Jóhann Þór: Það verða gerðar breytingar á hópnum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2022 20:39 Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með karakter Grindavíkurliðsins í kvöld og staðfesti að breytingar yrðu gerðar á leikmannahópi liðsins á næstunni. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með stigin tvö sem hans menn náðu í gegn ÍR í kvöld. Hann sagði að breytingar á hópi liðsins væru framundan. „Varnarlega vorum við fínir lengst af. Þeir eru að vísu að hitta vel yfir 40% en við höldum þeim í 79 stigum. Svo lendum við í því líka að þeir setja einhver skot Randver ofan í, spjaldið ofan í og einhver svona mjög erfið skot. Fyrst og fremst er ég stoltur af mínu liði hvernig við þröngvuðum þetta í gegn,“ sagði Jóhann Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við tökum þessi tvö stig, frammistaðan allt í lagi. Sóknarlega erum við mjög stífir og þegar við fáum flæði og búum til góð skot þá hittum við ekki. Við settum stór skot undir restina þegar þess þurfti og þetta var flottur sigur.“ Í þriðja leikhluta náðu ÍR-ingar 11-0 áhlaupi og öll stemmning með þeim. Heimamenn virtust pirraðir en komu til baka fyrir lok fjórðungsins. „Mjög flottur karakter í þessu. Gaman að sjá líka að það voru fimm grindvískir strákar sem sneru þessu við og komu okkur aftur af stað. Flottur karakter og mikilvægur sigur.“ Tveir grískir leikmenn Grindavíkur léku lítil hlutverk í liðinu í kvöld. Gkay Skordilis lék í rúmar fimmtán mínútur og Evangelos Tzolos aðeins í tæpar fimm mínútur. Jóhann Þór sagði að breytinga væri að vænta á leikmannahópi Grindavíkur. „Það verða einhverjar breytingar, ég held að það sé í kortunum og svo sem löngu ákveðið. Það voru veikindi í vikunni og þar af leiðandi voru bara tíu til ellefu á æfingum þannig að ég komi hreint fram með það. Það verða gerðar breytingar á hópnum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
„Varnarlega vorum við fínir lengst af. Þeir eru að vísu að hitta vel yfir 40% en við höldum þeim í 79 stigum. Svo lendum við í því líka að þeir setja einhver skot Randver ofan í, spjaldið ofan í og einhver svona mjög erfið skot. Fyrst og fremst er ég stoltur af mínu liði hvernig við þröngvuðum þetta í gegn,“ sagði Jóhann Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við tökum þessi tvö stig, frammistaðan allt í lagi. Sóknarlega erum við mjög stífir og þegar við fáum flæði og búum til góð skot þá hittum við ekki. Við settum stór skot undir restina þegar þess þurfti og þetta var flottur sigur.“ Í þriðja leikhluta náðu ÍR-ingar 11-0 áhlaupi og öll stemmning með þeim. Heimamenn virtust pirraðir en komu til baka fyrir lok fjórðungsins. „Mjög flottur karakter í þessu. Gaman að sjá líka að það voru fimm grindvískir strákar sem sneru þessu við og komu okkur aftur af stað. Flottur karakter og mikilvægur sigur.“ Tveir grískir leikmenn Grindavíkur léku lítil hlutverk í liðinu í kvöld. Gkay Skordilis lék í rúmar fimmtán mínútur og Evangelos Tzolos aðeins í tæpar fimm mínútur. Jóhann Þór sagði að breytinga væri að vænta á leikmannahópi Grindavíkur. „Það verða einhverjar breytingar, ég held að það sé í kortunum og svo sem löngu ákveðið. Það voru veikindi í vikunni og þar af leiðandi voru bara tíu til ellefu á æfingum þannig að ég komi hreint fram með það. Það verða gerðar breytingar á hópnum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10