Conte segir myndbandsdómgæslu vera að skemma leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 23:30 Antonio Conte lét dómarann sem rak hann af velli og VAR heyra það á blaðamannafundi eftir leik. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, var rekinn af velli eftir að það sem hefði reynst sigurmark Tottenham gegn Sporting í Meistaradeild Evrópu var dæmt af. Conte sparaði ekki stóru orðin að leik loknum. Tottenham er í harðri baráttu um að komast upp úr D-riðli en sigur í kvöld hefði komið liðinu í einkar góða stöðu. Eftir að lenda undir náðu heimamenn að jafna metin og Harry Kane hélt hann hefði skorað sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Markið var skoðað í bak og fyrir af myndbandsdómurum leiksins og á endanum var ákveðið að Kane væri rangstæður. Conte brást hinn versti við og var í kjölfarið sendur upp í stúku. 3 - Spurs boss Antonio Conte has just three wins from his last 12 home matches in the UEFA Champions League (D7 L2), a run that encompasses spells with Chelsea and Inter. Turgid. pic.twitter.com/c5RvQB2ftG— OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2022 Conte svaraði aðeins einni spurningu á blaðamannafundi sínum eftir leik en talaði þó í rúmlega tvær mínútur. „Út af öllu fólkinu sem kom inn á völlinn ákvað dómarinn að senda mig af velli. Ég held að þarna sé augnablik þar sem þú gætir verið aðeins klókari og áttað þig á að þú hafir tekið af löglegt mark af því markið var löglegt af því boltinn er fyrir framan Kane.“ Conte got a red card after Harry Kane's winner was disallowed pic.twitter.com/9KZvTFYCos— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2022 „Þið vitið að ég tjái mig ekki um ákvarðanir dómara en myndbandsdómgæslan (e. VAR) á þessari leiktíð – og ég veit ekki af hverju – milli ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar þá erum við ekki svo heppnir,“ sagði Conte áður en hann fór að tjá sig um vítaspyrnur og hversu margar þeirra væru teknar aftur ef markvörðurinn hreyfði sig. „Ég tel að myndbandsdómgæslan sé að valda miklum skaða og ég væri til í að sjá dæmt mark af öðru stóru liði í mikilvægum leik á heimavelli. Ég vil sjá hvort myndbandsdómgæslan sé jafn hugrökk og taki sömu ákvörðun,“ sagði Conte og taldi greinilega að mark líkt og það sem Tottenham skoraði í kvöld yrði ekki dæmt af stórliðum Evrópu. „Þið verðið að afsaka, ég er í uppnámi. Stundum getur maður sætt sig við aðstæður sem er ekki gott því ég sé ekki sanngirni í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte believes VAR is doing a lot of damage following Harry Kane s controversial disallowed goal against Sporting.#THFC | #UCL pic.twitter.com/sxWXCBT1Sz— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 26, 2022 „Eftir frammistöðu okkar í síðari hálfleik taldi ég að við hefðum átt að vinna leikinn. En nú, eftir þessa ákvörðun þá þurfum við að bíða þangað til eftir lokaleik riðlakeppninnar. Þessi ákvörðun orsakaði mikinn skaða, ég vona að félagið skilji það og tali svo við þau sem þarf að tala við. Annars er það bara þjálfarinn að tjá sig. Ég held að félagið verði að vera sterkt af því að þessi ákvörðun leiðir af sér mikinn skaða. Við vitum ekki hvað gerist í næstu viku,“ sagði Conte að lokum. Staðan í D-riðli er þannig að Tottenham er á toppnum með 8 stig. Sporting og Eintracht Frankfurt eru með 7 stig í öðru og þriðja sæti á meðan Marseill er á botninum með 6 stig. Tottenham heimsækir Marseille í lokaumferðinni á meðan Sporting tekur á móti Frankfurt. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Tottenham er í harðri baráttu um að komast upp úr D-riðli en sigur í kvöld hefði komið liðinu í einkar góða stöðu. Eftir að lenda undir náðu heimamenn að jafna metin og Harry Kane hélt hann hefði skorað sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Markið var skoðað í bak og fyrir af myndbandsdómurum leiksins og á endanum var ákveðið að Kane væri rangstæður. Conte brást hinn versti við og var í kjölfarið sendur upp í stúku. 3 - Spurs boss Antonio Conte has just three wins from his last 12 home matches in the UEFA Champions League (D7 L2), a run that encompasses spells with Chelsea and Inter. Turgid. pic.twitter.com/c5RvQB2ftG— OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2022 Conte svaraði aðeins einni spurningu á blaðamannafundi sínum eftir leik en talaði þó í rúmlega tvær mínútur. „Út af öllu fólkinu sem kom inn á völlinn ákvað dómarinn að senda mig af velli. Ég held að þarna sé augnablik þar sem þú gætir verið aðeins klókari og áttað þig á að þú hafir tekið af löglegt mark af því markið var löglegt af því boltinn er fyrir framan Kane.“ Conte got a red card after Harry Kane's winner was disallowed pic.twitter.com/9KZvTFYCos— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2022 „Þið vitið að ég tjái mig ekki um ákvarðanir dómara en myndbandsdómgæslan (e. VAR) á þessari leiktíð – og ég veit ekki af hverju – milli ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar þá erum við ekki svo heppnir,“ sagði Conte áður en hann fór að tjá sig um vítaspyrnur og hversu margar þeirra væru teknar aftur ef markvörðurinn hreyfði sig. „Ég tel að myndbandsdómgæslan sé að valda miklum skaða og ég væri til í að sjá dæmt mark af öðru stóru liði í mikilvægum leik á heimavelli. Ég vil sjá hvort myndbandsdómgæslan sé jafn hugrökk og taki sömu ákvörðun,“ sagði Conte og taldi greinilega að mark líkt og það sem Tottenham skoraði í kvöld yrði ekki dæmt af stórliðum Evrópu. „Þið verðið að afsaka, ég er í uppnámi. Stundum getur maður sætt sig við aðstæður sem er ekki gott því ég sé ekki sanngirni í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte believes VAR is doing a lot of damage following Harry Kane s controversial disallowed goal against Sporting.#THFC | #UCL pic.twitter.com/sxWXCBT1Sz— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 26, 2022 „Eftir frammistöðu okkar í síðari hálfleik taldi ég að við hefðum átt að vinna leikinn. En nú, eftir þessa ákvörðun þá þurfum við að bíða þangað til eftir lokaleik riðlakeppninnar. Þessi ákvörðun orsakaði mikinn skaða, ég vona að félagið skilji það og tali svo við þau sem þarf að tala við. Annars er það bara þjálfarinn að tjá sig. Ég held að félagið verði að vera sterkt af því að þessi ákvörðun leiðir af sér mikinn skaða. Við vitum ekki hvað gerist í næstu viku,“ sagði Conte að lokum. Staðan í D-riðli er þannig að Tottenham er á toppnum með 8 stig. Sporting og Eintracht Frankfurt eru með 7 stig í öðru og þriðja sæti á meðan Marseill er á botninum með 6 stig. Tottenham heimsækir Marseille í lokaumferðinni á meðan Sporting tekur á móti Frankfurt. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira