Snemmtæk inngrip í meðferð hjá SÁÁ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir skrifar 27. október 2022 09:01 Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms. Fíkniröskun og fíknsjúkdóm er hægt að meðhöndla með með gagnreyndum aðferðum í heilbrigðiskerfinu með heilbrigðisstarfsfólki. Áhrifaríkasta leiðin er snemmtækt inngrip, þótt meðferð á öllum stigum skili líka árangri. Aðgengi að meðferð við fíknsjúkdómi er því ein og sér ein mikilvægasta breytan í því að auka líkur á að bati náist, hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Á Íslandi eigum við sem betur fer kost á góðri, faglegri og fjölbreyttri meðferð á vegum SÁÁ. Meðferð sem getur farið fram í göngudeild en einnig á sérhæfðu sjúkrahúsi og meðferðarstöð sem sinnir fólki sem glímir við alvarlegasta form fíknröskunar, fíknsjúkdóminn. Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk með fíknsjúkdóm, alvarlegasta form fíkniröskunar. Viðkomandi þarfnast inniliggjandi inngrips í formi afeitrunar og í kjölfarið yfirgripsmikla sálfélagslega meðferð til lengri tíma. Umræða um bið eftir innlögn á Vog fer oft hátt, og það er staðreynd að eftirspurn eftir þessu úrræði er meiri en við höfum í dag kost á að sinna. Hvernig getum við beitt snemmtæku inngripi við slíkar aðstæður? Hjá meðferðarsviði SÁÁ höfum við lagt áherslu á að auka aðgengi að snemmtæku inngripi og stytta þannig bið eftir meðferð með eftirfarandi hætti: Þróun göngudeildarúrræða sem draga úr þörf á inniliggjandi meðferð. Grunnmeðferð í göngudeild er úrræði fyrir þá sem geta hætt neyslu sjálfir án innlagnar á Vog. Þessi meðferð er að öðru leyti sambærileg sálfélagslegu meðferðinni sem veitt er á Vogi. Þetta úrræði hjálpar þeim mest sem hafa minni þörf á afeitrunarmeðferð og/eða eru að koma vegna bakslags sem ekki er langt gengið. Bið eftir þessu úrræði er engin. Í kjölfarið eiga skjólstæðingar kost á áframhaldandi sálfélagslegri meðferð og stuðningi í göngudeild. Vonir standa til að einnig verði hægt að bjóða þeim sem þurfa inniliggjandi meðferð á meðferðarstöðinni Vík aðgang þangað beint án innlagnar á Vog. Ungmennameðferð fyrir 25 ára og yngri á Vogi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að auka aðgengi ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð. Í því felst m.a að efla og auka þjónustu við þennan hóp með lágmarks bið, sálfélagslegri þjónustu, endurinnlögnum eftir þörf og samvinnu milli úrræða fyrir ungmenni. Þessi hópur er um 20% af heildarfjölda þeirra sem koma í meðferð á Vog og er hlutfall hans minna en áður enda hefur neysla í yngsta hópnum sem betur fer farið minnkandi frá aldamótum. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er engin. Í framhaldi af inniliggjandi meðferð eru ungmenni tengd við sérstaka þjónustu í göngudeild. Fyrsta koma. Hér er um að ræða snemmtækt inngrip fyrir þá sem eru að leita meðferðar í fyrsta sinn og þurfa innlögn. Einstaklingar sem leggjast inn á Vog í fyrsta sinn eru um 30% af heildinni. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er heldur engin. Hver er þá biðin eftir meðferð í raun? Ef horft er til síðustu 5 ára, frá 2017 fram á mitt ár 2022, er meðalbiðtími eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog 53,5 dagar. Til samanburðar má nefna að Embætti landlæknis telur ásættanlega bið eftir greiningu og meðferð hjá sérfræðingi vera 90 daga. Fæstir sem sækja þjónustu SÁÁ bíða nærri svo lengi. Um 40% þeirra sem leggjast inn á Vog hafa beðið styttra en 14 daga eftir innlögn og tæplega 70% skjólstæðinga bíða innan við 4 vikur. Á þessum rúmu 5 árum sem gögn þessar greiningar byggja á, hafa einungis 3% skjólstæðinga beðið lengur en 90 daga eftir innlögn á Vog. Höfundur er gæðastjóri SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms. Fíkniröskun og fíknsjúkdóm er hægt að meðhöndla með með gagnreyndum aðferðum í heilbrigðiskerfinu með heilbrigðisstarfsfólki. Áhrifaríkasta leiðin er snemmtækt inngrip, þótt meðferð á öllum stigum skili líka árangri. Aðgengi að meðferð við fíknsjúkdómi er því ein og sér ein mikilvægasta breytan í því að auka líkur á að bati náist, hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Á Íslandi eigum við sem betur fer kost á góðri, faglegri og fjölbreyttri meðferð á vegum SÁÁ. Meðferð sem getur farið fram í göngudeild en einnig á sérhæfðu sjúkrahúsi og meðferðarstöð sem sinnir fólki sem glímir við alvarlegasta form fíknröskunar, fíknsjúkdóminn. Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk með fíknsjúkdóm, alvarlegasta form fíkniröskunar. Viðkomandi þarfnast inniliggjandi inngrips í formi afeitrunar og í kjölfarið yfirgripsmikla sálfélagslega meðferð til lengri tíma. Umræða um bið eftir innlögn á Vog fer oft hátt, og það er staðreynd að eftirspurn eftir þessu úrræði er meiri en við höfum í dag kost á að sinna. Hvernig getum við beitt snemmtæku inngripi við slíkar aðstæður? Hjá meðferðarsviði SÁÁ höfum við lagt áherslu á að auka aðgengi að snemmtæku inngripi og stytta þannig bið eftir meðferð með eftirfarandi hætti: Þróun göngudeildarúrræða sem draga úr þörf á inniliggjandi meðferð. Grunnmeðferð í göngudeild er úrræði fyrir þá sem geta hætt neyslu sjálfir án innlagnar á Vog. Þessi meðferð er að öðru leyti sambærileg sálfélagslegu meðferðinni sem veitt er á Vogi. Þetta úrræði hjálpar þeim mest sem hafa minni þörf á afeitrunarmeðferð og/eða eru að koma vegna bakslags sem ekki er langt gengið. Bið eftir þessu úrræði er engin. Í kjölfarið eiga skjólstæðingar kost á áframhaldandi sálfélagslegri meðferð og stuðningi í göngudeild. Vonir standa til að einnig verði hægt að bjóða þeim sem þurfa inniliggjandi meðferð á meðferðarstöðinni Vík aðgang þangað beint án innlagnar á Vog. Ungmennameðferð fyrir 25 ára og yngri á Vogi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að auka aðgengi ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð. Í því felst m.a að efla og auka þjónustu við þennan hóp með lágmarks bið, sálfélagslegri þjónustu, endurinnlögnum eftir þörf og samvinnu milli úrræða fyrir ungmenni. Þessi hópur er um 20% af heildarfjölda þeirra sem koma í meðferð á Vog og er hlutfall hans minna en áður enda hefur neysla í yngsta hópnum sem betur fer farið minnkandi frá aldamótum. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er engin. Í framhaldi af inniliggjandi meðferð eru ungmenni tengd við sérstaka þjónustu í göngudeild. Fyrsta koma. Hér er um að ræða snemmtækt inngrip fyrir þá sem eru að leita meðferðar í fyrsta sinn og þurfa innlögn. Einstaklingar sem leggjast inn á Vog í fyrsta sinn eru um 30% af heildinni. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er heldur engin. Hver er þá biðin eftir meðferð í raun? Ef horft er til síðustu 5 ára, frá 2017 fram á mitt ár 2022, er meðalbiðtími eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog 53,5 dagar. Til samanburðar má nefna að Embætti landlæknis telur ásættanlega bið eftir greiningu og meðferð hjá sérfræðingi vera 90 daga. Fæstir sem sækja þjónustu SÁÁ bíða nærri svo lengi. Um 40% þeirra sem leggjast inn á Vog hafa beðið styttra en 14 daga eftir innlögn og tæplega 70% skjólstæðinga bíða innan við 4 vikur. Á þessum rúmu 5 árum sem gögn þessar greiningar byggja á, hafa einungis 3% skjólstæðinga beðið lengur en 90 daga eftir innlögn á Vog. Höfundur er gæðastjóri SÁÁ.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar