Orkuskiptin Heiðar Guðjónsson skrifar 27. október 2022 08:00 Mannkynið hefur unnið ötullega að orkuskiptum um langt skeið. Allt frá því manninum tókst að hagnýta sér eldinn hefur orkumyndun þróast, en aldrei hraðar en nú. Eftir að kol leystu timbur að mestu af hólmi komu olía og gas, sem leiddu af sér margfalt hreinni bruna og vistvænni orku. Þegar Edison kynnir rafmagnið fyrir rúmri öld er síðan hægt að nýta enn fleiri orkugjafa, vatn, vind, sól og kjarnorku sem enn bættu orkuframleiðsluna. Sagan er skýrt dæmi um það að einn orkugjafi leiðir til annars yfir tíma en þróunin gerist ekki í stökkum. Tíðarandinn virðist ekki vilja líta til sögu orkuskipta, heldur hafa stjórnmálamenn freistast til að ætla að stökkbreyta orkubúskapnum með mjög misráðnum aðgerðum. Skýrasta dæmið um þetta er að finna í Evrópu sem sér fram á meiri háttar rýrnun lífsgæða í vetur og næstu árin ásamt auknum útblæstri koltvísýrings því verið er að kveikja aftur á gömlum kolaorkuverum sem menga allt að hundraðfalt á við gasorkuver. Firringin er mikil í Evrópu. Þar er ekki strax hafist handa við vinnslu á gasi úr steini (e. fracking) þó úr einni stærstu gaslind heims, Groningen í Hollandi, sé unnt að vinna gríðarlegt magn á hagkvæman hátt. Gasvinnslu þar hefur verið lokað í áföngum frá 2014 út af jarðskjálftum sem fylgdu vinnslunni. Þeir skjálftar voru sambærilegir þeim sem við á suðvesturhorni Íslands þekkjum vel frá vinnslu á jarðvarma á Hellisheiði. Í Bretlandi hefur vitleysan gengið enn lengra því þar var sett inn að jarðskjálfti sökum orkuvinnslu mætti ekki fara yfir 0,5 á Richter - sem er svipað og þegar stól er velt á gólf nálægt jarðskjálftamæli. Ef mörkin yrðu færð upp í það sem við erum vön á Íslandi gæti Bretland orðið sjálfbært um orku á 6 mánuðum og séð Þýskalandi fyrir gasi að ári liðnu. Það vita það allir að orka er ekki það sama og orka. Orka er mishagkvæm og skilur eftir sig mismikla mengun.Þá er hráolía ekki öll eins. Olía sem er rík af brennisteini, svo sem frá Kanada, Venesúela eða Rússlandi þarf annars konar hreinsun og meðhöndlun en olía úr Persaflóa. Það er því ekki þannig að hætti Evrópa að kaupa hráolíu frá Rússlandi að hún flæði til Kína eða Indlands. Þar er ekki hægt að taka á móti henni og hreinsa því þeirra kerfi er lagað að olíu frá Persaflóa. Það tekur jafn langan tíma að aðlaga núverandi olíuhreinsistöðvar Kína og Indlands að rússneskri olíu og að byggja nýjar. Í þessu ljósi er afskaplega óskynsamlegt að færa í lög á Íslandi að bannað verði að leita og vinna olíu og gas hér við land eins og umhverfis- orku- og loftslagsráðherra leggur til í frumvarpi að nýjum lögum. Það er óskiljanlegt að nokkur ráðherra og sérstaklega ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli koma fram með slíkt frumvarp. Heiminn vantar þessa orkugjafa til að minnka útblástur, til að brúa bilið að orkuskiptum framtíðar og til þess að minnka vægi einræðisríkja í heiminum. Að halda að Ísland veki aðdáun vegna þess að við bönnum nýtingu verðmætra auðlinda er barnalegt. Að brjóta brúna frá einum hagkvæmum orkugjafa til annars enn hagkvæmari er glapræði. Það fellur aðeins að kenningunni um að sæl sé sameiginleg eymd. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi eigandi að Eykon Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Innrás Rússa í Úkraínu Heiðar Guðjónsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mannkynið hefur unnið ötullega að orkuskiptum um langt skeið. Allt frá því manninum tókst að hagnýta sér eldinn hefur orkumyndun þróast, en aldrei hraðar en nú. Eftir að kol leystu timbur að mestu af hólmi komu olía og gas, sem leiddu af sér margfalt hreinni bruna og vistvænni orku. Þegar Edison kynnir rafmagnið fyrir rúmri öld er síðan hægt að nýta enn fleiri orkugjafa, vatn, vind, sól og kjarnorku sem enn bættu orkuframleiðsluna. Sagan er skýrt dæmi um það að einn orkugjafi leiðir til annars yfir tíma en þróunin gerist ekki í stökkum. Tíðarandinn virðist ekki vilja líta til sögu orkuskipta, heldur hafa stjórnmálamenn freistast til að ætla að stökkbreyta orkubúskapnum með mjög misráðnum aðgerðum. Skýrasta dæmið um þetta er að finna í Evrópu sem sér fram á meiri háttar rýrnun lífsgæða í vetur og næstu árin ásamt auknum útblæstri koltvísýrings því verið er að kveikja aftur á gömlum kolaorkuverum sem menga allt að hundraðfalt á við gasorkuver. Firringin er mikil í Evrópu. Þar er ekki strax hafist handa við vinnslu á gasi úr steini (e. fracking) þó úr einni stærstu gaslind heims, Groningen í Hollandi, sé unnt að vinna gríðarlegt magn á hagkvæman hátt. Gasvinnslu þar hefur verið lokað í áföngum frá 2014 út af jarðskjálftum sem fylgdu vinnslunni. Þeir skjálftar voru sambærilegir þeim sem við á suðvesturhorni Íslands þekkjum vel frá vinnslu á jarðvarma á Hellisheiði. Í Bretlandi hefur vitleysan gengið enn lengra því þar var sett inn að jarðskjálfti sökum orkuvinnslu mætti ekki fara yfir 0,5 á Richter - sem er svipað og þegar stól er velt á gólf nálægt jarðskjálftamæli. Ef mörkin yrðu færð upp í það sem við erum vön á Íslandi gæti Bretland orðið sjálfbært um orku á 6 mánuðum og séð Þýskalandi fyrir gasi að ári liðnu. Það vita það allir að orka er ekki það sama og orka. Orka er mishagkvæm og skilur eftir sig mismikla mengun.Þá er hráolía ekki öll eins. Olía sem er rík af brennisteini, svo sem frá Kanada, Venesúela eða Rússlandi þarf annars konar hreinsun og meðhöndlun en olía úr Persaflóa. Það er því ekki þannig að hætti Evrópa að kaupa hráolíu frá Rússlandi að hún flæði til Kína eða Indlands. Þar er ekki hægt að taka á móti henni og hreinsa því þeirra kerfi er lagað að olíu frá Persaflóa. Það tekur jafn langan tíma að aðlaga núverandi olíuhreinsistöðvar Kína og Indlands að rússneskri olíu og að byggja nýjar. Í þessu ljósi er afskaplega óskynsamlegt að færa í lög á Íslandi að bannað verði að leita og vinna olíu og gas hér við land eins og umhverfis- orku- og loftslagsráðherra leggur til í frumvarpi að nýjum lögum. Það er óskiljanlegt að nokkur ráðherra og sérstaklega ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli koma fram með slíkt frumvarp. Heiminn vantar þessa orkugjafa til að minnka útblástur, til að brúa bilið að orkuskiptum framtíðar og til þess að minnka vægi einræðisríkja í heiminum. Að halda að Ísland veki aðdáun vegna þess að við bönnum nýtingu verðmætra auðlinda er barnalegt. Að brjóta brúna frá einum hagkvæmum orkugjafa til annars enn hagkvæmari er glapræði. Það fellur aðeins að kenningunni um að sæl sé sameiginleg eymd. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi eigandi að Eykon Energy ehf.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar