Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 10:42 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að erfitt sé að spá um niðurstöður formannsslags innan Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. Í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer um næstu helgi. Þar mun hann freista þess að steypa núverandi formanni, Bjarna Benediktssyni, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi við þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun um komandi kosningar. Hann segir ræðu Guðlaugs hafa verið ansi sterka. „Mér fannst athyglisvert að fylgjast með framgöngu Guðlaugs. Svolítið svipað og Kristrún, þá fer hann ofan í rót Sjálfstæðisflokksins. Ofan í gamlan grundvöll sjálfstæðisstefnunnar, talar um ráðdeild í ríkisrekstri, lága skatta. Svo er honum tíðrætt um gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt. Að stéttirnar geti allar átt heima í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Eiríkur. Hann á erfitt með að spá fyrir um hver kemur til með að sigra kosningarnar þar sem ekki er vitað hvernig landsfundurinn verður samansettur. Aðildarfélög flokksins fá hvert og eitt ákveðinn fjölda sæta og tilnefna meðlimi sem fá að mæta á fundinn. Úrslitin hljóta að ráðast á því hverja aðildarfélögin tilnefna. Eiríkur segir að ef hann hefði verið spurður fyrir tveimur vikum síðan hvort Bjarni væri valtur í sessi í formannsstóli þá hefði hann svarað þeirri spurningu neitandi. Hlutirnir hafi breyst þegar Bjarni sagði að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, myndi ekkert endilega víkja úr ríkisstjórn líkt og tilkynnt var þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þá töldu einhverjir að Guðlaugur væri sá sem myndi víkja í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Auðvitað hlýtur [Bjarni] að teljast sigurstranglegri eðli máls samkvæmt. Hann hefur verið formaður lengi, hefur góð tök á flokknum. Hann var alls ekki valtur í sessi, það voru ekki neinar rísandi óánægjuöldur í kringum hann. Maður hefði haldið það fyrirfram. Þetta er uppgjör, það fer af stað þessi umræða fyrir nokkrum dögum, að hugsanlega sé ráðherrastóll Guðlaugs í hættu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur nú tjáð sig um þessa orðróma og sagt að ráðherrastóll Guðlaugs sé ekki í hættu. Eiríkur bendir þó á að hann hafi ekki leiðrétt neitt þegar orðrómurinn gekk á milli manna. Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer um næstu helgi. Þar mun hann freista þess að steypa núverandi formanni, Bjarna Benediktssyni, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi við þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun um komandi kosningar. Hann segir ræðu Guðlaugs hafa verið ansi sterka. „Mér fannst athyglisvert að fylgjast með framgöngu Guðlaugs. Svolítið svipað og Kristrún, þá fer hann ofan í rót Sjálfstæðisflokksins. Ofan í gamlan grundvöll sjálfstæðisstefnunnar, talar um ráðdeild í ríkisrekstri, lága skatta. Svo er honum tíðrætt um gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt. Að stéttirnar geti allar átt heima í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Eiríkur. Hann á erfitt með að spá fyrir um hver kemur til með að sigra kosningarnar þar sem ekki er vitað hvernig landsfundurinn verður samansettur. Aðildarfélög flokksins fá hvert og eitt ákveðinn fjölda sæta og tilnefna meðlimi sem fá að mæta á fundinn. Úrslitin hljóta að ráðast á því hverja aðildarfélögin tilnefna. Eiríkur segir að ef hann hefði verið spurður fyrir tveimur vikum síðan hvort Bjarni væri valtur í sessi í formannsstóli þá hefði hann svarað þeirri spurningu neitandi. Hlutirnir hafi breyst þegar Bjarni sagði að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, myndi ekkert endilega víkja úr ríkisstjórn líkt og tilkynnt var þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þá töldu einhverjir að Guðlaugur væri sá sem myndi víkja í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Auðvitað hlýtur [Bjarni] að teljast sigurstranglegri eðli máls samkvæmt. Hann hefur verið formaður lengi, hefur góð tök á flokknum. Hann var alls ekki valtur í sessi, það voru ekki neinar rísandi óánægjuöldur í kringum hann. Maður hefði haldið það fyrirfram. Þetta er uppgjör, það fer af stað þessi umræða fyrir nokkrum dögum, að hugsanlega sé ráðherrastóll Guðlaugs í hættu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur nú tjáð sig um þessa orðróma og sagt að ráðherrastóll Guðlaugs sé ekki í hættu. Eiríkur bendir þó á að hann hafi ekki leiðrétt neitt þegar orðrómurinn gekk á milli manna.
Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira