Leynd yfir sætaskiptingu á landsfundi í Laugardalshöll Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 15:45 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll. Tæplega tvö þúsund manns koma til með að sækja fundinn. Vísir/Vilhelm Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina í Laugardalshöll. Mikil spenna er meðal meðlima flokksins enda fer formannskjör fram á sunnudeginum. Þá kemur í ljós hvort Bjarni Benediktsson fái að halda áfram að leiða flokkinn eða hvort Guðlaugur Þór Þórðarson steypi formanni til þrettán ára af stóli. Landsfundurinn er ansi sérstakt fyrirbæri og ríkir mikil leynd um marga hluti sem tengjast honum. Það fær ekki hver sem er að mæta og erfitt er að átta sig á því hverjir fá að mæta. Landsfundurinn hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 og því eru margir sem vilja mæta. Alls eru tæplega tvö þúsund manns sem mæta á fundinn og deilast sætin á flokksfélög Sjálfstæðisflokksins og kjörna fulltrúa flokksins á landsvísu. Félögin eru 169 talsins og dreifast sætin til þeirra eftir fjölda meðlima. Ekki margir fá að vita hversu mörg sæti hvert félag fær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það flokksfélög í Reykjavík sem eru fjölmennust. Til dæmis Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdallur, Vörður, fulltrúaráð flokksins í Reykjavík og Hvöt, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Munu þessi félög fá flest sæti á fundinum. Það eru félögin sjálf sem stjórna því hverjir fá að mæta sem fulltrúar þeirra á fundinn og þurfa áhugasamir að sækja sérstaklega um það hjá sínu félagi. Það kostar þó að fá úthlutað sæti og greiða gestir fimmtán þúsund krónur fyrir að mæta á fundinn. Námsmenn og öryrkjar fá afslátt, sem og þeir sem greiða fyrir 2. nóvember næstkomandi. Það er margt á dagskrá fundarins sem hefst formlega klukkan 16:30 þegar Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, flytur setningarræðu. Eftir það verður tekið á móti kjördæmisráðum og blása ungir sjálfstæðismenn síðan til veislu í gamla Framheimilinu í Safamýri um kvöldið. Á laugardeginum fara fram fundir málefnanefnda og ýmsar umræður. Þá halda frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara ræður sínar. Klukkan 19:15 hefst svo Landsfundarhóf flokksins. Þrátt fyrir ball kvöldið áður byrjar ballið í rauninni upp úr klukkan eitt á sunnudeginum. Þá er kosið í embætti flokksins. Flest augu verða væntanlega á formannsslagnum hjá Bjarna og Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Búist er við því að úrslit kosninganna verði tilkynnt klukkan tæplega tvö. Fyrst verður kosið um formann, svo varaformann og síðast ritara. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ein í framboði til varaformanns en Bryndís Haraldsdóttir, Helgi Áss Grétarsson og Vilhjálmur Árnason sækjast öll eftir ritaraembættinu. Þetta verður í þriðja sinn sem einhver býður sig fram gegn Bjarna á landsfundi síðan hann tók við árið 2009. Árið 2010 bauð Pétur Blöndal sig fram og árið 2011 var það Hanna Birna Kristjánsdóttir. Bjarni sigraði í bæði skipti, hlaut 62 prósent atkvæða gegn Pétri og 55 prósent gegn Hönnu Birnu. Þetta verður því í fyrsta sinn í ellefu ár sem Bjarni mun reyna að verja sæti sitt. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðlaugur vildi verða fjármálaráðherra gegn því að falla frá framboði Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftlagsráðherra, var reiðubúinn að falla frá áformum sínum um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn því að Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins, myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 15:02 Gulli plús Kata talið ganga illa upp Framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins teflir ríkisstjórnarsamstarfinu í tvísýnu að mati stjórnarþingmanna. Þeir óttast margir að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum nái Guðlaugur Þór kjöri. 31. október 2022 13:36 Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42 „Plan Bjarni er alltaf að vinna“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir tímasetningu framboðs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra, til formanns Sjálfstæðisflokksins koma sér nokkuð á óvart. Hann segist þó hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð. 30. október 2022 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Landsfundurinn er ansi sérstakt fyrirbæri og ríkir mikil leynd um marga hluti sem tengjast honum. Það fær ekki hver sem er að mæta og erfitt er að átta sig á því hverjir fá að mæta. Landsfundurinn hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 og því eru margir sem vilja mæta. Alls eru tæplega tvö þúsund manns sem mæta á fundinn og deilast sætin á flokksfélög Sjálfstæðisflokksins og kjörna fulltrúa flokksins á landsvísu. Félögin eru 169 talsins og dreifast sætin til þeirra eftir fjölda meðlima. Ekki margir fá að vita hversu mörg sæti hvert félag fær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það flokksfélög í Reykjavík sem eru fjölmennust. Til dæmis Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdallur, Vörður, fulltrúaráð flokksins í Reykjavík og Hvöt, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Munu þessi félög fá flest sæti á fundinum. Það eru félögin sjálf sem stjórna því hverjir fá að mæta sem fulltrúar þeirra á fundinn og þurfa áhugasamir að sækja sérstaklega um það hjá sínu félagi. Það kostar þó að fá úthlutað sæti og greiða gestir fimmtán þúsund krónur fyrir að mæta á fundinn. Námsmenn og öryrkjar fá afslátt, sem og þeir sem greiða fyrir 2. nóvember næstkomandi. Það er margt á dagskrá fundarins sem hefst formlega klukkan 16:30 þegar Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, flytur setningarræðu. Eftir það verður tekið á móti kjördæmisráðum og blása ungir sjálfstæðismenn síðan til veislu í gamla Framheimilinu í Safamýri um kvöldið. Á laugardeginum fara fram fundir málefnanefnda og ýmsar umræður. Þá halda frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara ræður sínar. Klukkan 19:15 hefst svo Landsfundarhóf flokksins. Þrátt fyrir ball kvöldið áður byrjar ballið í rauninni upp úr klukkan eitt á sunnudeginum. Þá er kosið í embætti flokksins. Flest augu verða væntanlega á formannsslagnum hjá Bjarna og Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Búist er við því að úrslit kosninganna verði tilkynnt klukkan tæplega tvö. Fyrst verður kosið um formann, svo varaformann og síðast ritara. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ein í framboði til varaformanns en Bryndís Haraldsdóttir, Helgi Áss Grétarsson og Vilhjálmur Árnason sækjast öll eftir ritaraembættinu. Þetta verður í þriðja sinn sem einhver býður sig fram gegn Bjarna á landsfundi síðan hann tók við árið 2009. Árið 2010 bauð Pétur Blöndal sig fram og árið 2011 var það Hanna Birna Kristjánsdóttir. Bjarni sigraði í bæði skipti, hlaut 62 prósent atkvæða gegn Pétri og 55 prósent gegn Hönnu Birnu. Þetta verður því í fyrsta sinn í ellefu ár sem Bjarni mun reyna að verja sæti sitt.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðlaugur vildi verða fjármálaráðherra gegn því að falla frá framboði Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftlagsráðherra, var reiðubúinn að falla frá áformum sínum um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn því að Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins, myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 15:02 Gulli plús Kata talið ganga illa upp Framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins teflir ríkisstjórnarsamstarfinu í tvísýnu að mati stjórnarþingmanna. Þeir óttast margir að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum nái Guðlaugur Þór kjöri. 31. október 2022 13:36 Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42 „Plan Bjarni er alltaf að vinna“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir tímasetningu framboðs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra, til formanns Sjálfstæðisflokksins koma sér nokkuð á óvart. Hann segist þó hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð. 30. október 2022 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Guðlaugur vildi verða fjármálaráðherra gegn því að falla frá framboði Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftlagsráðherra, var reiðubúinn að falla frá áformum sínum um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn því að Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins, myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 15:02
Gulli plús Kata talið ganga illa upp Framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins teflir ríkisstjórnarsamstarfinu í tvísýnu að mati stjórnarþingmanna. Þeir óttast margir að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum nái Guðlaugur Þór kjöri. 31. október 2022 13:36
Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42
„Plan Bjarni er alltaf að vinna“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir tímasetningu framboðs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra, til formanns Sjálfstæðisflokksins koma sér nokkuð á óvart. Hann segist þó hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð. 30. október 2022 19:30