Lið ársins að mati Stúkunnar: Sex Íslandsmeistarar, þrír frá KA, einn Víkingur og Guðmundur Magnússon Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 20:00 Lið ársins 2022. Stúkan Bestu deild karla í fótbolta lauk á laugardag. Breiðablik fékk loks Íslandsmeistaraskjöldinn í hendurnar á meðan ÍA og Leiknir Reykjavík þurftu að sætta sig við að falla úr deildinni. Að leikjum dagsins loknum var verðlaunaafhending Stúkunnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og þar var lið ársins afhjúpað. Markvörður: Anton Ari Einarsson [Breiðablik] „Anton Ari hlaut gullhanskann þar sem enginn hélt marki sínu oftar hreinu og fékk færri mörk á sig en markvörður Íslandsmeistaranna.“ Hægri bakvörður: Höskuldur Gunnlaugsson [Breiðablik] „Fyrirliði Blika var stórkostlegur fyrir sitt lið á þessari leiktíð eins og hann er búinn að vera undanfarin tímabil. Oftast stillt upp í hægri bakvarðarstöðunni en var út um víðan völl ásamt því að skora og leggja upp mörk.“ Vinstri bakvörður: Dagur Dan Þórhallsson [Breiðablik] „Verður að sætta sig við það að við ætlum að stilla honum upp í vinstri bakvarðarstöðunni því hann getur leikið alls staðar á vellinum og gerði það óaðfinnanlega þegar hann lék í vinstri bakverði en hann lék víða mjög vel.“ Miðvörður: Damir Muminovic [Breiðablik] Guðmundur og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Damir hefði átt sitt langbesta tímabil í sumar. „Damir var frábær í þessu móti, ég sagði það í sumar að hann væri farinn að minna mig á Davíð Þór Viðarsson. Hann væri byrjaður að röfla yfir innköstum og svona þvælum. Væri fínt að taka það úr leiknum sínum en hann var frábær,“ sagði Máni Pétursson. Miðvörður: Ívar Örn Árnason [KA] „Heldur betur óvænt nafn í þessu liði ef við hugsum þetta fyrir tímabilið því enginn átti von á að Ívar Örn yrði fyrsti maður í vörn KA og einn af fyrstu mönnum í úrvalslið deildarinnar.“ Miðjumaður: Júlíus Magnússon [Víkingur] „Er ánægður með að vera í liðinu þó hann sýni það ekki þarna. Spilaði mjög vel fyrir Víkinga í sumar.“ Miðjumaður: Rodrigo Gomes Mateo [KA] „Kemur inn á miðsvæðið með Júlíusi. Virkar stundum eins og það fari ekki of mikið fyrir honum en klárlega einn mikilvægasti leikmaður KA.“ Framliggjandi miðjumaður: Ísak Snær Þorvaldsson [Breiðablik] „Stórkostlegur á þessari leiktíð. Kom eins og himnasending inn í lið Blika. Virtist hreinlega óstöðvandi fyrri part mótsins.“ Hægri vængmaður: Jason Daði Svanþórsson [Breiðablik] Jason Daði skoraði 11 mörk og gaf sjö stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar. Vinstri vængmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson [KA] „Endaði sem markakóngur. Þarf ekkert að ræða þetta val.“ Sóknarmaður: Guðmundur Magnússon [Fram] „Eitt óvæntasta útspil Bestu deildarinnar á þessari leiktíð. Jafn markahár Nökkva á leiktíðinni, spilaði fleiri leiki en þvílíkt tímabil. Er eini leikmaðurinn úr neðri hluta Bestu deildarinnar sem á sæti í úrvalsliðinu.“ Klippa: Stúkan: Lið ársins Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Markvörður: Anton Ari Einarsson [Breiðablik] „Anton Ari hlaut gullhanskann þar sem enginn hélt marki sínu oftar hreinu og fékk færri mörk á sig en markvörður Íslandsmeistaranna.“ Hægri bakvörður: Höskuldur Gunnlaugsson [Breiðablik] „Fyrirliði Blika var stórkostlegur fyrir sitt lið á þessari leiktíð eins og hann er búinn að vera undanfarin tímabil. Oftast stillt upp í hægri bakvarðarstöðunni en var út um víðan völl ásamt því að skora og leggja upp mörk.“ Vinstri bakvörður: Dagur Dan Þórhallsson [Breiðablik] „Verður að sætta sig við það að við ætlum að stilla honum upp í vinstri bakvarðarstöðunni því hann getur leikið alls staðar á vellinum og gerði það óaðfinnanlega þegar hann lék í vinstri bakverði en hann lék víða mjög vel.“ Miðvörður: Damir Muminovic [Breiðablik] Guðmundur og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Damir hefði átt sitt langbesta tímabil í sumar. „Damir var frábær í þessu móti, ég sagði það í sumar að hann væri farinn að minna mig á Davíð Þór Viðarsson. Hann væri byrjaður að röfla yfir innköstum og svona þvælum. Væri fínt að taka það úr leiknum sínum en hann var frábær,“ sagði Máni Pétursson. Miðvörður: Ívar Örn Árnason [KA] „Heldur betur óvænt nafn í þessu liði ef við hugsum þetta fyrir tímabilið því enginn átti von á að Ívar Örn yrði fyrsti maður í vörn KA og einn af fyrstu mönnum í úrvalslið deildarinnar.“ Miðjumaður: Júlíus Magnússon [Víkingur] „Er ánægður með að vera í liðinu þó hann sýni það ekki þarna. Spilaði mjög vel fyrir Víkinga í sumar.“ Miðjumaður: Rodrigo Gomes Mateo [KA] „Kemur inn á miðsvæðið með Júlíusi. Virkar stundum eins og það fari ekki of mikið fyrir honum en klárlega einn mikilvægasti leikmaður KA.“ Framliggjandi miðjumaður: Ísak Snær Þorvaldsson [Breiðablik] „Stórkostlegur á þessari leiktíð. Kom eins og himnasending inn í lið Blika. Virtist hreinlega óstöðvandi fyrri part mótsins.“ Hægri vængmaður: Jason Daði Svanþórsson [Breiðablik] Jason Daði skoraði 11 mörk og gaf sjö stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar. Vinstri vængmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson [KA] „Endaði sem markakóngur. Þarf ekkert að ræða þetta val.“ Sóknarmaður: Guðmundur Magnússon [Fram] „Eitt óvæntasta útspil Bestu deildarinnar á þessari leiktíð. Jafn markahár Nökkva á leiktíðinni, spilaði fleiri leiki en þvílíkt tímabil. Er eini leikmaðurinn úr neðri hluta Bestu deildarinnar sem á sæti í úrvalsliðinu.“ Klippa: Stúkan: Lið ársins
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira