Fótbolti

Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pablo Marí verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn.
Pablo Marí verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn. Nicolò Campo/LightRocket via Getty Images

Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni.

Marí er leikmaður Arsenal en að láni hjá Monza hjá Ítalíu í vetur. Þessi 29 ára gamli varnarmaður var í verslunarferð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, með konu sinni og syni sem sat í kerru, þegar 46 ára gamall maður réðist aftan að Marí og stakk hann með hnífi. 

Alls særðust fimm í árásinni og einn lést. Sá látni hét Luis Fernando Ruggieri og var 47 ára starfsmaður Carrefour.

Marí slasaðist ekki lífshættulega í árásinni, en gekkst þó undir aðgerð í gær til að fyrirbyggja varanleg meiðsli. Aðgerðin var framkvæmd á Niguarda-spítalanum í Mílanó og gekk vel.

Leikmaðurinn verður því aðeins frá keppni í tvo mánuði áður en hann getur snúið aftur á æfingasvæði Monza.


Tengdar fréttir

Marí með barn sitt í kerru þegar hann var stunginn

Knattspyrnumaðurinn Pablo Marí gengst undir aðgerð í dag eftir að maður stakk hann með hnífi í verslunarmiðstöð á Ítalíu í gær, þar sem einn maður lést og fleiri særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×