Sér eftir að hafa klínt sniglinum á Spán Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 13:42 Ekki skal tala um spánarsnigil heldur vargsnigil héðan í frá. Vísir/Getty Erling Ólafsson skordýrafræðingur segist ósáttur með sjálfan sig fyrir að hafa tengt Spán við tegund snigla sem eru Spáni óviðkomandi. Spánarsnigilinn skal nú kalla vargsnigil. Erling ræðir þessa nafngift sína á Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Hann segir að tengsl snigilsins við Spán og Íberíuskaga hafi orðið til vegna misskilnings sem leiðréttur var fyrir alllöngu. „Gekk hann undir fræðiheitinu Arion lusitanicus og var kenndur við Íberíuskaga. Fékk snigillinn alþýðuheiti á ýmsum þjóðtungum í samræmi við meintan uppruna, sbr. Spanish slug og spansk skogssnigel. Síðar komu mistök í ljós. Tegundin reyndist önnur en fyrst var talið og var þá fræðiheiti réttrar tegundar tekið upp, Arion vulgaris (vulgaris merkir hinn algengi),“ skrifar Erling. Hann segir snigilinn jú finnast á Spáni, en einnig víðar um Suður-Evrópu. Því sé ósanngjarnt að kenna „alræmda kvikindið“ eingöngu við Spán. Þegar Erling frétti af misskilningnum varð hann afar ósáttur með að hafa á sínum tíma hermt eftir nágrannaþjóðum og kennt snigilinn við Spán. Þá fór hann að huga að nýju heiti en það að úrelta heitið hafi fest sig í sessi í málinu aftraði hann frá því að viðra tillöguna. „Læt ég nú slag standa, framvegis mun ég nota heitið vargsnigill í umfjöllunum mínum. Hvernig því verður tekið er undir hverjum og einum komið. Vargsnigill þykir mér hæfa lífsháttunum,“ skrifar Erling. Vargsnigillinn, áður spánarsnigillinn, er alæta sem étur nánast allt sem verður á vegi hans, svo sem plöntur, hundaskít og aðra snigla. Vargsnigillinn skemmir gróður og sóðar út með slímslóð sinni en útrýmir einnig öðrum sniglum þar sem hann nær fótfestu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gengið svo langt að kalla vargsnigilinn óboðinn gráðugan gest. Dýr Skordýr Tengdar fréttir Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Erling ræðir þessa nafngift sína á Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Hann segir að tengsl snigilsins við Spán og Íberíuskaga hafi orðið til vegna misskilnings sem leiðréttur var fyrir alllöngu. „Gekk hann undir fræðiheitinu Arion lusitanicus og var kenndur við Íberíuskaga. Fékk snigillinn alþýðuheiti á ýmsum þjóðtungum í samræmi við meintan uppruna, sbr. Spanish slug og spansk skogssnigel. Síðar komu mistök í ljós. Tegundin reyndist önnur en fyrst var talið og var þá fræðiheiti réttrar tegundar tekið upp, Arion vulgaris (vulgaris merkir hinn algengi),“ skrifar Erling. Hann segir snigilinn jú finnast á Spáni, en einnig víðar um Suður-Evrópu. Því sé ósanngjarnt að kenna „alræmda kvikindið“ eingöngu við Spán. Þegar Erling frétti af misskilningnum varð hann afar ósáttur með að hafa á sínum tíma hermt eftir nágrannaþjóðum og kennt snigilinn við Spán. Þá fór hann að huga að nýju heiti en það að úrelta heitið hafi fest sig í sessi í málinu aftraði hann frá því að viðra tillöguna. „Læt ég nú slag standa, framvegis mun ég nota heitið vargsnigill í umfjöllunum mínum. Hvernig því verður tekið er undir hverjum og einum komið. Vargsnigill þykir mér hæfa lífsháttunum,“ skrifar Erling. Vargsnigillinn, áður spánarsnigillinn, er alæta sem étur nánast allt sem verður á vegi hans, svo sem plöntur, hundaskít og aðra snigla. Vargsnigillinn skemmir gróður og sóðar út með slímslóð sinni en útrýmir einnig öðrum sniglum þar sem hann nær fótfestu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gengið svo langt að kalla vargsnigilinn óboðinn gráðugan gest.
Dýr Skordýr Tengdar fréttir Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent