Fótbolti

Byrjaður að æfa eftir krabbameinsaðgerð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sébastien Haller er allur að koma til.
Sébastien Haller er allur að koma til. getty/Alexandre Simoes

Sébastien Haller, leikmaður Borussia Dortmund, er byrjaður að æfa á nýjan leik, þremur mánuðum eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna krabbameins.

Haller greindist með krabbamein í eistum í sumar og lagðist í kjölfarið undir hnífinn þar sem meinið var fjarlægt. Eftir það tók við lyfjameðferð. Haller er allur að braggast og undanfarna daga hefur hann æft með Ajax. 

Hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Dortmund en félagið keypti hann frá Ajax í sumar. Haller átti frábært tímabil með Ajax í fyrra og skoraði 34 mörk í öllum keppnum. Hann varð hollenskur meistari með Ajax og markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni með 21 mark.

Ajax keypti Haller frá West Ham United í byrjun síðasta árs. Hann skoraði 47 mörk í 66 leikjum með Ajax og varð tvisvar hollenskur meistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu.

Dortmund tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með markalausu jafntefli gegn Manchester City í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×