Ekki vera rasisti á Hrekkjavökunni Þórarinn Hjartarson skrifar 26. október 2022 09:00 Hrekkjavaka er hátíð af írskum uppruna sem Íslendingar hafa undanfarin ár gert að sinni. Í tilefni af því er mikilvægt að minna á að menning annarra er ekki búningur. Frelsi í búningavali býður þeirri hættu heim að fólk telji sér í trú um að það sé mögulegt að verða hluti af kynþætti sem það hefur hvorki líffræðilega né menningarlega burði til þess að verða. Það heitir að fremja menningarnám. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað og beri virðingu fyrir menningu annarra. Í því felst að aðgreina kynþætti á viðeigandi máta. Hvítir klæði sig ekki eins og Pocahontas eða Black Panther, að asískt fólk klæði sig ekki eins og Superman eða Batman og að þeldökkir klæði sig ekki upp sem persónur úr Frozen eða Rick and Morty. Nú virðast þeir hópar sem eru fórnarlömb menningarnáms ekki telja þetta vera vandamál. Það er sökum þess að hvítþvottur nýlenduríkjanna hefur seytlað inn í menningarheim fórnarlambanna og valdið þeirri viðteknu og varhugaverðu hugmynd að það sé í lagi að klæða sig eins og maður vill. Því er sérstaklega mikilvægt að hvítt fólk vekji athygli á þessu vandamáli hvarvetna á samfélagsmiðlum þar sem þau geta. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að manneskjan sem er vanvirt á þennan máta getur aldrei farið úr sínum búning. Það er því mikilvægt að fólk sé með á hreinu hvaða hópi það tilheyrir og hvaða hópi það tilheyrir ekki, og mun aldrei tilheyra. Munum að klæðast á hrekkjavökunni einvörðungu persónum sem tilheyra sama kynþætti og menningarheimi og við sjálf. Ekki klæða þig upp eins og rasisti á Hrekkjarvökunni. Það er árið 2022. Gerum betur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Hrekkjavaka Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hrekkjavaka er hátíð af írskum uppruna sem Íslendingar hafa undanfarin ár gert að sinni. Í tilefni af því er mikilvægt að minna á að menning annarra er ekki búningur. Frelsi í búningavali býður þeirri hættu heim að fólk telji sér í trú um að það sé mögulegt að verða hluti af kynþætti sem það hefur hvorki líffræðilega né menningarlega burði til þess að verða. Það heitir að fremja menningarnám. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað og beri virðingu fyrir menningu annarra. Í því felst að aðgreina kynþætti á viðeigandi máta. Hvítir klæði sig ekki eins og Pocahontas eða Black Panther, að asískt fólk klæði sig ekki eins og Superman eða Batman og að þeldökkir klæði sig ekki upp sem persónur úr Frozen eða Rick and Morty. Nú virðast þeir hópar sem eru fórnarlömb menningarnáms ekki telja þetta vera vandamál. Það er sökum þess að hvítþvottur nýlenduríkjanna hefur seytlað inn í menningarheim fórnarlambanna og valdið þeirri viðteknu og varhugaverðu hugmynd að það sé í lagi að klæða sig eins og maður vill. Því er sérstaklega mikilvægt að hvítt fólk vekji athygli á þessu vandamáli hvarvetna á samfélagsmiðlum þar sem þau geta. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að manneskjan sem er vanvirt á þennan máta getur aldrei farið úr sínum búning. Það er því mikilvægt að fólk sé með á hreinu hvaða hópi það tilheyrir og hvaða hópi það tilheyrir ekki, og mun aldrei tilheyra. Munum að klæðast á hrekkjavökunni einvörðungu persónum sem tilheyra sama kynþætti og menningarheimi og við sjálf. Ekki klæða þig upp eins og rasisti á Hrekkjarvökunni. Það er árið 2022. Gerum betur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun