Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 09:39 Kanye West brennir flestar brýr að baki sér þessa dagana. Vísir/EPA Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu. CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildirmönnum sínum sem stóðu West eitt sinn nærri að hann hafi lengi verið heillaður af Hitler. „Hann lofaði Hitler með því að segja hversu ótrúlegt það væri að honum hafi tekist að sanka að sér svo miklum völdum og hann talaði um alla frábæru hlutina sem hann og nasistaflokkurinn áorkuðu fyrir þýsku þjóðinna,“ segir forsvarsmaður fyrirtækis sem vann fyrir West. Sakar hann West um að hafa skapað eitrað andrúmsloft fyrir starfsfólk. West gerði sátt við fyrirtækið vegna fjölda kvartana á vinnustaðnum, þar á meðal vegna áreitni. West neitaði þeim ásökunum. West hafi talað opinskátt um „Baráttuna mína“ (þ. Mein Kampf), sjálfsævisögu Hitlers og stefnuyfirlýsingu, frá 1925 og hversu mikið hann dáðist að áróðurstækni nasista. Fjórir heimildarmenn CNN sögðu að West hafi upphaflega viljað platan „Ye“ frá 2018 héti „Hitler“. Áður haft uppi níð um gyðinga West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um gyðinga upp á síðkastið. Íþróttavöruframleiðandinn Adidas rifti samningum við hann um framleiðslu á fatalínunni Yeezy vegna ummælanna í vikunni. Í kjölfarið birtist hann óboðinn á skrifstofur annars skóframleiðanda en var vísað þaðan út. Van Lathan, fyrrverandi starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem svaraði West fullum hálsi þegar hann sagði að þrælahald í Bandaríkjunum hljómaði eins og „val“ í stormasömu viðtali árið 2018, fullyrðir að West hafi látið niðrandi ummæli um gyðinga falla þar sem miðillinn hafi ekki birt á sínum tíma. Tónlist Kynþáttafordómar Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildirmönnum sínum sem stóðu West eitt sinn nærri að hann hafi lengi verið heillaður af Hitler. „Hann lofaði Hitler með því að segja hversu ótrúlegt það væri að honum hafi tekist að sanka að sér svo miklum völdum og hann talaði um alla frábæru hlutina sem hann og nasistaflokkurinn áorkuðu fyrir þýsku þjóðinna,“ segir forsvarsmaður fyrirtækis sem vann fyrir West. Sakar hann West um að hafa skapað eitrað andrúmsloft fyrir starfsfólk. West gerði sátt við fyrirtækið vegna fjölda kvartana á vinnustaðnum, þar á meðal vegna áreitni. West neitaði þeim ásökunum. West hafi talað opinskátt um „Baráttuna mína“ (þ. Mein Kampf), sjálfsævisögu Hitlers og stefnuyfirlýsingu, frá 1925 og hversu mikið hann dáðist að áróðurstækni nasista. Fjórir heimildarmenn CNN sögðu að West hafi upphaflega viljað platan „Ye“ frá 2018 héti „Hitler“. Áður haft uppi níð um gyðinga West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um gyðinga upp á síðkastið. Íþróttavöruframleiðandinn Adidas rifti samningum við hann um framleiðslu á fatalínunni Yeezy vegna ummælanna í vikunni. Í kjölfarið birtist hann óboðinn á skrifstofur annars skóframleiðanda en var vísað þaðan út. Van Lathan, fyrrverandi starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem svaraði West fullum hálsi þegar hann sagði að þrælahald í Bandaríkjunum hljómaði eins og „val“ í stormasömu viðtali árið 2018, fullyrðir að West hafi látið niðrandi ummæli um gyðinga falla þar sem miðillinn hafi ekki birt á sínum tíma.
Tónlist Kynþáttafordómar Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00 Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56 Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31 Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið. 28. október 2022 07:00
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27. október 2022 07:56
Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. 26. október 2022 09:31
Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25