkeðjur óska eftir það er stöðugleiki. Það er það sem ég kalla 365. Ef þú vilt vera inn í verslunarkeðju þá þarftu að afhenda vöruna 365 daga á ári. Við verðum að spyrja okkur af hverju er laxinn helmingi dýrari eða þrisvar sinnum dýrari en þorskur? Neytendur eru að greiða fyrir stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að með auknum sumarveiðum eða strandveiðum smærri útgerða hafi aðgangur Samherja að veiðiheimildum minnkað. Það hafi haft áhrif á stöðugleika framboðs á þorski. „Það er ekkert sjálfgefið að við höldum okkar stöðu. Við höfum verið að gera það að undanförnu. En ef á að breyta mikið aðstöðu okkar til veiða þá munum við tapa fjármunum þ.e. við munum missa stöðu sem við höfum haft. Við erum þegar búnir að missa ferskfiskmarkað í verslunarkeðjum í Englandi. Villtur, ferskur fiskur er líka að mestu farinn í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að núverandi þróun á fiskveiðiheimildum hér á landi hafi í raun haft þau áhrif að erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafi styrkst á kostnað þeirra íslensku. „Ég er að benda á að ef það á að færa verulega veiðiheimildir frá stærri aðilum til minni og þær veiðar fara fyrst og fremst yfir sumarið þá styrkir það okkar samkeppnisaðila,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Sjá meira
Þorsteinn Má Baldvinsson fór yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn var á Hótel Hilton í morgun. Þar kom fram að norskur eldislax er að yfirtaka hillupláss í Bretlandi. Vígi íslensks þorsks sé fallið þar í landi. Verð á norskum eldislaxi sé allt að þrisvar sinnum hærra en verð á íslenskum þorski. Helsta ástæðan fyrir þessu sé skortur á stöðugleika í framboði á þorski en stöðugleiki hafi mikil áhrif á eftirspurn neytenda. „Það sem verslunarkeðjur óska eftir það er stöðugleiki. Það er það sem ég kalla 365. Ef þú vilt vera inn í verslunarkeðju þá þarftu að afhenda vöruna 365 daga á ári. Við verðum að spyrja okkur af hverju er laxinn helmingi dýrari eða þrisvar sinnum dýrari en þorskur? Neytendur eru að greiða fyrir stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að með auknum sumarveiðum eða strandveiðum smærri útgerða hafi aðgangur Samherja að veiðiheimildum minnkað. Það hafi haft áhrif á stöðugleika framboðs á þorski. „Það er ekkert sjálfgefið að við höldum okkar stöðu. Við höfum verið að gera það að undanförnu. En ef á að breyta mikið aðstöðu okkar til veiða þá munum við tapa fjármunum þ.e. við munum missa stöðu sem við höfum haft. Við erum þegar búnir að missa ferskfiskmarkað í verslunarkeðjum í Englandi. Villtur, ferskur fiskur er líka að mestu farinn í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að núverandi þróun á fiskveiðiheimildum hér á landi hafi í raun haft þau áhrif að erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafi styrkst á kostnað þeirra íslensku. „Ég er að benda á að ef það á að færa verulega veiðiheimildir frá stærri aðilum til minni og þær veiðar fara fyrst og fremst yfir sumarið þá styrkir það okkar samkeppnisaðila,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Sjá meira