Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Þórs, en Shahid lék seinast með Cergy-Pontoise í frönsku C-deildinni. Shahid var með tæplega 21 stig að meðaltali í leik í Frakklandi, ásamt því að taka tæp fjögur fráköst og gefa tæpar fjórar stoðsendingar. Þá var hann einnig valinn leikmaður ársins í deildinni.
Shahid lék fyrir North Dakota State háskólann í Bandaríkjunum á háskólaárum sínum, en leikmaðurinn er 24 ára gamall bakvörður.
Þórsarar hafa ekki farið vel af stað í deildinni á tímabilinu, en liðið situr í næst neðsta sæti án stiga eftir þrjá leiki.