Vill svör um samskipti Katrínar við Björk og Gretu Thunberg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 08:58 Björk Guðmundsdóttir hefur sagt að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi hætt við. Samsett Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samskipti hennar, Bjarkar Guðmundsdóttir og sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg. Nokkuð var fjallað um samskipti þeirra þriggja eftir að Björk var í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Þar sagði Björk að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún átti að hafa gert við Björk og Gretu um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. Sama dag og viðtalið birtist sagði Katrín að rétt sé að Björk hafi á sínum tíma hvatt hana til að lýsa yfir umræddu neyðarástandi. Það hafi verið tekið til skoðunar og rætt á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið hafi hins vegar verið að fara aðra leið en þá sem Björk lagði til. Fyrir um mánuði síðan ræddi Björk málið aftur í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þar sakaði hún Katrínu um að hafa verið óheiðarlega í samskiptum. Jóhann Páll vill vita meira um þau samskipti sem fóru á milli Bjarkar, Katrínar og Gretu. Hefur hann lagt fram fyrirspurn til Katrínar á Alþingi í þremur liðum. Þar vill hann í fyrsta lagi fá að vita hvernig ráðherra hafi svarað erindi Gretu um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019. Í öðru lagi vill hann svar um hvort ráðherra hafi gefið þeim fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi um slíkt neyðarástand. Þá vill hann einnig vita hvort að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem þær höfðu ráðgert að hvetja til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi. Fyrirspurnina má lesa hér. Björk Umhverfismál Utanríkismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Nokkuð var fjallað um samskipti þeirra þriggja eftir að Björk var í viðtali við breska blaðið The Guardian á dögunum. Þar sagði Björk að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún átti að hafa gert við Björk og Gretu um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. Sama dag og viðtalið birtist sagði Katrín að rétt sé að Björk hafi á sínum tíma hvatt hana til að lýsa yfir umræddu neyðarástandi. Það hafi verið tekið til skoðunar og rætt á ríkisstjórnarfundi. Ákveðið hafi hins vegar verið að fara aðra leið en þá sem Björk lagði til. Fyrir um mánuði síðan ræddi Björk málið aftur í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þar sakaði hún Katrínu um að hafa verið óheiðarlega í samskiptum. Jóhann Páll vill vita meira um þau samskipti sem fóru á milli Bjarkar, Katrínar og Gretu. Hefur hann lagt fram fyrirspurn til Katrínar á Alþingi í þremur liðum. Þar vill hann í fyrsta lagi fá að vita hvernig ráðherra hafi svarað erindi Gretu um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum haustið 2019. Í öðru lagi vill hann svar um hvort ráðherra hafi gefið þeim fyrirheit um að vænta mætti formlegrar yfirlýsingar ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi um slíkt neyðarástand. Þá vill hann einnig vita hvort að Katrín hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við að halda blaðamannafund þar sem þær höfðu ráðgert að hvetja til þess að lýst yrði yfir neyðarástandi. Fyrirspurnina má lesa hér.
Björk Umhverfismál Utanríkismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19. ágúst 2022 12:26