Fótbolti

Þórir Jóhann fylgdist með naumu tapi Lecce gegn Juventus af vara­manna­bekknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nicolo Fagioli var hetja Juventus í dag.
Nicolo Fagioli var hetja Juventus í dag. EPA-EFE/ABBONDANZA SCURO LEZZI

Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á varamannabekk Lecce þegar liðið tapaði naumlega gegn Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Lokatölur 1-0 gestunum í vil.

Juventus hefur ekki átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og því voru heimamenn eflaust brattir á að ná í góð úrslit. Allt kom þó fyrir ekki þar sem Juventus marði 1-0 útisigur þökk sé marki varamannsins Nicolo Fagioli á 73. mínútu. 

Markið var hið allra glæsilegasta en hann fékk boltann vinstra megin í teignum, sneri í átt að marki og smurði boltann upp í samskeytin fjær.

Sigurinn lyftir Juventus upp í 6. sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Roma sem er sæti ofar. Jóhann Þórir og félagar eru í 17. sæti með átta stig, tveimur fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×