Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 23:01 Þjálfari Liverpool fór um víðan völl á blaðamannafundi kvöldsins. Nick Potts/Getty Images „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. Var Klopp þarna að svara spurningu varðandi ummæli um að sigurmark Leeds United í leik liðanna á dögunum væri að halda fyrir honum vöku. Klopp var í kjölfarið spurður út í hvað hann vildi sjá frá liði sínu gegn Napoli annað kvöld. „Eftir allt sem ég hef sagt hér á undan þá spyrðu mig að þessu núna. Berjast, heldur þú að ég vilji sjá okkur rúlla boltanum á milli manna, taka hælspyrnur og bakfallsspyrnur? Auðvitað ekki. Við verðum að leggja hart að okkur og við munum gera það. Við verðum að sjá til þess að strákarnir sem munu spila leikinn sé tilbúnir og við munum gera það. Svo sjáum við til hvað við fáum út úr því.“ "You're all right and I'm wrong..." Liverpool boss Jurgen Klopp laughs off claims that his side have lacked "fight" this season pic.twitter.com/DIgHa3vlxm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 31, 2022 „Vandamálið er að Napoli mun berjast líka, en það er fínt. Þetta er Meistaradeild Evrópu, hæsta mögulega getustig. Lið sem er í toppformi. Við höfum verið í sömu aðstöðu svo ég er ekki afbrýðisamur. Við þurfum að vera andstæðingur sem þeir vilja ekki spila við,“ bætti Þjóðverjinn við. Blaðamaður sagði þá að það væri ljóst að Liverpool hefði ekki sýnt þann baráttuanda sem Klopp talar um í öllum leikjum tímabilsins. Hvernig ætlar hann að tryggja að hann sé til staðar á morgun? „Í hvaða leikjum sýndum við ekki baráttuanda?“ spurði Klopp um hæl og dró djúpt andann. „[Nottingham] Forest mögulega,“ sagði blaðamaður áður en Klopp fékk orðið á nýjan leik. „Svona er – aftur – líf okkar. Þið hafið öll rétt fyrir ykkur og ég hef rangt fyrir mér, svoleiðis er það. Að segja að við höfum ekki barist gegn Forest er … ekki rétt. Þú tapar leiknum og þá segir fólk að hafir ekki lagt nægilega mikið á þig. “ „Gegn Forest hlupum við á vegg og fengum á okkur algjörlega óþarft mark. Við hefðum getað spilað betur, við hefðum getað gert margt betur en strákarnir börðust. Þetta var ekki leikur þar sem þú gast hlaupið meira en andstæðingurinn því við vorum með boltann allan tímann en hlupum á vegg.“ „Baráttan er til staðar. Við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram. Baráttuandi er ekki okkar vandamál á þessari stundu. Þessi hópur hefur ekki breyst og að sama skapi hef ég ekki breyst en allt í einu halda allir að við séum ekki að leggja okkur fram.“ „Ég ætlast ekki til að þið hugsið meira um aðstæðurnar okkar en ég geri, ekki að það væri hægt hvort eð er. Líf mitt í kringum [liðið] er í raun og veru vinnan. Ég var vanur að segja að blaðamannafundir væru eins og frí, ég get ekki sagt það lengur því að svara spurningum ykkar þegar maður tapar er mjög erfitt. Það er kvöl og pína að þurfa að hugsa um tapleik á nýjan leik þegar maður svarar spurningum. Það er hluti af starfinu en ég kíkti á launamiðann minn og það er það sem ég fæ borgað fyrir að gera, frekar vel meira að segja,“ sagði Klopp að endingu á blaðamannafundi kvöldsins. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Var Klopp þarna að svara spurningu varðandi ummæli um að sigurmark Leeds United í leik liðanna á dögunum væri að halda fyrir honum vöku. Klopp var í kjölfarið spurður út í hvað hann vildi sjá frá liði sínu gegn Napoli annað kvöld. „Eftir allt sem ég hef sagt hér á undan þá spyrðu mig að þessu núna. Berjast, heldur þú að ég vilji sjá okkur rúlla boltanum á milli manna, taka hælspyrnur og bakfallsspyrnur? Auðvitað ekki. Við verðum að leggja hart að okkur og við munum gera það. Við verðum að sjá til þess að strákarnir sem munu spila leikinn sé tilbúnir og við munum gera það. Svo sjáum við til hvað við fáum út úr því.“ "You're all right and I'm wrong..." Liverpool boss Jurgen Klopp laughs off claims that his side have lacked "fight" this season pic.twitter.com/DIgHa3vlxm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 31, 2022 „Vandamálið er að Napoli mun berjast líka, en það er fínt. Þetta er Meistaradeild Evrópu, hæsta mögulega getustig. Lið sem er í toppformi. Við höfum verið í sömu aðstöðu svo ég er ekki afbrýðisamur. Við þurfum að vera andstæðingur sem þeir vilja ekki spila við,“ bætti Þjóðverjinn við. Blaðamaður sagði þá að það væri ljóst að Liverpool hefði ekki sýnt þann baráttuanda sem Klopp talar um í öllum leikjum tímabilsins. Hvernig ætlar hann að tryggja að hann sé til staðar á morgun? „Í hvaða leikjum sýndum við ekki baráttuanda?“ spurði Klopp um hæl og dró djúpt andann. „[Nottingham] Forest mögulega,“ sagði blaðamaður áður en Klopp fékk orðið á nýjan leik. „Svona er – aftur – líf okkar. Þið hafið öll rétt fyrir ykkur og ég hef rangt fyrir mér, svoleiðis er það. Að segja að við höfum ekki barist gegn Forest er … ekki rétt. Þú tapar leiknum og þá segir fólk að hafir ekki lagt nægilega mikið á þig. “ „Gegn Forest hlupum við á vegg og fengum á okkur algjörlega óþarft mark. Við hefðum getað spilað betur, við hefðum getað gert margt betur en strákarnir börðust. Þetta var ekki leikur þar sem þú gast hlaupið meira en andstæðingurinn því við vorum með boltann allan tímann en hlupum á vegg.“ „Baráttan er til staðar. Við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram. Baráttuandi er ekki okkar vandamál á þessari stundu. Þessi hópur hefur ekki breyst og að sama skapi hef ég ekki breyst en allt í einu halda allir að við séum ekki að leggja okkur fram.“ „Ég ætlast ekki til að þið hugsið meira um aðstæðurnar okkar en ég geri, ekki að það væri hægt hvort eð er. Líf mitt í kringum [liðið] er í raun og veru vinnan. Ég var vanur að segja að blaðamannafundir væru eins og frí, ég get ekki sagt það lengur því að svara spurningum ykkar þegar maður tapar er mjög erfitt. Það er kvöl og pína að þurfa að hugsa um tapleik á nýjan leik þegar maður svarar spurningum. Það er hluti af starfinu en ég kíkti á launamiðann minn og það er það sem ég fæ borgað fyrir að gera, frekar vel meira að segja,“ sagði Klopp að endingu á blaðamannafundi kvöldsins.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira