Innlent

Að minnsta kosti níu af fimmtán þing­mönnum Sjálf­stæðis­flokks styðja Bjarna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kosið verður á milli Guðlaugs og Bjarna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi.
Kosið verður á milli Guðlaugs og Bjarna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi.

Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 

Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem náði í ellefu þingmenn í gær.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Birgir Ármannsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sögðust öll myndu kjósa Bjarna.

Diljá Mist Einarsdóttir vildi ekki taka afstöðu en var á fundinum í Valhöll þegar Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti um framboð sitt gegn Bjarna. Vilhjálmur Árnason vildi ekki heldur svara en ekki náðist í Ásmund Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Harald Benediktsson né Njál Trausta Friðbertsson.

Þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Vilhjálmi sagðist hann sjálfur vera í framboði til ritara og hann ætlaði ekki að skipa sér í fylkingu né blanda sér í baráttuna um formannsstólinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×