Lið ársins að mati Stúkunnar: Sex Íslandsmeistarar, þrír frá KA, einn Víkingur og Guðmundur Magnússon Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 20:00 Lið ársins 2022. Stúkan Bestu deild karla í fótbolta lauk á laugardag. Breiðablik fékk loks Íslandsmeistaraskjöldinn í hendurnar á meðan ÍA og Leiknir Reykjavík þurftu að sætta sig við að falla úr deildinni. Að leikjum dagsins loknum var verðlaunaafhending Stúkunnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og þar var lið ársins afhjúpað. Markvörður: Anton Ari Einarsson [Breiðablik] „Anton Ari hlaut gullhanskann þar sem enginn hélt marki sínu oftar hreinu og fékk færri mörk á sig en markvörður Íslandsmeistaranna.“ Hægri bakvörður: Höskuldur Gunnlaugsson [Breiðablik] „Fyrirliði Blika var stórkostlegur fyrir sitt lið á þessari leiktíð eins og hann er búinn að vera undanfarin tímabil. Oftast stillt upp í hægri bakvarðarstöðunni en var út um víðan völl ásamt því að skora og leggja upp mörk.“ Vinstri bakvörður: Dagur Dan Þórhallsson [Breiðablik] „Verður að sætta sig við það að við ætlum að stilla honum upp í vinstri bakvarðarstöðunni því hann getur leikið alls staðar á vellinum og gerði það óaðfinnanlega þegar hann lék í vinstri bakverði en hann lék víða mjög vel.“ Miðvörður: Damir Muminovic [Breiðablik] Guðmundur og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Damir hefði átt sitt langbesta tímabil í sumar. „Damir var frábær í þessu móti, ég sagði það í sumar að hann væri farinn að minna mig á Davíð Þór Viðarsson. Hann væri byrjaður að röfla yfir innköstum og svona þvælum. Væri fínt að taka það úr leiknum sínum en hann var frábær,“ sagði Máni Pétursson. Miðvörður: Ívar Örn Árnason [KA] „Heldur betur óvænt nafn í þessu liði ef við hugsum þetta fyrir tímabilið því enginn átti von á að Ívar Örn yrði fyrsti maður í vörn KA og einn af fyrstu mönnum í úrvalslið deildarinnar.“ Miðjumaður: Júlíus Magnússon [Víkingur] „Er ánægður með að vera í liðinu þó hann sýni það ekki þarna. Spilaði mjög vel fyrir Víkinga í sumar.“ Miðjumaður: Rodrigo Gomes Mateo [KA] „Kemur inn á miðsvæðið með Júlíusi. Virkar stundum eins og það fari ekki of mikið fyrir honum en klárlega einn mikilvægasti leikmaður KA.“ Framliggjandi miðjumaður: Ísak Snær Þorvaldsson [Breiðablik] „Stórkostlegur á þessari leiktíð. Kom eins og himnasending inn í lið Blika. Virtist hreinlega óstöðvandi fyrri part mótsins.“ Hægri vængmaður: Jason Daði Svanþórsson [Breiðablik] Jason Daði skoraði 11 mörk og gaf sjö stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar. Vinstri vængmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson [KA] „Endaði sem markakóngur. Þarf ekkert að ræða þetta val.“ Sóknarmaður: Guðmundur Magnússon [Fram] „Eitt óvæntasta útspil Bestu deildarinnar á þessari leiktíð. Jafn markahár Nökkva á leiktíðinni, spilaði fleiri leiki en þvílíkt tímabil. Er eini leikmaðurinn úr neðri hluta Bestu deildarinnar sem á sæti í úrvalsliðinu.“ Klippa: Stúkan: Lið ársins Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Markvörður: Anton Ari Einarsson [Breiðablik] „Anton Ari hlaut gullhanskann þar sem enginn hélt marki sínu oftar hreinu og fékk færri mörk á sig en markvörður Íslandsmeistaranna.“ Hægri bakvörður: Höskuldur Gunnlaugsson [Breiðablik] „Fyrirliði Blika var stórkostlegur fyrir sitt lið á þessari leiktíð eins og hann er búinn að vera undanfarin tímabil. Oftast stillt upp í hægri bakvarðarstöðunni en var út um víðan völl ásamt því að skora og leggja upp mörk.“ Vinstri bakvörður: Dagur Dan Þórhallsson [Breiðablik] „Verður að sætta sig við það að við ætlum að stilla honum upp í vinstri bakvarðarstöðunni því hann getur leikið alls staðar á vellinum og gerði það óaðfinnanlega þegar hann lék í vinstri bakverði en hann lék víða mjög vel.“ Miðvörður: Damir Muminovic [Breiðablik] Guðmundur og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Damir hefði átt sitt langbesta tímabil í sumar. „Damir var frábær í þessu móti, ég sagði það í sumar að hann væri farinn að minna mig á Davíð Þór Viðarsson. Hann væri byrjaður að röfla yfir innköstum og svona þvælum. Væri fínt að taka það úr leiknum sínum en hann var frábær,“ sagði Máni Pétursson. Miðvörður: Ívar Örn Árnason [KA] „Heldur betur óvænt nafn í þessu liði ef við hugsum þetta fyrir tímabilið því enginn átti von á að Ívar Örn yrði fyrsti maður í vörn KA og einn af fyrstu mönnum í úrvalslið deildarinnar.“ Miðjumaður: Júlíus Magnússon [Víkingur] „Er ánægður með að vera í liðinu þó hann sýni það ekki þarna. Spilaði mjög vel fyrir Víkinga í sumar.“ Miðjumaður: Rodrigo Gomes Mateo [KA] „Kemur inn á miðsvæðið með Júlíusi. Virkar stundum eins og það fari ekki of mikið fyrir honum en klárlega einn mikilvægasti leikmaður KA.“ Framliggjandi miðjumaður: Ísak Snær Þorvaldsson [Breiðablik] „Stórkostlegur á þessari leiktíð. Kom eins og himnasending inn í lið Blika. Virtist hreinlega óstöðvandi fyrri part mótsins.“ Hægri vængmaður: Jason Daði Svanþórsson [Breiðablik] Jason Daði skoraði 11 mörk og gaf sjö stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar. Vinstri vængmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson [KA] „Endaði sem markakóngur. Þarf ekkert að ræða þetta val.“ Sóknarmaður: Guðmundur Magnússon [Fram] „Eitt óvæntasta útspil Bestu deildarinnar á þessari leiktíð. Jafn markahár Nökkva á leiktíðinni, spilaði fleiri leiki en þvílíkt tímabil. Er eini leikmaðurinn úr neðri hluta Bestu deildarinnar sem á sæti í úrvalsliðinu.“ Klippa: Stúkan: Lið ársins
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira