Þreyttur á argaþrasi um sjávarútveg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2022 18:39 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja á Sjávarútvegsdeginum í morgun. Hann er orðinn þreyttur á argaþrasi um veiðigjöld og fleiri mál sem tengjast sjávarútvegi. Vísir/Vilhem Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir hefur ekki verið hærri um árabil en arðgreiðslur námu næstum tuttugu milljörðum króna í fyrra. Veiðigjöldin voru hins vegar lægri en fyrir þremur árum. Forstjóri Samherja segir þreytandi að hlusta á eilífar deilur um veiðigjöld. Þau eigi að vera hófleg. Í fyrra var afkoma um hundrað sjávarútvegsfyrirtækja sem halda á níutíu og fjórum prósentum af heildarkvótanum sú allra besta frá árinu 2015. Samanlagður hagnaður greinarinnar fyrir afskriftir nam um áttatíu og fjórum milljörðum króna. Fyrirtækin greiddu sér samtal um átján komma fimm milljarða króna í arð en tæplega helmingur hans fór til Síldarvinnslunnar og Brims sem eru bæði skráð í Kauphöll Íslands. Greinin greiddi tæplega átta milljarða króna í veiðigjöld á síðasta ári. Athygli vekur að þrátt fyrir góða afkomu eru gjöldin ríflega þremur milljörðum lægri en þremur árum áður. Þetta kom fram á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var á hótel Hilton í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja annars stærsta útgerðarfyrirtækis landsins benti þar á að útgerðin þurfi ekki að greiða veiðigjöld í Noregi. Aðspurður um hvort þetta hafi verið skilaboð til íslenskra stjórnvalda, svarar Þorsteinn. „Nei ég geri ráð fyrir að við greiðum veiðigjöld en þarna er bara tekin mjög skýr stefna. Hér er orðið mjög þreytandi að hlusta á þessar deilur og reyndar að hluta til nánast annan hvern dag. Um veiðigjöldin já og framtíð sjávarútvegs á Íslandi, fyrirkomulag, stærð fyrirtækja og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Veiðigjöldin eigi að vera hófleg En hvað finnst Þorsteini sanngjarnt að sjávarútvegurinn greiði fyrir afnot af sjávarauðlindunum? „Ég tel sé horft til fjárfestingarþarfarinnar í greininni þá verði veiðigjöldin annars vegar að vera hófleg og hins vegar þá verðum við að sjá tuttugu ár fram í tímann.“ Aðspurður um hvort það myndi skapa meiri sátt um sjávarútveginn að Samherji og fleiri stærri fyrirtæki færu á markað svarar Þorsteinn. „Þetta er einn af þeim möguleikum ef það mun skapa meiri sátt þá munu stærri fyrirtækin að sjálfsögðu gera það,“ segir hann. Hefði viljað að greinin hefði meiri aðkomu að heildarendurskoðun Fram hefur komið að verið er að endurskoða löggjöf um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu en von er á tillögum á næstu misserum. Þorsteinn Már segir um þetta: „ Ég hefði talið æskilegt að það væru fleiri frá atvinnugreininni í þessum nefndum, hvort sem það eru sjómenn, fiskverkafólk eða framleiðendur.“ Samherji áformar stóra fiskeldisstöð á Reykjanesi Samherji hefur stundað fiskeldi um nokkra hríð og hyggst færa út kvíarnar eftir nokkur ár. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á Sjávarútvegsdeginum í dag ásamt Þorstein Má Baldvinssyni forstjóra Samherja.Vísir/Vilhem „Samherji hefur lengi verið í fiskeldi, fyrst og fremst í bleikju. Við höfum stóra drauma og förum þetta fyrst og fremst á bjartsýninni. Núna er þetta fyrst og fremst á teikniborðinu og í hugum manna. Við erum með hugmyndir um að byggja stóra landeldisstöð á Reykjanesi og erum mjög stórhuga hvað þetta varðar. Það þarf að koma í ljós hvort að það lánist að fá fjármagn í þetta. Það þarf gríðarlegt áhættufjármagn í þetta. Það kemur í ljós hvort þetta er hægt. Það eru margir aðrir með sömu hugmyndir og við og sömu bjartsýnina. Það eru mörg ár í að þetta verði að veruleika,“ segir Þorsteinn. Fiskistofa hefur ekki gert neinar athugasemdir Samherji er einn stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem tilkynnti um kaup á útgerðarfyrirtækinu Vísi í Þorlákshöfn í sumar. Aðspurður um hvernig það mál stendur svarar Þorsteinn: „Samkeppniseftirlitið á enn þá eftir að úrskurða í málinu.“ Við fréttir af málinu kom í ljós að Samherji á með kaupunum nú aðild að ríflega fjórðung af heildarkvótanum sem er yfir lögbundnu hámarki. Þorsteinn segir að Samherji hafi farið algjörlega að öllum lögum. „Fiskistofa hefur eftirlit með þessu og við höfum farið að öllum lögum í þessu eins og öllu öðru,“ segir Þorsteinn að lokum. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg. 13. september 2022 07:00 Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Í fyrra var afkoma um hundrað sjávarútvegsfyrirtækja sem halda á níutíu og fjórum prósentum af heildarkvótanum sú allra besta frá árinu 2015. Samanlagður hagnaður greinarinnar fyrir afskriftir nam um áttatíu og fjórum milljörðum króna. Fyrirtækin greiddu sér samtal um átján komma fimm milljarða króna í arð en tæplega helmingur hans fór til Síldarvinnslunnar og Brims sem eru bæði skráð í Kauphöll Íslands. Greinin greiddi tæplega átta milljarða króna í veiðigjöld á síðasta ári. Athygli vekur að þrátt fyrir góða afkomu eru gjöldin ríflega þremur milljörðum lægri en þremur árum áður. Þetta kom fram á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var á hótel Hilton í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja annars stærsta útgerðarfyrirtækis landsins benti þar á að útgerðin þurfi ekki að greiða veiðigjöld í Noregi. Aðspurður um hvort þetta hafi verið skilaboð til íslenskra stjórnvalda, svarar Þorsteinn. „Nei ég geri ráð fyrir að við greiðum veiðigjöld en þarna er bara tekin mjög skýr stefna. Hér er orðið mjög þreytandi að hlusta á þessar deilur og reyndar að hluta til nánast annan hvern dag. Um veiðigjöldin já og framtíð sjávarútvegs á Íslandi, fyrirkomulag, stærð fyrirtækja og svo framvegis,“ segir Þorsteinn. Veiðigjöldin eigi að vera hófleg En hvað finnst Þorsteini sanngjarnt að sjávarútvegurinn greiði fyrir afnot af sjávarauðlindunum? „Ég tel sé horft til fjárfestingarþarfarinnar í greininni þá verði veiðigjöldin annars vegar að vera hófleg og hins vegar þá verðum við að sjá tuttugu ár fram í tímann.“ Aðspurður um hvort það myndi skapa meiri sátt um sjávarútveginn að Samherji og fleiri stærri fyrirtæki færu á markað svarar Þorsteinn. „Þetta er einn af þeim möguleikum ef það mun skapa meiri sátt þá munu stærri fyrirtækin að sjálfsögðu gera það,“ segir hann. Hefði viljað að greinin hefði meiri aðkomu að heildarendurskoðun Fram hefur komið að verið er að endurskoða löggjöf um sjávarútveg í matvælaráðuneytinu en von er á tillögum á næstu misserum. Þorsteinn Már segir um þetta: „ Ég hefði talið æskilegt að það væru fleiri frá atvinnugreininni í þessum nefndum, hvort sem það eru sjómenn, fiskverkafólk eða framleiðendur.“ Samherji áformar stóra fiskeldisstöð á Reykjanesi Samherji hefur stundað fiskeldi um nokkra hríð og hyggst færa út kvíarnar eftir nokkur ár. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á Sjávarútvegsdeginum í dag ásamt Þorstein Má Baldvinssyni forstjóra Samherja.Vísir/Vilhem „Samherji hefur lengi verið í fiskeldi, fyrst og fremst í bleikju. Við höfum stóra drauma og förum þetta fyrst og fremst á bjartsýninni. Núna er þetta fyrst og fremst á teikniborðinu og í hugum manna. Við erum með hugmyndir um að byggja stóra landeldisstöð á Reykjanesi og erum mjög stórhuga hvað þetta varðar. Það þarf að koma í ljós hvort að það lánist að fá fjármagn í þetta. Það þarf gríðarlegt áhættufjármagn í þetta. Það kemur í ljós hvort þetta er hægt. Það eru margir aðrir með sömu hugmyndir og við og sömu bjartsýnina. Það eru mörg ár í að þetta verði að veruleika,“ segir Þorsteinn. Fiskistofa hefur ekki gert neinar athugasemdir Samherji er einn stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem tilkynnti um kaup á útgerðarfyrirtækinu Vísi í Þorlákshöfn í sumar. Aðspurður um hvernig það mál stendur svarar Þorsteinn: „Samkeppniseftirlitið á enn þá eftir að úrskurða í málinu.“ Við fréttir af málinu kom í ljós að Samherji á með kaupunum nú aðild að ríflega fjórðung af heildarkvótanum sem er yfir lögbundnu hámarki. Þorsteinn segir að Samherji hafi farið algjörlega að öllum lögum. „Fiskistofa hefur eftirlit með þessu og við höfum farið að öllum lögum í þessu eins og öllu öðru,“ segir Þorsteinn að lokum.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg. 13. september 2022 07:00 Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg. 13. september 2022 07:00
Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. 24. ágúst 2022 19:31
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42
Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða. 11. júlí 2022 17:22
Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent