Carlsen breytti opnunarleik Katrínar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. október 2022 23:08 Magnus Carlsen breytti leik sem Katrín Jakobsdóttir lék fyrir hann. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk að leika fyrsta leikinn í skák fimmfaldaheimsmeistarans Magnus Carlsen á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í dag. Carlsen fannst leikur forsætisráðherrans greinilega ekki sá besti og dró hann til baka. Katrín fór og fylgdist með þriðja keppnisdegi heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák í dag. Mótið fer fram á Hotel Natura við Nauthólsveg og eru nokkrir af bestu skákmönnum heims samankomnir að tefla á mótinu. Norðmaðurinn Magnus Carlsen er einn besti skákmaður allra tíma og er fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni. Hann er einn þátttakenda á mótinu og segir Katrín það vera mikinn heiður að hafa fengið að hitta hann. „Fékk ég að leika fyrir hann fyrsta leikinn sem hann reyndar breytti sem segir allt um mína hæfileika í þessari tegund skákar!“ skrifar Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún fékk þó aðra tilraun til þess að leika opnunarleik og var það í viðureign í fjórðu umferð Íslandsmóts kvenna í hefðbundinni skák. Þá fékk hún að leika fyrsta leik Iðunnar Helgadóttur. Iðunn, annað en Carlsen, þótti leikur forsætisráðherrans ansi góður og ákvað að vera ekki að standa í því að breyta honum. Iðunni þótti þessi leikur Katrínar vera mjög góður. Carlsen er kominn í undanúrslit mótsins ásamt Hikaru Nakamura, Ian Nepomniachtchi og Nodirbek Abdusattorov. Þeir fjórir sem urðu eftir í undanriðlunum eru Vladimir Fedoseev, Matthias Blübaum, Hjörvar Steinn Grétarsson og ríkjandi heimsmeistari, Wesley So. Undanúrslit mótsins hefjast á morgun þar sem Abdusattorov mætir Nakamura og Carlsen mætir Nepomniachtchi. Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Carlsen í góðum málum eftir dag tvö Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli. 26. október 2022 23:01 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Í beinni: Tottenham - Wolves | Stigalausir Úlfar mæta Spurs Í beinni: Haukar - Njarðvík | Meistararnir mætast í Ólafssal Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Katrín fór og fylgdist með þriðja keppnisdegi heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák í dag. Mótið fer fram á Hotel Natura við Nauthólsveg og eru nokkrir af bestu skákmönnum heims samankomnir að tefla á mótinu. Norðmaðurinn Magnus Carlsen er einn besti skákmaður allra tíma og er fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni. Hann er einn þátttakenda á mótinu og segir Katrín það vera mikinn heiður að hafa fengið að hitta hann. „Fékk ég að leika fyrir hann fyrsta leikinn sem hann reyndar breytti sem segir allt um mína hæfileika í þessari tegund skákar!“ skrifar Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún fékk þó aðra tilraun til þess að leika opnunarleik og var það í viðureign í fjórðu umferð Íslandsmóts kvenna í hefðbundinni skák. Þá fékk hún að leika fyrsta leik Iðunnar Helgadóttur. Iðunn, annað en Carlsen, þótti leikur forsætisráðherrans ansi góður og ákvað að vera ekki að standa í því að breyta honum. Iðunni þótti þessi leikur Katrínar vera mjög góður. Carlsen er kominn í undanúrslit mótsins ásamt Hikaru Nakamura, Ian Nepomniachtchi og Nodirbek Abdusattorov. Þeir fjórir sem urðu eftir í undanriðlunum eru Vladimir Fedoseev, Matthias Blübaum, Hjörvar Steinn Grétarsson og ríkjandi heimsmeistari, Wesley So. Undanúrslit mótsins hefjast á morgun þar sem Abdusattorov mætir Nakamura og Carlsen mætir Nepomniachtchi.
Skák HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Carlsen í góðum málum eftir dag tvö Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli. 26. október 2022 23:01 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Í beinni: Tottenham - Wolves | Stigalausir Úlfar mæta Spurs Í beinni: Haukar - Njarðvík | Meistararnir mætast í Ólafssal Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Carlsen í góðum málum eftir dag tvö Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli. 26. október 2022 23:01
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20
Býst við Carlsen í úrslitum á Fischerskákmótinu Margir af öflugustu skákmönnum heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar eru á leið til Íslands til að keppa um heimsmeistaratitilinn í Fisher skák. Heimsmeistarinn hlýtur 21 milljón í verðlaun. 21. október 2022 22:40
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn